Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. Lífið 12.7.2025 07:02
Borgin býður í tívolíveislu Á þriðjudögum í sumar býður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn á fjölskyldutónleika, svokallaða tívolítónleika. Einvalalið tónlistarfólks kemur fram á hátíðinni, þar á meðal Una Torfa Emmsjé Gauti og Maron Birnir. Tónlist 11.7.2025 12:47
Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan hefur tilkynnt um strangt símabann á tónleikaröð sinni á Bretlandseyjum og Írlandi. Tónleikagestum verður gert að koma símunum sínum fyrir í læsanlegum pyngjum sem ekki verður hægt að opna fyrr en að tónleikum loknum. Tónlist 11.7.2025 10:42
Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Beggi Ólafs, áhrifavaldur, fyrirlesari og doktorsnemi í sálfræði, varð þess heiðurs aðnjótandi að flytja erindi á Tedx ráðstefnu á dögunum. Áhrifaríkt erindið fjallaði meðal annars um það hvernig maður þarf að segja skilið við gamlar sjálfsmyndir til að þroskast og stíga betur inn í sjálfan sig. Lífið 10.7.2025 17:04
Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Novak Djokovic hafði betur gegn Flavio Cobolli í æsispennandi leik í fjórðungsúrslitum Wimbledon í gær. Spennan var þó greinilega ekki nógu mikil fyrir enska leikarann Hugh Grant sem dottaði yfir hasarnum. Lífið 10.7.2025 15:21
Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sirkus Íslands hefur sýningar á ný í Vatnsmýri á morgun, föstudag. Tvær sýningar verða í boði, fjölskyldusýning og Skinnsemissýning sem er fullorðinssýning sem er bönnuð yngri en tuttugu ára. Lífið 10.7.2025 15:00
Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Leikarinn Stefán Karl Stefánsson hefði orðið fimmtíu ára gamall í dag ef hann hefði ekki fallið frá árið 2018 eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. Fjölskylda Stefáns hyggst minnast hans í dag heima hjá móður hans. Lífið 10.7.2025 14:01
Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Markús Þór Andrésson hefur verið ráðinn safnstjóri Listasafns Reykjavíkur en hann hefur starfað sem deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá safninu frá árinu 2017. Alls bárust sjö umsóknir um starfið en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Lífið 10.7.2025 13:34
„Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Patrik og Luigi eru mættir aftur saman með splunku nýjan sumarsmell sem heitir Gef þér allt en þeir frumsýna tónlistarmyndbandið hér í pistlinum. Tónlist 10.7.2025 11:32
„Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Trausti Már hefur upplifað allskyns ævintýri í gegnum tíðina en hann heldur mikið upp á að ganga á fjöll í fallegu umhverfi, hér á Íslandi sem og víða um heim. Þó getur álag á líkamann gert vart við sig með tilheyrandi óþægindum. Lífið samstarf 10.7.2025 11:12
Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Í dag býður BBQ kóngurinn upp á virkilega girnilega pizzaloku sem er stútfull af girnilegu áleggi og bragðmiklum ostum og sósum. Lífið samstarf 10.7.2025 09:27
Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Köttur sem heldur til í verslun á Skólavörðustíg sló óvænt í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok á dögunum. Eigandinn segir kisan vera ekkert annað en stjörnu enda um leikara og fyrirsætu að ræða. Lífið 9.7.2025 21:01
Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Íslenskur slökkviliðsmaður gengur nú 465 kílómetra frá Goðafossi að Gróttuvita til að vekja athygli á andlegri heilsu og sjálfsvígsforvörnum. Hann er kominn á þriðja dag af tólf, hefur lokið 87 kílómetrum en áttar sig nú á því að hann klári þetta ekki einn síns liðs. Lífið 9.7.2025 16:24
Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Tusku-emúi sem birtist fyrir utan heimili leikkonunnar Höllu Vilhjálmsdóttur í Vesturbænum á aðfaranótt þriðjudags hafði verið numinn á brott af barnum Drunk Rabbit á mánudagskvöldið. Lífið 9.7.2025 14:51
Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Leikfangaframleiðandinn Mattel, sem á vörumerkið Barbie, hefur gefið út fyrstu Barbie-dúkkuna með sykursýki af týpu eitt. Útgáfan er ein af mörgum í vegferð framleiðandans til að láta Barbie-dúkkuna endurspegla sem flesta hópa samfélagsins. Lífið 9.7.2025 13:39
Próteinbollur að hætti Gumma kíró Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, deildi nýlega einfaldri og fljótlegri uppskrift að próteinbollum sem eru stútfullar af næringu. Bollurnar eru mjúkar og einstaklega ljúffengar – sérstaklega með smjöri og osti. Lífið 9.7.2025 11:33
Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Katrín Oddsdóttir lögmaður og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir tónlistar- og útvarpskona, gáfu syni sínum nafn við fallega athöfn í heimahúsi í gær. Drengurinn fékk nafnið Sólbjörn. Lífið 9.7.2025 10:11
Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Heiðursgrillarar á árlegri kótelettusölu Kótelettunnar til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra verða Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, Sveinn Ægir Birgisson, forseti bæjarstjórnar í Árborg, Þórir Erlingasson, forseti klúbbs matreiðslumeistara og Einar Bárðarsonm-, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Lífið 9.7.2025 07:17
„Pabbi minn vakir yfir mér“ „Fyrir réttu manneskjuna getur rétta snertingin á réttum tíma verið frábær,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir, eða Ásdís, þegar hún lýsir laginu sínu Touch Me sem hefur klifið upp vinsældarlista Bylgjunnar síðustu vikur. Lífið 9.7.2025 07:02
„Best að vera allsber úti í náttúrunni“ „Ég keypti kanínuhúfu í Eistlandi sem hjálpaði mér að sigrast á óttanum við álit annarra,“ segir hlaðvarpsstjórnandinn, lífskúnstnerinn og kakókastalaprinsinn Helgi Jean Claessen. Hann fer svo sannarlega eigin leiðir í lífinu og klæðaburði sömuleiðis og ræddi við blaðamann um sinn persónulega stíl. Tíska og hönnun 9.7.2025 07:01
Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Fjöldinn allur af ofurskvísum kom saman í Mýrarkoti síðastliðinn laugardag til að fagna með íslenska húðvörumerkinu Dóttir Skin. Meðal gesta voru raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime, markaðsskvísan Embla Óðinsdóttir, fyrirsætan Guðlaug Elísa og auðvitað Helga Sigrún eigandi Dóttir Skin. Lífið 8.7.2025 20:00
Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hefur komið sér vel fyrir í íbúð sinni í New York í Bandaríkjunum. Hún setti sér það markmið að koma sér fyrir á innan við viku sem henni tókst með glæsibrag. Lífið 8.7.2025 16:19
Skákborðsréttir nýjasta matartískan Réttir skornir í skákborðsmynstur hafa slegið í gegn á samfélagsmiðlum og má víða sjá myndir af litríku og fallega uppsettu hráefni sem líkist helst listaverki. Ef þú ert að leita að léttum rétti í sumarveisluna sem bragðast jafnvel enn betur en hann lítur út fyrir að gera gæti þessi nýjasta matartíska verið eitthvað fyrir þig. Lífið 8.7.2025 15:19
Tímalausar og fallegar brúðargjafir Brúðkaupstímabilið er í algleymingi og fjölmargir hafa fengið boð í brúðkaup næstu vikurnar. Með því vaknar hin klassíska spurning: Hvað á maður að gefa verðandi brúðhjónum? Lífið 8.7.2025 13:36