Sport

Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið
Keflavík hóf úrslitakeppnina með því að vinna Tindastól, 92-63, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í kvöld.

Haaland væntanlega úr leik í deildinni
Sóknarmaðurinn Erling Haaland mun væntanlega ekki skora fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni en hann meiddist á ökkla í bikarleik Manchester City í gær. Haaland er næst markahæstur í deildinni með 21 mark.

Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi
Rétthöld yfir norska hlaupaþjálfaranum Gjert Ingebrigtsen héldu áfram í dag en börn hans stigu fram árið 2022 og bera hann þungum sökum, að hann hafi um árabil beitt þau bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi.

Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni
Deildarmeistarar Hauka máttu þola óvænt tap er liðið tók á móti Haukum sem höfnuðu í 8. sæti Bónus-deildar kvenna, í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í kvöld.

Saka klár í slaginn á ný
Stuðningsmönnum Arsenal bárust gleðitíðindi í dag þegar stjóri liðsins, Mikel Arteta, staðfesti að Bukayo Saka væri klár í slaginn á ný en Saka hefur verið frá vegna meiðsla síðan 21. desember.

McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlory er annar kylfingurinn sem þénar hundrað milljónir Bandaríkjadala á PGA-mótaröðinni í golfi.

Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA
Hópslagsmálin í leik Minnesota Timberwolves og Detroit Pistons í NBA-deildinni voru að sjálfsögðu tekin fyrir í Lögmáli leiksins. Strákarnir veltu því einnig fyrir sér hvernig íslensk útgáfa af slíkum slagsmálum yrði.

Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur
Íslendingaliðið Kolstad, stórveldi í norska handboltanum undanfarin ár, var rekið með um 75 milljóna króna tapi á síðasta ári. Tapreksturinn heldur því áfram og nú getur félagið ekki lengur sótt sér stór nöfn.

Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“
Pekka Salminen var í dag ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta til næstu fjögurra ára. Finninn reynslumikli er afar spenntur fyrir starfinu.

Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins
Jan de Boer, markvörður Bryne, fékk ansi sérstök verðlaun fyrir að vera valinn maður leiksins gegn Bodø/Glimt í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.

Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“
Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll, heimavöll ÍBV. Þorlákur Árnason, þjálfari karlaliðsins, segir að margir sjái eftir náttúrulega grasinu.

Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“
Eina íslenska atvinnukonan í hnefaleikum, Valgerður Guðsteinsdóttir, er ekki af baki dottin þó svo hún nálgist fertugt. Hún ætlar sér enn alla leið í íþróttinni.

Hvorki zombie-bit né tattú
Þeir sem horfðu á leik Venezia og Bologna í ítölsku A-deildinni í fótbolta um helgina furðuðu sig á risastórum rauðum hring aftan á hálsi Danans Jens Odgaard, leikmanns Bologna.

Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari
Finninn Pekka Salminen hefur verið ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við KKÍ.

Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“
Íslenska fótboltasumarið er handan við hornið. Þið vitið hvað það þýðir. Það þarf að þurrka linsurnar á myndavélunum. Oft.

Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig
Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KKÍ þar sem nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta var kynntur.

Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi
„Hún á við meiðsli að stríða og er bara ekki klár í þessa landsleiki,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, um Glódísi Perlu Viggósdóttur sem missir af leikjunum mikilvægu við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni.

„Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“
Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, telur að FH verði í baráttu um að halda sér í efri hluta Bestu deildar karla. Varnarleikur liðsins þurfi að lagast frá síðasta tímabili.

Glódís ekki með í landsleikjunum
Í fyrsta sinn frá því hún byrjaði að spila með íslenska landsliðinu 2012 missir Glódís Perla Viggósdóttir af landsleikjum vegna meiðsla.

Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar.

Vill hópfjármögnun fyrir Antony
Eftir martraðartíma sinn hjá Manchester United hefur hinn brasilíski Antony svo sannarlega slegið í gegn í spænska boltanum sem lánsmaður hjá Real Betis.

Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi
Fimm leikmönnum og tveimur þjálfurum var vísað úr húsi eftir að upp úr sauð í leik Minnesota Timberwolves og Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöld. Ekki hafa verið dæmdar fleiri tæknivillur í leik síðan árið 2005.

Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir
Arsenal er í leit að stjörnuframherja og The Athletic fjallar um það í nýrri grein að félagið sé afar áhugasamt um að klófesta sænska markahrókinn Viktor Gyökeres frá Sporting Lissabon.

Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn
Óvissa ríkir um einvígi Partizan frá Belgrad og AEK frá Aþenu í 8-liða úrslitum EHF-bikarsins í handbolta. Seinni leik liðanna, sem spila átti í Serbíu í gær, var frestað eftir að stuðningsmenn Partizan köstuðu reykblysum inn á völlinn í höllinni.

Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró
„Þeir koma til baka þarna ‘95 eins og einhverjar rokkstjörnur.“ Þetta segir Rósant Birgisson um æskuvini sína, tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, þegar ævintýraleg endurkoma þeirra í íslenska boltann og ekki síður kraftmikil endurkoma í íslenska dægurmenningu, árið 1995, var rifjuð upp í fyrsta þætti af A&B.

Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga
Njarðvíkingar koma á fljúgandi siglingu inn í úrslitakeppnina eftir að hafa unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni. Þeir mæta Álftnesingum í fyrstu umferð í einvígi sem er enginn hægðarleikur að spá fyrir um.

Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað
Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og í kvöld en hæst ber að úrslitakeppnin í Bónus-deild kvenna rúllar af stað með tveimur leikjum.

Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli
Markahrókurinn Harry Kane náði fáheyrðum áfanga í gær þegar hann skoraði eitt marka Bayern München í 3-2 sigri á St. Pauli en Kane hefur nú skorað í það minnsta eitt mark gegn hverju einasta liði sem hann hefur spilað gegn í þýsku úrvalsdeildinni.

Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku
Erling Haaland haltraði meiddur af velli í dag þegar Manchester City lagði Bournemouth í 8-liða úrslitum enska bikarsins 1-2. Haaland meiddist á ökkla og yfirgaf völlinn eftir leik á hækjum en enn er allt á huldu um alvarleika meiðslanna.

Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur
Landsliðmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason verður frá keppni næstu vikur en meiddist á kálfa í leik gegn Dijon síðastliðinn miðvikudag.