Nýr utanríkisráðherra í BNA Þórlindur Kjartansson skrifar 17. nóvember 2004 00:01 Ný utanríkisráðherra Bandaríkjanna er af flestum talin vera herskárri og foringjahollari en forveri hennar í embætti Colin Powell. Powell naut ekki stuðnings hennar þegar hann lýsti efasemdum sínum um aðdraganda innrásar Bandaríkjanna í Írak. Þvert á móti er hún í hópi hörðustu stuðningsmanna hernaðaríhlutunar Bandaríkjanna annars staðar í heiminum. Á vef The Economist er rifjað upp að um svipað leyti og Rice skaust fram á sjónarsviðið sem tilvonandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna árið 2000 birtist grein eftir hana í hinu virta tímariti Foreign Affairs. Í þeirri grein fjallar hún um minnkandi vilja Bandaríkjamanna til að beita afli sínu á alþjóðavettvangi og segir að Bandaríkin eigi ekki að skirrast svið að beita herafli til þess að tryggja hagsmuni sína. Samkvæmt þessu telst hún til ný-íhaldsmanna (neo-conservatives) sem prédika eflingu hernaðarmáttar Bandaríkjanna. Í bók Bob Woodward, Bush at War, kemur fram að Rice hafi verið einn allra nánasti ráðgjafi Bush í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Þegar hann tók ákvörðun um að Bandaríkin gerðu ekki greinarmun á ríkjum sem styddu eða skýldu hryðjuverkamönnum ráðfærði hann sig einungis við Rice og Karen Hughes sem þá var helsti ráðunautur Bush í fjölmiðlamálum. Rice er einnig lýst í bók Woodward sem manneskjunni sem gjarnan brúaði bilið á milli harðlínumanna í stjórninni, þar sem Cheney og Rumsfeld fóru fremstir, og hinna varfærnari með Powell í broddi fylkingar. Rice átti í gott trúnaðarsamband við Powell og í þau fáu skipti sem Powell átti kost á að ræða við forsetann án viðveru "haukanna" var Rice undantekningarlítið viðstödd. Þær breytingar sem þegar hafa verið tilkynntar á ráðuneyti Bush benda ekki til þess að forsetinn hafi í hyggju að mýkja stefnu sína - hvorki í utanríkis- eða innanríkismálum. Rice hefur skoðanir sem falla mun betur að stefnu Bush heldur en Powell hafði og því er ósennilegt að nýr utanríkisráðherra muni beina stefnu Bandaríkjamanna í annan farveg. Þeir sem hafa efasemdir um utanríkisstefnu Bandaríkjanna hafa ástæðu til að álykta sem svo að bandamönnum þeirra í Hvíta húsinu hafi fækkað um einn. Þeir sem styðja utanríkisstefnuna ættu hins vegar að fagna valinu á nýjum ráðherra. Þórlindur Kjartansson thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ný utanríkisráðherra Bandaríkjanna er af flestum talin vera herskárri og foringjahollari en forveri hennar í embætti Colin Powell. Powell naut ekki stuðnings hennar þegar hann lýsti efasemdum sínum um aðdraganda innrásar Bandaríkjanna í Írak. Þvert á móti er hún í hópi hörðustu stuðningsmanna hernaðaríhlutunar Bandaríkjanna annars staðar í heiminum. Á vef The Economist er rifjað upp að um svipað leyti og Rice skaust fram á sjónarsviðið sem tilvonandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna árið 2000 birtist grein eftir hana í hinu virta tímariti Foreign Affairs. Í þeirri grein fjallar hún um minnkandi vilja Bandaríkjamanna til að beita afli sínu á alþjóðavettvangi og segir að Bandaríkin eigi ekki að skirrast svið að beita herafli til þess að tryggja hagsmuni sína. Samkvæmt þessu telst hún til ný-íhaldsmanna (neo-conservatives) sem prédika eflingu hernaðarmáttar Bandaríkjanna. Í bók Bob Woodward, Bush at War, kemur fram að Rice hafi verið einn allra nánasti ráðgjafi Bush í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Þegar hann tók ákvörðun um að Bandaríkin gerðu ekki greinarmun á ríkjum sem styddu eða skýldu hryðjuverkamönnum ráðfærði hann sig einungis við Rice og Karen Hughes sem þá var helsti ráðunautur Bush í fjölmiðlamálum. Rice er einnig lýst í bók Woodward sem manneskjunni sem gjarnan brúaði bilið á milli harðlínumanna í stjórninni, þar sem Cheney og Rumsfeld fóru fremstir, og hinna varfærnari með Powell í broddi fylkingar. Rice átti í gott trúnaðarsamband við Powell og í þau fáu skipti sem Powell átti kost á að ræða við forsetann án viðveru "haukanna" var Rice undantekningarlítið viðstödd. Þær breytingar sem þegar hafa verið tilkynntar á ráðuneyti Bush benda ekki til þess að forsetinn hafi í hyggju að mýkja stefnu sína - hvorki í utanríkis- eða innanríkismálum. Rice hefur skoðanir sem falla mun betur að stefnu Bush heldur en Powell hafði og því er ósennilegt að nýr utanríkisráðherra muni beina stefnu Bandaríkjamanna í annan farveg. Þeir sem hafa efasemdir um utanríkisstefnu Bandaríkjanna hafa ástæðu til að álykta sem svo að bandamönnum þeirra í Hvíta húsinu hafi fækkað um einn. Þeir sem styðja utanríkisstefnuna ættu hins vegar að fagna valinu á nýjum ráðherra. Þórlindur Kjartansson thkjart@frettabladid.is
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar