Sport

Fimm ára bið á enda hjá Norris

Fimm ára bið breska ökuþórsins Lando Norris eftir sigri í Formúlu 1 mótaröðinni lauk í gær er hann bar sigur úr býtum í Miami kappakstrinum. Sterkt svar frá Norris sem hafði fengið á baukinn frá gagnrýnendum. 

Formúla 1

Lopetegui tekur við West Ham

Spænski knattspyrnustjórinn Julen Lopetegui tekur við knattspyrnustjórastöðunni hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham United frá og með næsta tímabili. 

Enski boltinn

Mið­varða­mar­tröð Man United heldur á­fram

Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins í knattspyrnu, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar. Hann missir því af síðustu deildarleikjum Man United og líklega úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Þá gæti landsliðssæti hans einnig verið í hættu.

Enski boltinn

„Höfum spilað vel án Arons áður“

Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var sigurreifur að loknum sannfærandi sigri liðsins gegn ÍBV í oddaleik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. 

Handbolti

„Veit ekki hvað Elmar þarf að gera til að komast í lands­liðið“

Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, fór um víðan völl þegar hann gerði upp tap liðsins gegn FH í oddaleik liðanna í Olís-deild karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Magnús gagnrýndi það að Elmar Erlingssyni hlyti ekki náð fyrir landsliðsþjálfaranna og beindi spjótum sínum að fjölmiðlum liðsins. 

Handbolti

„Ó­líkir okkur að mörgu leyti“

Fram sigraði Fylki með tveimur mörkum gegn einu í fimmtu umferð Bestu deildar karla í kvöld. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, fagnaði fimmtugsafmæli sínu í Úlfarsárdal í kvöld en þurfti að sætta sig við tap á þessum tímamótum.

Íslenski boltinn

Kostar 600 þúsund að keppa með U18: „Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir lands­liðið“

Liðsmenn í U18 landsliði kvenna í handbolta þurfa að greiða 600 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir að keppa á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Kína í ár. Móðir einnar úr liðinu segir stuðnings við afreksíþróttafólk frá ríkinu ábótavant og spyr hvort samfélagið vilji í alvörunni koma fram við afreksíþróttafólk landsins með þessum hætti. 

Handbolti

Aftur­elding einum sigri frá úr­slitum

Afturelding lagði Val í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Heimamenn leiddu allan leikinn en gestirnir gerðu áhlaup í blálokin og náðu að minnka muninn niður í eitt mark, lokatölur 26-25.

Handbolti

Læri­sveinar Freys felldu Guð­laug Victor og Al­freð Finn­boga

Freyr Alexandersson og hans lærisveinar í KV Kortrijk unnu 1-0 sigur á Eupen í fallriðli belgísku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Það þýðir að Íslendingalið Eupen er fallið en Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar í dag á meðan Alfreð Finnbogason var fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Fótbolti

„Er með góða til­finningu eftir að hafa komið til baka“

KA og KR gerðu 1-1 jafntefli fyrir norðan í dag í leik sem hafði upp á mikið að bjóða. KR komst yfir strax á 3. mínútu og misnotuðu vítaspyrnu stuttu seinna. KA jafnaði svo leikinn á 77. mínútu en þá var Guy Smit, markvörður KR, nýfarinn af velli með sitt annað gula spjald. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var nokkuð brattur eftir leik og leit á björtu hliðarnar.

Íslenski boltinn