Hvert á að stefna og hver á að stjórna? - Birgir Finnbogason 3. nóvember 2005 06:00 Þeirri staðhæfingu er oft haldið fram að ferskur andblær komi með nýju og ekki síst ungu fólki. Einkum heyrist þetta þegar menn vilja komast til valda og reyna með þessari fullyrðingu að fylkja liði í kringum sig. Víst er það að oft er nauðsynlegt að skipta út forystu, en það verður ávallt að hafa í huga hver tilgangurinn er og hvaða markmiðum á að ná. Að sjálfsögðu þarf sá sem til forystu er valinn að hafa fleiri kosti en þá að vera "nýr" og ungur. Hann þarf að hafa tiltrú samverkamanna sinna og hafa burði til að yfirstíga þær hindranir sem í vegi verða. Því er það ekki alltaf svo að hinn "nýi" og "ferski" leiðtogi sé heppilegastur. Leiðtoginn þarf að hafa hæfileika til að vinna sínum hugmyndum fylgi, hafa traust, geta drifið fólk með sér og hafa styrk til að taka erfiðar ákvarðanir. Leiðtoginn getur ekki alltaf ráðið því hverjir veljast með honum til að stjórna. Það á bæði við þegar hópur fólks er valinn á framboðslista stjórnmálaflokka og einnig á þetta við hjá félögum í einkarekstri. Það er tekist á um það hver eða hverjir fái að draga vagninn og hvaða leiðir eða stefnu skuli taka til að ná settum markmiðum. Samhentur hópur æðstu stjórnenda er líklegri til að ná góðum árangri en ósamstíga hópur sem þarf að una málamiðlunum í mörgum mikilvægum málum. En það að þessir kjörnu aðilar geti unnið saman dugar ekki eitt og sér til að ná settu marki. Það þarf stjórnendur til að framfylgja stefnunni. Stjórnendur sem hafa skilning á þeirri stefnu og markmiðum sem hinir kjörnu aðilar hafa sett. Stundum virðist sem stjórnendum takist ekki að skilja þá stefnu sem hefur verið boðuð, séu ósammála henni eða hafi ekki getu til að framfylgja henni. Þá skiptir máli að þeir sem kjörnir eru til forystunnar greini þá veikleika strax og geri nauðsynlegar breytingar í stjórnendaliði sínu. Þá reynir á hæfni leiðtogans, hvort sem hún byggir á áunninni þekkingu vegna langrar reynslu, lærðri þekkingu eða meðfæddu innsæi. Yfirleitt þvælist það ekki fyrir leiðtogum fyrirtækjum í einkarekstri að taka nauðsynlegar ákvarðanir í þessum efnum. En það virðist oft erfiðara og viðkvæmara þegar um opinbera aðila er að ræða. Því er líklegt að yfirgripsmikil þekking á því umhverfi sem kjörinn fulltrúi til opinbera starfa hefur gefi honum forskot sem eðlilegt er að taka tillit til þegar um val á leiðtoga er að ræða. Höfundur er endurskoðandi og formaður Íþróttafélagsins Fylkis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Þeirri staðhæfingu er oft haldið fram að ferskur andblær komi með nýju og ekki síst ungu fólki. Einkum heyrist þetta þegar menn vilja komast til valda og reyna með þessari fullyrðingu að fylkja liði í kringum sig. Víst er það að oft er nauðsynlegt að skipta út forystu, en það verður ávallt að hafa í huga hver tilgangurinn er og hvaða markmiðum á að ná. Að sjálfsögðu þarf sá sem til forystu er valinn að hafa fleiri kosti en þá að vera "nýr" og ungur. Hann þarf að hafa tiltrú samverkamanna sinna og hafa burði til að yfirstíga þær hindranir sem í vegi verða. Því er það ekki alltaf svo að hinn "nýi" og "ferski" leiðtogi sé heppilegastur. Leiðtoginn þarf að hafa hæfileika til að vinna sínum hugmyndum fylgi, hafa traust, geta drifið fólk með sér og hafa styrk til að taka erfiðar ákvarðanir. Leiðtoginn getur ekki alltaf ráðið því hverjir veljast með honum til að stjórna. Það á bæði við þegar hópur fólks er valinn á framboðslista stjórnmálaflokka og einnig á þetta við hjá félögum í einkarekstri. Það er tekist á um það hver eða hverjir fái að draga vagninn og hvaða leiðir eða stefnu skuli taka til að ná settum markmiðum. Samhentur hópur æðstu stjórnenda er líklegri til að ná góðum árangri en ósamstíga hópur sem þarf að una málamiðlunum í mörgum mikilvægum málum. En það að þessir kjörnu aðilar geti unnið saman dugar ekki eitt og sér til að ná settu marki. Það þarf stjórnendur til að framfylgja stefnunni. Stjórnendur sem hafa skilning á þeirri stefnu og markmiðum sem hinir kjörnu aðilar hafa sett. Stundum virðist sem stjórnendum takist ekki að skilja þá stefnu sem hefur verið boðuð, séu ósammála henni eða hafi ekki getu til að framfylgja henni. Þá skiptir máli að þeir sem kjörnir eru til forystunnar greini þá veikleika strax og geri nauðsynlegar breytingar í stjórnendaliði sínu. Þá reynir á hæfni leiðtogans, hvort sem hún byggir á áunninni þekkingu vegna langrar reynslu, lærðri þekkingu eða meðfæddu innsæi. Yfirleitt þvælist það ekki fyrir leiðtogum fyrirtækjum í einkarekstri að taka nauðsynlegar ákvarðanir í þessum efnum. En það virðist oft erfiðara og viðkvæmara þegar um opinbera aðila er að ræða. Því er líklegt að yfirgripsmikil þekking á því umhverfi sem kjörinn fulltrúi til opinbera starfa hefur gefi honum forskot sem eðlilegt er að taka tillit til þegar um val á leiðtoga er að ræða. Höfundur er endurskoðandi og formaður Íþróttafélagsins Fylkis.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun