Óvenjuleg lending - en ekki snjöll 5. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Davíð Oddsson forsætisráðherra boðaði í gær að lending formanna ríkisstjórnarflokkanna í tilraunum til að ná sáttum um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu væri óvenju snjöll. Það er rétt hjá Davíð að niðurstaðan var óvenjuleg – en hún getur seint talist snjöll.Það er vissulega fagnaðarefni að ríkisstjórnin ætli sjálf að fella fjölmiðlalögin úr gildi – það er ef slíkt stenst yfirhöfuð stjórnarskrá eftir að forseti Íslands hefur skotið þessum sömu lögum undir dóm þjóðarinnar. En ég efast um að nokkur myndi amast við því ef ríkisstjórnin tæki tillit til andstöðu alls þorra almennings gagnvart þessum lögum og vel rökstuddri gagnrýni fjölda aðila um að lögin stæðust ekki ákvæði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi, eignarrétt og atvinnufrelsi; stæðust ekki alþjóðlegar skuldbindingar Íslendinga og næðu ekki tilgangi sínum um aukna fjölbreytni og aukið fjölræði í íslenskum fjölmiðlum heldur stuðluðu þvert á móti að fábreytni og fákeppni.Það var flestum ljóst – meira að segja flestum stjórnarliða – að þetta voru vond lög. Og það er varla hægt að skamma þá ríkisstjórn lengi sem afnemur vond og óvinsæl lög sem hafa vafasaman tilgang og öfuga verkun á við yfirlýst markmið. Og þótt afnám þeirra standist hugsanlega ekki stjórnarskrá þá má það sama segja um lögin – þau standast ekki stjórnarskrá. En hvað á ríkisstjórnin við með því að setja strax samskonar lög um leið og þessi eru afnumin? Efnislegar breytingar eru sáralitlar.Í eldri lögunum mátti markaðsráðandi fyrirtæki í einhverri grein eiga 5 prósenta hlut í fyrirtæki með útvarpsleyfi. Í nýja frumvarpinu er þetta mark 10 prósent. Eldri lögin áttu að taka gildi 2006 en þau nýju 2007. Í eldri lögunum var gert ráð fyrir að útgefin útvarpsleyfi fengju að renna út en í nýju lögunum hefur útvarpsréttarnefnd heimild til að afturkalla leyfi árið 2007.Ef eitthvað er, þá verða nýju lögin hæpnari. Hverju eiga þessi nýju lög að breyta? Mun forseti Íslands ekki neita að staðfesta þau eins og hin fyrri? Og mun ríkisstjórnin þá ekki setjast aftur að því verki sem hún gafst upp á: Að ná samkomulagi um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu? Reikna ráðherrarnir með að vinna sér inn tíma með þessu til að ná samkomulagi um hindranir á atkvæðarétt almennings í þessum kosningum?Það er í raun ómögulegt að lesa skýra hugsun úr þessari óvenjulegu lendingu formannanna tveggja. Hvað eiga þeir til dæmis við með samráði við stjórnarandstöðu og þverpólitíska niðurstöðu? Ef þeir meintu eitthvað með slíku; væru þeir þá búnir að ákveða öll efnisatriði laga sem sett verða í sumar en eiga ekki að taka gildi fyrr en eftir þrjú ár? Ætla þeir að setja lögin fyrst og leita samráðs á eftir?Nei, það er erfitt að skilja hvað þeim Halldóri og Davíð fannst snjallt við þessa óvenjulegu lendingu. Það verður ekki betur séð en að þeir séu að fífla bæði forsetann og stjórnarandstöðuna með þessari niðurstöðu – en fyrst og síðast eru þeir að fífla íslensku þjóðina. Þótt vera kunni að þeim félögum finnist það snjallt efast ég um að fylgjendum stjórnarflokkanna sé skemmt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Davíð Oddsson forsætisráðherra boðaði í gær að lending formanna ríkisstjórnarflokkanna í tilraunum til að ná sáttum um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu væri óvenju snjöll. Það er rétt hjá Davíð að niðurstaðan var óvenjuleg – en hún getur seint talist snjöll.Það er vissulega fagnaðarefni að ríkisstjórnin ætli sjálf að fella fjölmiðlalögin úr gildi – það er ef slíkt stenst yfirhöfuð stjórnarskrá eftir að forseti Íslands hefur skotið þessum sömu lögum undir dóm þjóðarinnar. En ég efast um að nokkur myndi amast við því ef ríkisstjórnin tæki tillit til andstöðu alls þorra almennings gagnvart þessum lögum og vel rökstuddri gagnrýni fjölda aðila um að lögin stæðust ekki ákvæði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi, eignarrétt og atvinnufrelsi; stæðust ekki alþjóðlegar skuldbindingar Íslendinga og næðu ekki tilgangi sínum um aukna fjölbreytni og aukið fjölræði í íslenskum fjölmiðlum heldur stuðluðu þvert á móti að fábreytni og fákeppni.Það var flestum ljóst – meira að segja flestum stjórnarliða – að þetta voru vond lög. Og það er varla hægt að skamma þá ríkisstjórn lengi sem afnemur vond og óvinsæl lög sem hafa vafasaman tilgang og öfuga verkun á við yfirlýst markmið. Og þótt afnám þeirra standist hugsanlega ekki stjórnarskrá þá má það sama segja um lögin – þau standast ekki stjórnarskrá. En hvað á ríkisstjórnin við með því að setja strax samskonar lög um leið og þessi eru afnumin? Efnislegar breytingar eru sáralitlar.Í eldri lögunum mátti markaðsráðandi fyrirtæki í einhverri grein eiga 5 prósenta hlut í fyrirtæki með útvarpsleyfi. Í nýja frumvarpinu er þetta mark 10 prósent. Eldri lögin áttu að taka gildi 2006 en þau nýju 2007. Í eldri lögunum var gert ráð fyrir að útgefin útvarpsleyfi fengju að renna út en í nýju lögunum hefur útvarpsréttarnefnd heimild til að afturkalla leyfi árið 2007.Ef eitthvað er, þá verða nýju lögin hæpnari. Hverju eiga þessi nýju lög að breyta? Mun forseti Íslands ekki neita að staðfesta þau eins og hin fyrri? Og mun ríkisstjórnin þá ekki setjast aftur að því verki sem hún gafst upp á: Að ná samkomulagi um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu? Reikna ráðherrarnir með að vinna sér inn tíma með þessu til að ná samkomulagi um hindranir á atkvæðarétt almennings í þessum kosningum?Það er í raun ómögulegt að lesa skýra hugsun úr þessari óvenjulegu lendingu formannanna tveggja. Hvað eiga þeir til dæmis við með samráði við stjórnarandstöðu og þverpólitíska niðurstöðu? Ef þeir meintu eitthvað með slíku; væru þeir þá búnir að ákveða öll efnisatriði laga sem sett verða í sumar en eiga ekki að taka gildi fyrr en eftir þrjú ár? Ætla þeir að setja lögin fyrst og leita samráðs á eftir?Nei, það er erfitt að skilja hvað þeim Halldóri og Davíð fannst snjallt við þessa óvenjulegu lendingu. Það verður ekki betur séð en að þeir séu að fífla bæði forsetann og stjórnarandstöðuna með þessari niðurstöðu – en fyrst og síðast eru þeir að fífla íslensku þjóðina. Þótt vera kunni að þeim félögum finnist það snjallt efast ég um að fylgjendum stjórnarflokkanna sé skemmt.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun