Hugmyndakreppa til hægri 14. júní 2004 00:01 Það er þraut sjálfstæðismanna að halda samstöðu hægrimanna í gegnum hörð átök í samfélaginu - Gunnar Smári Egilsson Þótt innan Sjálfstæðisflokksins hafi ætíð verið uppi mismunandi sjónarmið og ólík viðhorf tókst flokknum að sameina íslenska hægrimenn lengst af síðustu öld. Frá stofnun Borgaraflokksins 1987 hefur Sjálfstæðisflokkurinn þurft að deila hægri væng stjórnmálanna með minni flokk, sem skilgreint hefur sig frjálslyndari en Sjálfstæðisflokkurinn -- einskonar flokk litla mannsins. Nú hafa ungir frjálshyggjumenn sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og boðað framboð til þingkosninga árið 2007.Þeir skilgreina sig frá Sjálfstæðisflokknum með því að hafna sérhagsmunagæslu og ríkisforsjá. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn muni líklega takast áfram að halda flestum frjálslyndum hægrmönnum og frjálshyggjumönnum innan sinna raða er þessi klofningur frá flokknum athygliverður. Hann á sér orðið samfellda sögu sem spannar næstum tvo áratugi og virðist fremur aukast en að sáttir séu í sjónmáli. Á næstu árum mun koma í ljós hvort hægri menn á Íslandi kjósi að starfa innan sama flokksins eða hvort þessi vængur stjórnmálanna verði líkari því sem tíðkast hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum.Stefna forystu Sjálfstæðisflokksins að undanförnu hlýtur að reyna á þolrif margra hægrimanna. Með lögum um ríkisábyrgð til Íslenskrar erfðagreiningar, Spron-lögunum og fjölmiðlalögunum hefur flokkurinn haft forystu um afskipti af atvinnulífinu sem getur ekki hugnast frjálshyggjumönnum. Gagnrýni á forystu flokksins fyrir óvægni og hörku fer fyrir brjóstið á frjálslyndari mönnum. En gagnrýni forystunnar á Hæstarétt og forsetann hlýtur ekki síður að renna öfugt ofan í hefðbundna íhaldsmenn.Meðal þeirra hefur það ekki þótt góð latína að grafa undan eða véfengja helstu undirstöður samfélagsins. Íhaldsmenn hafa látið róttækum vinstri mönnum slíkar árásir eftir, en tekið að sér að vera brjóstvörn borgaralegs samfélags. Það hlýtur því að rugla þá rækilega í rýminu þegar ráðherrar flokksins leggja sig fram við að draga úr trúverðugleika Hæstaréttar og dómkerfisins, forsetans og embættis hans og draga meira að segja í efa að ætíð sé skylt að fara að lögum.Þegar frjálshyggjan, frjálslyndið og íhaldssemin eru farin að stangast á við stefnu forystunnar er kominn tími til að velta fyrir sér hverskyns hægri flokkur Sjálfstæðisflokkurinn er. Ef marka má leiðarar Morgunblaðsins -- sem nú eru ritaðir af meiri tryggð við forystu Sjálfstæðisflokksins en allt frá formannstíð Geirs Hallgrímssonar -- þá leggur forystan áherslu á sterkt ríkisvald sem ber að hlutast til um og grípa inn í atvinnulífið; ekki bara til að þoka hlutum til betri vegar heldur ekki síður til að hyrta menn til hlýðni við óskráðar -- og æði óljósar -- reglur og sýna þeim hvar valdið liggur.Morgunblaðið studdi takmörkun á tjáningarfrelsi í fjölmiðlalögunum -- eins sérstætt og það hljómar fyrir borgaralegt hægriblað á Vesturlöndum. Morgunblaðið er á bandi Pútíns Rússlandsforseta í innanlandsmálum þótt það fylgi Bush Bandaríkjaforseta í utanríkismálum. Flokkurinn og blaðið eru því í stríði við glæpsamleg öfl; bæði innanlands og utan.Lykillinn að miðlægri stöðu Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum var samstaðan sem flokkurinn myndaði meðal þeirra sem voru hægra meginn við miðju. Þessi samstaða tryggði fylgi langt inn að miðju. Leiðin til að halda þessari sterku stöðu er að viðhalda samstöðunni. Hvort flokknum tekst það mun ráða vægi hans í íslenskum stjórnmálum; ekki úrslit í orustum um ímyndaðar markalínur sem forysta flokksins dregur þvers og kruss um íslenskt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Sjá meira
