

Lýðurinn ræður á markaði
Þótt umræðan um fjölmiðlalög ríkisstjórnarinnar hafi á stundum verið illskiljanlegt karp snérist hún um nokkur grundvallaratriði sem verða án efa ofarlega á baugi næstu misserin. Eitt þeirra er valdsvið forsetans og með hvaða hætti er best að auka virkt lýðræði með þjóðaratkvæðagreiðslum. Miðað við yfirlýsingar forystumanna allra flokka má búast við réttarbót við endurskoðun stjórnarskrárinnar sem auðveldar almenningi mjög að hafa áhrif á afgreiðslu umdeildra mála með þjóðaratkvæðagreiðslum. Slík breyting í átt að virkara lýðræði er jákvæð afleiðing af annars erfiðu deilumáli.
En umræðan um fjölmiðlalögin snérist einnig að hluta til um valdsvið stjórnvalda annars vegar og markaðarins eða almennings hins vegar -- þótt þessi þáttur málsins hafi ekki verið eins áberandi og aðrir. Grunnhugsunin að baki lögunum var sú að stjórnvöldum bæri að móta fjölmiðlamarkaðinn þar sem hinum frjálsa markaði væri ekki til þess treystandi né almenningi með vali sínu á hvaða fjölmiðla hann notar eða kaupir. Fjölmiðlamálið var þannig angi að stærra máli sem á sér langa sögu og skýtur reglulega upp kollinum á mismunandi sviðum. Það væri ánægjulegt ef deilurnar um fjölmiðlafrumvarpið myndu einnig kalla fram réttarbót í þessu máli eins og allt bendir til að verði varðandi aukið vægi beins lýðræðis á kostnað fulltrúalýðræðis.
Ef við lítum framhjá fjölmiðlamarkaðinum þá getum við velt því upp í tilefni af þeim lögum sem ríkisstjórnin setti hvort hinum frjálsa markaði eða almenningi með vali sínu sé betur treystandi til að takast á við aukin verkefni á heilbrigðissviði, í skólamálum eða öðrum þáttum þjóðlífsins, sem ríkisvaldið hefur hingað til stýrt með augljósum ágöllum, ef þeim er ekki treystandi til að móta hér heilbrigt og öflugt fjölmiðlaumhverfi. Undanfarna áratugi höfum við verið að feta okkur frá miðstýrðu samfélagi þar sem allt vald hefur legið innan stjórnmálaflokkanna í gegnum tök þeirra á ríkisvaldinu yfir í opnara og lýðræðislegra samfélag að hætti annarra Vesturlanda þar sem stjórnsýslan er ekki aðeins gagnsærri og réttlátari heldur þar sem ákvarðanir eru teknar víðar um samfélagið og vanalega nærri þeim sem njóta þjónustu eða kaupa vöru. Það væri sorglegt ef fjölmiðlalögin mörkuðu stefnubreytingu og lýstu almennri vantrú stjórnvalda á frjálsum markaði.
Við eigum auðvelt með að líta á þau réttindi, frjálsræði og sjálfstæði sem við höfum barist fyrir sem sjálfsagðan hlut. Við erum því sjaldnast vel búinn skyndilegu bakslagi. Þetta eru almenn sannindi og eiga ekki síst við á Íslandi. Það er ákaflega stutt síðan að forræðishyggja íslenskra stjórnvalda hafði svo lamandi áhrif á íslenskt samfélag að því lá við köfnun. Það eymir enn af þeirri hugmynd að við séum þegnar fremur en borgarar. Það eru aðeins fáeinir áratugir síðan þeir sem vildu keyra leigubíl þurftu að fara niður í samgönguráðuneyti til að sanna upp á sig bakveiki eða aðra ágalla sem öftruðu því að þeir gætu stundað almennilega vinnu við raunverulega verðmætasköpun. Að öðrum kosti fengu þeir ekki leyfi til leigubílaaksturs - nema þeir nytu velvildar einhvers stjórnmálaflokksins. Svipaða sögu er að segja af þeim sem vildu reka söluturn. Í dag hljómar þetta fáránlega og við skiljum ekki hvaðan stjórnvöld töldu sig sækja slíkt vald til að ráðgast með líf og lífsbaráttu fólks. En það er svo stutt síðan að þetta var raunveruleikinn á Íslandi að sumir þeirra sem aka leigubílum í dag eða reka sjoppu þurftu að ganga þessa píslargöngu. Og leifar þessarar hugmyndar eru líka enn til staðar innan ríkisvaldsins og stjórnmálaflokkanna sem stýra því, þótt þær hafi blessunarlega verið lengi lítt áberandi. Við þurfum því að vera vakandi þegar þær fara aftur á kreik. Ekki viljum við snúa aftur.
Skoðun

Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið
Arnar Laxdal skrifar

Vönduð vinnubrögð - alltaf!
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar