Sport

Voru að deyja úr hlátri um kvöldið

Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir kepptu saman um helgina á Wodapalooza stórmótinu í Miami. Úr varð söguleg stund sem margir höfðu gaman af.

Sport

Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl

Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár en liðin unnu úrslitaleiki deildanna í úrslitakeppni NFL í nótt. Chiefs á því möguleika á að vinna NFL titilinn þriðja árið í röð, fyrst allra liða í sögunni.

Sport

Marka­skorarinn Martínez: Ég var heppinn

„Ég var heppinn, að mínu mati, en sigurinn var mjög mikilvægur,“ sagði miðvörðurinn Lisandro Martínez, hetja Manchester United er liðið vann 1-0 útisigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Enski boltinn

Skýrsla Henrys: Endur­tekið efni enn eitt árið

Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni.

Handbolti

Upp­gjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim

Ísland er úr leik á heimsmeistaramótinu í handbolta og er þar með fyrsta liðið frá upphafi sem kemst ekki áfram úr milliriðli með átta stig. Það varð ljóst eftir 29-26 sigur Króatíu gegn Slóveníu í kvöld. Króatar enda því í efsta sæti milliriðilsins og mæta Ungverjalandi í átta liða úrslitum. Egyptaland endar í öðru sæti og mætir Frakklandi næst.

Handbolti

KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs

Um miðjan janúar var kæra send inn á borð Körfuknattleikssambands Íslands eftir að dómari í leik KFG og Breiðabliks, í leik í 1. deild karla í Garðabæ, var beittur kynþáttaníði. KFG hefur nú verið sektað um 30 þúsund krónur vegna athæfisins.

Körfubolti

Börsungar skoruðu sjö

Þrátt fyrir að vegna vel á öðrum vígstöðvum þá hefur Barcelona ekki unnið neinn af síðustu fjórum leikjum sínum í spænsku 1. deildinni í fótbolta. Liðið tekur á móti Valencia í kvöld.

Fótbolti

Albert og fé­lagar unnu loks leik

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Fiorentina þegar liðið sótti Lazio heim í Serie A, efstu deild ítalska fótboltans. Tvö mörk snemma gerðu út um leikinn.

Fótbolti

Egypta­land í átta liða úr­slit eftir bras í byrjun

Egyptaland vann sjö marka sigur á Grænhöfðaeyjum í síðasta leik þjóðanna í milliriðli á HM karla í handbolta. Sigurinn þýðir að Egyptaland er komið í átta liða úrslit. Síðar í kvöld kemur í ljós hvort Ísland eða Króatía fari einnig áfram í átta liða úrslit.

Handbolti

Martínez hetja Rauðu djöflanna

Manchester United vann 1-0 útisigur á Fulham í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Var þetta fyrsta sinn sem Rauðu djöflarnir halda marki sínu hreinu síðan gegn Everton þann 1. desember í fyrra.

Enski boltinn

Guð­mundur hefur trú á Slóveníu

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fredericia í Danmörku og fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, hefur trú á að Slóvenía geri Íslandi greiða í kvöld þegar liðin mætast á HM karla í handbolta.

Handbolti

Dag­ný kom inn af bekknum í mikil­vægum sigri

Dagný Brynjarsdóttir kom inn af bekk West Ham United þegar liðið vann mikilvægan 2-0 sigur á Everton í efstu deild kvenna í knattspyrnu á Englandi. Þá vann topplið Chelsea 1-0 sigur á nágrönnum sínum í Arsenal og jók þar með forystu sína á toppnum.

Enski boltinn

Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“

„Við þurfum bara að bíða og ef eitthvað skyldi gerast þá látum við það koma okkur skemmtilega á óvart. Við ætlum ekki að láta þetta skemma kvöldið fyrir okkur. Mögulega er þetta síðasta kvöldið okkar saman og við ætlum bara að njóta þess,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, eftir mögulega síðasta leik Íslands á HM.

Handbolti

Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld

„Einhvers staðar hef ég smá trú, en hafandi spilað við Króatana á þeirra heimavelli þá held ég að líkurnar séu ekki okkur í hag,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, nú þegar biðin er hafin eftir því að vita hver örlög Íslands verða á HM í handbolta.

Handbolti