Það er þraut sjálfstæðismanna að halda samstöðu hægrimanna í gegnum hörð átök í samfélaginu - Gunnar Smári Egilsson Þótt innan Sjálfstæðisflokksins hafi ætíð verið uppi mismunandi sjónarmið og ólík viðhorf tókst flokknum að sameina íslenska hægrimenn lengst af síðustu öld. Frá stofnun Borgaraflokksins 1987 hefur Sjálfstæðisflokkurinn þurft að deila hægri væng stjórnmálanna með minni flokk, sem skilgreint hefur sig frjálslyndari en Sjálfstæðisflokkurinn -- einskonar flokk litla mannsins. Nú hafa ungir frjálshyggjumenn sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og boðað framboð til þingkosninga árið 2007.Þeir skilgreina sig frá Sjálfstæðisflokknum með því að hafna sérhagsmunagæslu og ríkisforsjá. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn muni líklega takast áfram að halda flestum frjálslyndum hægrmönnum og frjálshyggjumönnum innan sinna raða er þessi klofningur frá flokknum athygliverður. Hann á sér orðið samfellda sögu sem spannar næstum tvo áratugi og virðist fremur aukast en að sáttir séu í sjónmáli. Á næstu árum mun koma í ljós hvort hægri menn á Íslandi kjósi að starfa innan sama flokksins eða hvort þessi vængur stjórnmálanna verði líkari því sem tíðkast hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum.Stefna forystu Sjálfstæðisflokksins að undanförnu hlýtur að reyna á þolrif margra hægrimanna. Með lögum um ríkisábyrgð til Íslenskrar erfðagreiningar, Spron-lögunum og fjölmiðlalögunum hefur flokkurinn haft forystu um afskipti af atvinnulífinu sem getur ekki hugnast frjálshyggjumönnum. Gagnrýni á forystu flokksins fyrir óvægni og hörku fer fyrir brjóstið á frjálslyndari mönnum. En gagnrýni forystunnar á Hæstarétt og forsetann hlýtur ekki síður að renna öfugt ofan í hefðbundna íhaldsmenn.Meðal þeirra hefur það ekki þótt góð latína að grafa undan eða véfengja helstu undirstöður samfélagsins. Íhaldsmenn hafa látið róttækum vinstri mönnum slíkar árásir eftir, en tekið að sér að vera brjóstvörn borgaralegs samfélags. Það hlýtur því að rugla þá rækilega í rýminu þegar ráðherrar flokksins leggja sig fram við að draga úr trúverðugleika Hæstaréttar og dómkerfisins, forsetans og embættis hans og draga meira að segja í efa að ætíð sé skylt að fara að lögum.Þegar frjálshyggjan, frjálslyndið og íhaldssemin eru farin að stangast á við stefnu forystunnar er kominn tími til að velta fyrir sér hverskyns hægri flokkur Sjálfstæðisflokkurinn er. Ef marka má leiðarar Morgunblaðsins -- sem nú eru ritaðir af meiri tryggð við forystu Sjálfstæðisflokksins en allt frá formannstíð Geirs Hallgrímssonar -- þá leggur forystan áherslu á sterkt ríkisvald sem ber að hlutast til um og grípa inn í atvinnulífið; ekki bara til að þoka hlutum til betri vegar heldur ekki síður til að hyrta menn til hlýðni við óskráðar -- og æði óljósar -- reglur og sýna þeim hvar valdið liggur.Morgunblaðið studdi takmörkun á tjáningarfrelsi í fjölmiðlalögunum -- eins sérstætt og það hljómar fyrir borgaralegt hægriblað á Vesturlöndum. Morgunblaðið er á bandi Pútíns Rússlandsforseta í innanlandsmálum þótt það fylgi Bush Bandaríkjaforseta í utanríkismálum. Flokkurinn og blaðið eru því í stríði við glæpsamleg öfl; bæði innanlands og utan.Lykillinn að miðlægri stöðu Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum var samstaðan sem flokkurinn myndaði meðal þeirra sem voru hægra meginn við miðju. Þessi samstaða tryggði fylgi langt inn að miðju. Leiðin til að halda þessari sterku stöðu er að viðhalda samstöðunni. Hvort flokknum tekst það mun ráða vægi hans í íslenskum stjórnmálum; ekki úrslit í orustum um ímyndaðar markalínur sem forysta flokksins dregur þvers og kruss um íslenskt samfélag.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun