Fótbolti

Mark Kristínar dugði skammt gegn AGF

Kristín Dís Árnadóttir skoraði eina mark Bröndby í 2-1 tapi gegn AGF í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hafrún Rakel Halldórsdóttir var utan hóps hjá Bröndby í dag.

Fótbolti

Meiðsli herja á landsliðskonur

Áfram herja meiðsli á sóknarmenn íslenska landsliðsins og setja svip sinn á þýsku úrvalsdeildina í fótbolta. Sveindís Jane Jónsdóttir verður ekki með Wolfsburg næstu misserin og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayer Leverkusen, fór meidd af velli í dag. 

Fótbolti

Hugsaði heim til konunnar og barnsins: „Vorum allir í sjokki“

Betur fór en á horfðist þegar að bif­reið, sem flutti nokkra leik­menn Bestu deildar liðs Vestra, valt og endaði utan vegar í krefjandi færð þegar liðið hélt heim á leið til Ísa­fjarðar eftir leik gegn Fram um síðast­liðna helgi. Flytja þurfti einn leik­mann liðsins, Sergine Modou Fall, á sjúkra­hús en hann var skömmu síðar út­skrifaður eftir skoðun og ber sig nú vel.

Íslenski boltinn

Emma Hayes svaraði fyrir sig með ljóði

Samskipti, eða samskiptaleysi jafnvel, þeirra Emmu Hayes, stjóra Chelsea og Jonas Eidevall stjóra Arsenal, eftir bikarúrslitleik liðanna á dögunum halda áfram að rata í fjölmiðla en Hayes tjáði sig um málið á blaðamannafundi í dag en á nokkuð óhefðbundin hátt.

Fótbolti

Luke Littler skaut á Liverpool

Sama kvöld og Liverpool mátti þola vandræðalegt tap á heimavelli í Evrópudeildinni þá hélt Manchester United stuðningsmaðurinn Luke Littler sæti sínu á toppnum í úrvalsdeildinni í pílu.

Enski boltinn

Börn Kane sluppu vel

Harry Kane, framherji Bayern München, var nýlentur í London á mánudag, vegna leiksins við Arsenal, þegar hann fékk þær fréttir að þrjú elstu börn hans hefðu lent í árekstri í Þýskalandi.

Fótbolti