Fótbolti

Vilja að Mbeumo elti stjórann
Eftir að hafa keypt knattspyrnustjóra Brentford ætla Tottenham að bæta um betur og reyna að kaupa lykilleikmann liðsins, kamerúnska landsliðsmanninn Bryan Mbeumo.

Jón Gnarr heiðursgestur á Breiðholtsslag í fótbolta
Nýjasti stuðningsmaður ÍR í fótbolta, ekki knattspyrnu, er alþingismaðurinn og skemmtikrafturinn Jón Gnarr. Af því tilefni verður hann heiðursgestur á Breiðholtsslagnum í Lengjudeild karla í kvöld.

„Tók nokkur símtöl sem voru hundleiðinleg“
Þorsteinn Halldórsson segir það að sjálfsögðu hafa verið erfitt að þurfa að tilkynna sterkum landsliðskonum að þær væru ekki á leiðinni á EM í fótbolta í Sviss í sumar. Hann er hins vegar afar ánægður með þann 23 manna hóp sem hann hefur nú valið.

Svona kynnti Þorsteinn EM-hópinn sinn
Það var stór stund í höfuðstöðvum Icelandair í Hafnarfirði í dag þar sem Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, fór yfir val sitt á þeim leikmönnum sem fara fyrir Íslands hönd á EM í Sviss.

Þessar fara á EM fyrir hönd Íslands: Diljá og Amanda en engin Fanndís
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hefur nú gefið út hvaða 23 leikmenn verða í EM-hópi Íslands sem brátt hefur keppni á Evrópumótinu í fótbolta í Sviss.

Veltir því fyrir sér hvort „24 klukkutíma reglan“ lifi af vistaskiptin
Thomas Frank er hættur sem knattspyrnustjóri Brentford og tekinn við sama starfi hjá Tottenham.

„Mamma! Segja áfram!“
Lindex-mótið var haldið á Selfossi 6. júní 2025, þar sem stelpur í 6. flokki léku listir sínar og skemmtu sér í góðum félagsskap. Þátt um mótið, þar sem Andri Már Eggertsson tók púlsinn á keppendum, má nú sjá í heild sinni á Vísi.

Þrjár Guðmundsdætur í liði KR og Albert mætti
Þrjár systur voru í liði KR í gær í leik á móti nágrönnunum í Gróttu í Lengjudeild kvenna í fótbolta.

Gamli liðsfélagi Arnars og Bjarka gæti bæst í þjálfarateymi Liverpool
Hollendingurinn Giovanni van Bronckhorst er sagður í viðræðum um að verða aðstoðarþjálfari Arne Slot hjá Liverpool.

„Barcelona og Real Madrid hefðu rekið mig“
Pep Guardiola segir að Manchester City hafi staðið betur við bakið á sér en félög eins og Barcelona og Real Madrid hefðu gert í sömu sporum.

Fer fyrst í frí en semur svo við Liverpool
Stuðningsfólk Liverpool þarf að sýna aðeins meiri þolinmæði þegar kemur að Þjóðverjanum Florian Wirtz.

Þorði ekki í mikilvægan landsleik af ótta við stefnu Trumps
Kúbverjar eru úr leik í undankeppni HM karla í fótbolta en kannski ættu þeir enn von ef að markvörður þeirra og fyrirliði hefði þorað að yfirgefa Bandaríkin til að spila lykilleik gegn Bermúda.

Borga fimm milljarða fyrir táning
Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton hefur fest kaup á 18 ára gömlum Grikkja fyrir 35 milljónir evra, eða jafnvirði yfir fimm milljarða króna. Fyrr á þessu ári keypti félagið 19 ára Grikkja fyrir 25 milljónir evra.

Ekki spilað á Þjóðhátíð og meistararnir á heimavelli
Dregið var í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna í kvöld, um leið og öllum leikjum í 8-liða úrslitum var lokið. Mögulegt er að Valur og Breiðablik leiki aftur til úrslita, rétt eins og í fyrra þegar Valur vann 2-1 sigur á Laugardalsvelli.

Blikar hentu nágrönnunum út og gripu síðasta farseðilinn
Breiðablik varð í kvöld fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta með sigri í sögulegum grannaslag við HK á Kópavogsvelli, 5-1.

Man. Utd með í slaginn um Ekitike
Manchester United er nú sagt hafa bæst við í kapphlaupið um franska framherjann Hugo Ekitike sem skoraði 15 mörk í 33 leikjum fyrir Frankfurt í þýsku 1. deildinni í vetur.

Daninn orðinn stjóri Tottenham
Enska knattspyrnufélagið Tottenham staðfesti í dag ráðninguna á hinum danska Thomasi Frank í stöðu knattspyrnustjóra. Hann tekur við af Ange Postecoglou sem var rekinn á dögunum eftir tvö ár í starfi.

Flug FH heldur áfram inn í undanúrslit
FH-konur hafa átt algjört draumasumar sem engan enda virðist ætla að taka en þær slógu í kvöld út Þór/KA, í Boganum á Akureyri, í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í fótbolta. FH vann leikinn 3-1.

Funduðu á eyju um kaup Arsenal á Gyökeres
Stærsti fótboltamiðill Portúgals, Record, fullyrti í dag að Arsenal væri búið að leggja fram fyrsta tilboð í sænska framherjann Viktor Gyökeres hjá Sporting Lissabon, eftir að forráðamenn félaganna hittust á spænsku eyjunni Menorca í gær.

Bíða eftir gúmmíi og spila á Þórsvelli eins og stelpurnar
Eyjamenn neyðast til að spila heimaleiki sína áfram á Þórsvelli um sinn þó að búið sé að leggja gervigras á Hásteinsvöll, því beðið er eftir sendingu af gúmmíkurli á nýja völlinn.

Freyr missir stjörnuleikmann í marga mánuði
Norska félagið Brann verður án lykilmanns næstu mánuði eftir að staðfest varð að Niklas Castro þurfi að gangast undir aðgerð á ökkla.

Draumur Cunha rættist
Brasilíski framherjinn Matheus Cunha er orðinn leikmaður Man. Utd og þar með rættist langþráður draumur leikmannsins.

Lindex-mótið á dagskrá í kvöld
Venju samkvæmt verður Sýn Sport á ferðinni í sumar og fylgist með stjörnum framtíðarinnar í Sumarmótunum.

Morata og fjölskylda hans fékk morðhótanir
Álvaro Morata varð að blóraböggli eftir tap spænska landsliðsins á móti Portúgal í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar um síðustu helgi.

Sané mættur til Tyrklands
Leroy Sané hefur sagt skilið við Bayern Munchen eftir fimm ár hjá þýsku meisturunum og skrifað undir samning til næstu þriggja ára við tyrknesku meistarana Galatasaray.

Mótherjar Íslands urðu fyrir áfalli rétt fyrir EM
Svissneski reynsluboltinn Ramona Bachmann verður ekki með landsliði sínu á Evrópumótinu í knattspyrnu sem hefst í næsta mánuði.

Forsetinn gaf öllum nýja bíla
Úsbekar verða með á HM í fótbolta á næsta ári en þetta í fyrsta sinn sem landslið Úsbekistan kemst í úrslitakeppni HM í knattspyrnu. Forseti landsins var heldur betur þakklátur fyrir þennan sögulega árangur.

Bað þjóðina um að fyrirgefa þeim
Fyrir áratug þá var Síle stórveldi í suðuramerískri knattspyrnu en nú er öldin önnur. Í þessum landsliðsglugga kom það endanlega í ljós að Síle verður ekki með á heimsmeistaramótinu í fótbolta á næsta ári.

Íslensku konurnar niður um eitt sæti á FIFA-listanum
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er í fjórtánda sæti á nýjum heimslista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem var opinberaður í morgun.

Pólski þjálfarinn segir af sér eftir deilurnar við Lewandowski
Michal Probierz hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari pólska fótboltalandsliðsins en þetta kemur í kjölfar deilna hans við langstærstu fótboltastjörnu þjóðarinnar.