Sport

Viðar Símonarson látinn
Viðar Símonarson, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari karla í handbolta, er látinn.

Íslandsmeistarasystkinin með bikara sem hafa litið betur út
Systkinin Lovísa og Hilmar Smári urðu bæði Íslandsmeistarar í körfubolta á dögunum. Faðir þeirra gerði slíkt hið sama árið 1988.

Þjálfari Þóris rekinn þrátt fyrir að bjarga liðinu
Þrátt fyrir að stýra liðinu frá falli hefur þjálfari Þóris Jóhanns Helgasonar hjá ítalska liðinu Lecce, Marco Giampaolo, verið rekinn.

Gerðu vúdúdúkku vegna reiði í garð Ísaks
Ísak Bergmann Jóhannesson vissi að margir stuðningsmanna Fortuna Düsseldorf yrðu reiðir þegar hann samþykkti að fara til erkifjendanna í FC Köln. Reiðin er hins vegar það mikil hjá sumum að útbúin hefur verið vúdúdúkka í tilraun til að hrekkja Skagamanninn.

Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið
Andrea Bergsdóttir hefur verið að gera frábæra hluti á LET Access mótaröðinni í golfi, næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu, og hreinlega flogið upp stigalista mótaraðarinnar. Hún jafnaði besta árangur Íslendings um helgina.

Allt klárt og Frank verður næsti stjóri Tottenham
Hinn danski Thomas Frank verður næsti knattspyrnustjóri Tottenham. Hann tekur við Evrópudeildarmeisturunum af Ange Postecoglou.

„Við erum fastir í einhverri dýflissu“
Arnar Gunnlaugsson og hans þjálfarateymi hefur haft í nógu að snúast eftir sigurinn góða gegn Skotum á föstudaginn. Hann vonast eftir öðrum sigri gegn Norður-Írum í Belfast í kvöld og segir löngu kominn tíma til að Ísland tengi saman tvo sigra í sama leikjaglugga.

Þvert nei við umsókn Grænlands
Þrátt fyrir að vera í sams konar stöðu og Færeyingar, sem hluti af Danmörku, hafa Grænlendingar ekki mátt senda landslið í keppni á vegum alþjóða knattspyrnusambandsins og á því virðist ekki ætla að verða nein breyting.

Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“
Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir.

Dagskráin í dag: A-landslið karla í fótbolta mætir Norður-Írum
Strákarnir okkar í A-landsliði karla í fótbolta eru í Norður-Írlandi og mæta þar heimamönnum í vináttuleik.

Mæta örmagna til leiks á HM félagsliða eftir langt og strembið tímabil
Nýtt fyrirkomulag HM félagsliða karla í knattspyrnu hefur vakið mikla athygli. Nú má segja að mótið líkist alvöru stórmóti í fótbolta en það hefur vakið upp margar spurningar um álag á leikmenn í hæsta gæðaflokki.

Knicks horfir til Dallas í leit að næsta þjálfara
Jason Kidd er nýjasta nafnið á blaði hjá New York Knicks sem leitar nú að nýjum aðalþjálfara eftir að Tom Thibodeau var látinn taka poka sinn eftir að liðið féll úr leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.

„Þetta er ólýsanleg tilfinning“
Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið þegar Ísland mætti Skotlandi á Hampden Park á dögunum. Hann segir þá tilfinningu vera ólýsanlega og eitthvað sem hann hafði dreymt um síðan hann var krakki. Nú er hins vegar öll einbeiting á leik morgundagsins gegn Norður-Írlandi.

ÍR og Njarðvík áfram taplaus
Nokkuð var um áhugaverð úrslit í Lengjudeild karla í knattspyrnu í dag. Fylkir bjargaði stigi undir lok leiks í Keflavík en það stefndi í að liðið yrði í fallsæti að leikjum kvöldsins loknum. ÍR og Njarðvík eru enn taplaus og Leiknir Reykjavík vann annan leikinn í röð eftir að Ágúst Gylfason tók við liðinu.

Næstum því ótrúleg endurkoma Wales í Belgíu
Wales kom næstum því til baka eftir að lenda 3-0 undir í Belgíu þegar þjóðirnar mættust í undankeppni HM karla í knattspyrnu. Þá bjargaði norski framherjinn Erling Haaland sínum mönnum í Eistlandi á meðan Færeyjar unnu endurkomusigur á Gíbraltar.

„Þróttarar gefa ekkert eftir, er þeim ekki alvara í þessu stríði?“
Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Bestu markanna, spurði sérfræðinga þáttarins að spurningunni hér að ofan [í fyrirsögn] eftir 2-0 sigur Þróttar Reykjavíkur á Þór/KA í 8. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu.

Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City
Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum.

Arnar rifjaði upp góða tíma með norður-írskum félögum
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, vakti lukku á blaðamannafundi fyrir æfingaleik Norður-Írlands og Íslands á Windsor Park síðdegis.

Karlmaður lést eftir fall á úrslitaleik Þjóðadeildarinnar
Karlmaður er látinn eftir fall á úrslitaleik Þjóðadeildar karla í knattspyrnu. Féll hann niður um hæð á Allianz-vellinum í München og lést á staðnum. Lögreglan segir að um slys hafi verið að ræða.

Segja Man United hafa sett í samband við Sporting vegna framherjans eftirsótta
Sky Sports greinir frá því að enska knattspyrnufélagið Manchester United hafi sett sig í samband við Sporting Lissabon í þeirri von um að festa kaup á sænska framherjanum Viktor Einar Gyökeres.

Endurkomusigur hjá Grindavík þrátt fyrir rautt spjald
Grindavík vann 2-1 gegn HK þrátt fyrir að lenda undir í fyrri hálfleik og verða svo manni færri í seinni hálfleik, í sjöundu umferð Lengjudeildar karla í fótbolta. Ármann Ingi Finnbogason lagði bæði mörkin upp fyrir heimamenn.

Chivu tekur við Inter
Cristian Chivu hefur tekið við störfum sem þjálfari Inter í ítölsku úrvalsdeildinni og gert samning til ársins 2027. Hann er fyrrum leikmaður félagsins og hefur starfað þar sem þjálfari unglingaliða en er með litla reynslu sem aðalþjálfari.

ÍBV sótti sigur og sæti í undanúrslitum
ÍBV varð fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna, með 3-1 sigri á útivelli gegn Tindastóli. Heimakonur jöfnuðu um miðjan seinni hálfleik en gáfu frá sér víti fimm mínútum síðar sem fór með leikinn.

City að festa kaup á hinum eftirsótta Cherki
Manchester City er sagt hafa náð samkomulagi við Lyon um kaup á hinum unga og efnilega Rayan Cherki. Gangi félagaskiptin eftir fljótlega verður hann löglegur með liðinu á heimsmeistaramótinu sem hefst eftir tæpa viku.

Fjórtán ára með yfirburðaforskot eftir fyrstu fjögur stigamótin
Garima Nitinkumar Kalugade og Raj Kumar Bonifacius stóðu uppi sem sigurvegarar annað árið í röð á Viking TSI 100 tennismótinu sem haldið var í Fossvoginum síðustu vikuna. Bæði tvö eru í efstu sætum stigalistans og Garima með yfirburðarforskot, eftir fyrstu fjögur stigamót ársins.

„Ég er glaður að Eiður Smári sé ekki hérna“
Michael O‘Neill, þjálfari norður-írska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst glaður að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki í landsliði Íslands sem mætir heimamönnum á Windsor Park í Belfast annað kvöld.

Thomas Frank að taka við Tottenham
Thomas Frank, þjálfari Brenford síðustu sjö ár, virðist verða maðurinn sem tekur við Tottenham eftir að Ange Postecoglou var rekinn frá félaginu. Viðræður eru sagðar komnar langt á leið.

Fer frá City eftir aðeins tvo leiki en tólf titla á sex árum
Einn þekktasti þriðji markmaður ensku úrvalsdeildarinnar og sannarlega sá sigursælasti, Scott Carson, er á förum frá Manchester City. Hann spilaði aðeins tvo leiki fyrir félagið en vann tólf titla síðustu sex árin.

„Hvers vegna ætti ég að sykurhúða hlutina?“
Þjóðverjinn Tomas Tuchel talaði hreint út og sykurlaust á blaðamannafundi enska landsliðsins eftir slæma frammistöðu, en sigur gegn Andorra síðasta föstudag í undankeppni HM.

Sautján ára Íslendingur vann brons í fullorðinsflokki
Guðmundur Flóki Sigurjónsson keppti fyrir Íslands hönd í taekwondo og vann brons á opnu alþjóðlegu stigamóti í Lúxemborg um helgina. Leo Anthony Speight keppti einnig fyrir Íslands hönd og hafnaði í fimmta sæti í sínum flokki.