Hinn huldi frambjóðandi 26. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Undir eðlilegum kringumstæðum stæði val okkar kjósenda í forsetakosningunum um hvern við vildum fá sem forseta næstu fjögur árin. Atkvæði greidd hverjum frambjóðenda væru skýr. Þeir sem vilja að Ólafur Ragnar Grímsson verði áfram forseti kjósa hann, þeir sem vilja heldur Baldur Ágústsson kjósa hann og þeir sem vilja Ástþór Magnússon á Bessastaða greiða honum atkvæði. Þeir sem skila auðu væru með því að lýsa yfir óánægju með alla frambjóðendur -- að enginn þeirra sé góður kostur. Og þeir sem sitja heima láta kosningarnar sig litlu skipta; annað hvort hafa þeir lítið álit á forsetaembættinu eða telja litlu varða hver gegnir þessu embætti -- í það minnsta svo litlu að þeir telja það of mikið umstang að fara á kjörstað til að taka þátt í valinu.Svona væri þetta undir eðlilegum kringumstæðum -- eða rólyndislegum kringumstæðum. Val kjosenda væri tiltölulega einfalt og auðvelt væri að lesa úr niðurstöðum kosninganna. En kringumstæður okkar eru aðrar og aðdragandi þessara kosninga um margt sérstæður. Þær hafa þó ekki ýkja mikil áhrif á þá sem kjósa einhvern frambjóðendanna. Eftir sem áður er atkvæði greitt Ástþóri yfirlýsing um vilja til þess að hann verði forseti. Og það sama á við um þá Baldur og Ólaf Ragnar. Vegna þess þunga sem forysta og málgagn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt í gagnrýni sína á Ólaf Ragnar má þó telja víst að einhverjir þeirra sem kjósa Ólaf Ragnar séu fremur að verja atkvæði sínu í andstöðu við forystu Sjálfstæðisflokksins en með Ólafi Ragnari.Morgunblaðið og forystumenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa kvatt fólk til að mæta á kjörstað en skila auðu til að lýsa fyrir andstöðu við Ólaf Ragnar og ekki hvað síst ákvörðun hans um að skjóta fjölmiðlalögunum í þjóðaratvæðagreiðslu. Þetta setur þá sem hefðu skilað auðu af öðrum ástæðum í nokkurn vanda. Um 5 prósent þeirra sem komu á kjörstað í forsetakosningunum 1988 -- um 7 prósent atkvæðabærra manna -- skiluðu auðu fremur en að greiða Vigdísi Finnbogadóttur eða Sigrúnu Magnúsdóttur atkvæði sitt. Þetta fólk var ekki að lýsa yfir stuðningi við neinn stjórnmálaflokk eða einhverja túlkun á valdsviði forsetans heldur vildi annað hvort fá einhvern annan sem forseta en frambjóðendurna tvo eða skilaði auðu til að lýsa yfir óánægju með Vigdísi. Sú óánægja gat stafað af mismunandi ástæðum. Það er hins vegar ljóst að Morgunblaðið og forysta Sjálfstæðisflokksins munu túlka öll auð atkvæði í dag sem stuðning við sig. Og ef þau verða ekki nægjanlega mörg til að verja framgöngu flokks og blaðs í aðdraganda kosninganna þá mun stór hluti þeirra sem sátu heima verða taldir til andstæðinga Ólafs Ragnars -- og fylgjendur þeirra sem harðast hafa gagnrýnt hann. Það er hins vegar æði hæpið.Til að meta niðurstöður kosninganna í dag er eðlilegt að taka mið af útkomu Vigdísar Finnbogadóttur 1988. Taka þarf tillit til almennt minnkandi kjörsóknar og að Ólafur Ragnar hefur nú tvo mótframbjóðendur á móti einum hjá Vigdísi. Vigdís fékk um 90 prósent greiddra atkvæða í kosningum með rúmlega 70 prósent kjörsókn og þar af leiðandi stuðningsyfirlýsingu frá 65 prósent landsmanna. Vigdís þurfti ekki að glíma við neina teljandi andstöðu eða þola nokkra gagnrýni. Þar sem helmningur þjóðarinnar les Morgunblaðið á hverjum degi og rúmur þriðjungur kaus Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum verður það að teljast tap fyrir þessa öflugu andstæðinga Ólafs Ragnar ef þeim tekst ekki að fá 20 prósent kjósenda til að skila auðu. Markmið þeirra hlýtur að vera að berja stuðninginn við hann undir 50 prósent af öllum atkvæðabærum mönnum; það er til dæmis 71,5 prósent atvæða í kosningum með 70 prósent kjörsókn. Ef Ólafi Ragnari tekst að verjast þessu getur hann túlkað það sem varnarsigur. Ef hann nær atkvæðum fleiri en 55 til 58 prósent atkvæðabærra manna -- í kringum 80 prósent atkvæða í kosningum með 70 prósent kjörsókn -- getur hann túlkað niðurstöðuna sem mikinn sigur.Hinn huldi frambjóðandi -- forysta og málgagn Sjálfstæðisflokksins -- á því ekki síður mikið undir kosningunum í dag en frambjóðendurnir þrír. Niðurstöður kosninganna er styrkleikamæling á stuðning við stefnu og baráttuaðferðir flokks og blaðs að undanförnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Undir eðlilegum kringumstæðum stæði val okkar kjósenda í forsetakosningunum um hvern við vildum fá sem forseta næstu fjögur árin. Atkvæði greidd hverjum frambjóðenda væru skýr. Þeir sem vilja að Ólafur Ragnar Grímsson verði áfram forseti kjósa hann, þeir sem vilja heldur Baldur Ágústsson kjósa hann og þeir sem vilja Ástþór Magnússon á Bessastaða greiða honum atkvæði. Þeir sem skila auðu væru með því að lýsa yfir óánægju með alla frambjóðendur -- að enginn þeirra sé góður kostur. Og þeir sem sitja heima láta kosningarnar sig litlu skipta; annað hvort hafa þeir lítið álit á forsetaembættinu eða telja litlu varða hver gegnir þessu embætti -- í það minnsta svo litlu að þeir telja það of mikið umstang að fara á kjörstað til að taka þátt í valinu.Svona væri þetta undir eðlilegum kringumstæðum -- eða rólyndislegum kringumstæðum. Val kjosenda væri tiltölulega einfalt og auðvelt væri að lesa úr niðurstöðum kosninganna. En kringumstæður okkar eru aðrar og aðdragandi þessara kosninga um margt sérstæður. Þær hafa þó ekki ýkja mikil áhrif á þá sem kjósa einhvern frambjóðendanna. Eftir sem áður er atkvæði greitt Ástþóri yfirlýsing um vilja til þess að hann verði forseti. Og það sama á við um þá Baldur og Ólaf Ragnar. Vegna þess þunga sem forysta og málgagn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt í gagnrýni sína á Ólaf Ragnar má þó telja víst að einhverjir þeirra sem kjósa Ólaf Ragnar séu fremur að verja atkvæði sínu í andstöðu við forystu Sjálfstæðisflokksins en með Ólafi Ragnari.Morgunblaðið og forystumenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa kvatt fólk til að mæta á kjörstað en skila auðu til að lýsa fyrir andstöðu við Ólaf Ragnar og ekki hvað síst ákvörðun hans um að skjóta fjölmiðlalögunum í þjóðaratvæðagreiðslu. Þetta setur þá sem hefðu skilað auðu af öðrum ástæðum í nokkurn vanda. Um 5 prósent þeirra sem komu á kjörstað í forsetakosningunum 1988 -- um 7 prósent atkvæðabærra manna -- skiluðu auðu fremur en að greiða Vigdísi Finnbogadóttur eða Sigrúnu Magnúsdóttur atkvæði sitt. Þetta fólk var ekki að lýsa yfir stuðningi við neinn stjórnmálaflokk eða einhverja túlkun á valdsviði forsetans heldur vildi annað hvort fá einhvern annan sem forseta en frambjóðendurna tvo eða skilaði auðu til að lýsa yfir óánægju með Vigdísi. Sú óánægja gat stafað af mismunandi ástæðum. Það er hins vegar ljóst að Morgunblaðið og forysta Sjálfstæðisflokksins munu túlka öll auð atkvæði í dag sem stuðning við sig. Og ef þau verða ekki nægjanlega mörg til að verja framgöngu flokks og blaðs í aðdraganda kosninganna þá mun stór hluti þeirra sem sátu heima verða taldir til andstæðinga Ólafs Ragnars -- og fylgjendur þeirra sem harðast hafa gagnrýnt hann. Það er hins vegar æði hæpið.Til að meta niðurstöður kosninganna í dag er eðlilegt að taka mið af útkomu Vigdísar Finnbogadóttur 1988. Taka þarf tillit til almennt minnkandi kjörsóknar og að Ólafur Ragnar hefur nú tvo mótframbjóðendur á móti einum hjá Vigdísi. Vigdís fékk um 90 prósent greiddra atkvæða í kosningum með rúmlega 70 prósent kjörsókn og þar af leiðandi stuðningsyfirlýsingu frá 65 prósent landsmanna. Vigdís þurfti ekki að glíma við neina teljandi andstöðu eða þola nokkra gagnrýni. Þar sem helmningur þjóðarinnar les Morgunblaðið á hverjum degi og rúmur þriðjungur kaus Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum verður það að teljast tap fyrir þessa öflugu andstæðinga Ólafs Ragnar ef þeim tekst ekki að fá 20 prósent kjósenda til að skila auðu. Markmið þeirra hlýtur að vera að berja stuðninginn við hann undir 50 prósent af öllum atkvæðabærum mönnum; það er til dæmis 71,5 prósent atvæða í kosningum með 70 prósent kjörsókn. Ef Ólafi Ragnari tekst að verjast þessu getur hann túlkað það sem varnarsigur. Ef hann nær atkvæðum fleiri en 55 til 58 prósent atkvæðabærra manna -- í kringum 80 prósent atkvæða í kosningum með 70 prósent kjörsókn -- getur hann túlkað niðurstöðuna sem mikinn sigur.Hinn huldi frambjóðandi -- forysta og málgagn Sjálfstæðisflokksins -- á því ekki síður mikið undir kosningunum í dag en frambjóðendurnir þrír. Niðurstöður kosninganna er styrkleikamæling á stuðning við stefnu og baráttuaðferðir flokks og blaðs að undanförnu.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun