Viðskipti innlent

Chanel-fjölskyldan fjárfesti í 66°Norður

Félag í eigu fjölskyldunnar sem stýrir tískuhúsinu Chanel stóð að baki fjárfestingunni í Sjóklæðagerðinni 66°Norður síðasta sumar. Hafa ráðið framkvæmdastjóra frá einni stærstu fatanetverslun heims til að byggja upp erlenda st

Viðskipti innlent

Færri ferðamenn en rekstur Icelandair Hotels batnaði

Erlendum ferðamönnum fækkaði um fjórðung í maí en hótelkeðjan seldi 31 prósent fleiri gistinætur í mánuðinum. Icelandair flutti rúmlega 30 prósent fleiri farþega í maí. Hjá öðrum stórum hótelkeðjum var samdráttur eða nýting á pari við árið áður. Verð hjá Icelandair Hotels lækkaði um sex prósent í maí.

Viðskipti innlent

Félag Guðbjargar hagnast um liðlega milljarð króna

ÍV fjárfestingafélag, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, aðaleigenda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, hagnaðist um ríflega einn milljarð króna á síðasta ári, samkvæmt nýlegum ársreikningi félagsins, og jókst hagnaðurinn um 410 milljónir króna frá fyrra ári.

Viðskipti innlent

Bætir ekki við sig í HS Veitum 

Bæjarráð Reykjanesbæjar ákvað á fundi sínum í lok síðasta mánaðar að gera ekki tilboð í hlut í HSV eignarhaldsfélagi, næststærsta hluthafa HS Veitna með ríflega þriðjungshlut, en tæplega 42 prósenta hlutur í eignarhaldsfélaginu var settur í opið söluferli í byrjun maímánaðar.

Viðskipti innlent

Selja Café Paris og með minnihluta í Snaps

Eignarhlutur stofnenda Snaps, þeirra Sigurgísla og Stefáns Melsted, hefur minnkað og fara þeir nú með minnihluta í staðnum á móti fjárfestinum Birgi Þór Bieltvedt. Keypti jafnframt allan hlut þeirra í Café Paris. Hætta öllum afskiptum af daglegum rekstri Snaps.

Viðskipti innlent