Maður, líttu þér nær! 9. nóvember 2005 06:00 Í Fréttablaðinu sunnudaginn 6. nóvember gefur að líta ummæli ríkisskattstjóra, Indriða G. Þorlákssonar, um að verslunin blekki viðskiptavini með því að auglýsa að virðisaukaskattur sé felldur niður af vörum. Hann viðurkennir samt að oft sé tilgreint með minna letri að virðisaukaskattur sé eftir sem áður greiddur af vörunum, en samt sé um blekkingu að ræða. Manni fallast næstum hendur við lestur svona yfirlýsinga. Það er með ólíkindum hvernig sumir menn geta gengið um með augnblöðkur sem varna þeim sjónar á öðru en því sem er beint fyrir framan þá. Ef ríkisskattstjóri hugleiddi ofurlítið hvernig þessi markaðsfærsla hefur orðið til þá myndi hann fljótlega átta sig á því að umrædd háttsemi verslunarinnar er andsvar við siðlausri og óskammfeilinni háttsemi ríkisins í komuversluninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE). Oftast ef ekki alltaf er þess getið, reyndar með smáu letri, að verslanir greiði virðisaukaskatt af þessum tilboðsvörum. Þegar komufarþegar í FLE koma á það svæði sem farangur þeirra kemur inn blasir við þeim gólfauglýsing sem staðhæfir að verð í komuversluninni sé allt að 50 prósent lægra en í Reykjavík. Og hvernig skyldi nú þessi ríkisverslun fara að því að selja vörur svona ódýrt miðað við það að húsnæði, laun og aðrir rekstrarliðir eru vart lægri en í almennri verslun í Reykjavík? Jú, það gerist með því að fella niður tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt á þeim vörum sem þarna eru seldar í samkeppni við innlenda verslun. Hvað heitir þetta í orðasafni ríkisskattstjóra? Getur það verið að ríkisskattstjóri þekki ekki til þessa fyrirkomulags í FLE? Ég ætla honum það ekki og er næstum viss um að hann hefur gengið yfir umrædda auglýsingu eins og svo margir aðrir. Getur verið að öll sú umræða sem hefur farið fram um siðleysi, og jafnvel lögleysi (á það verður látið reyna) sem felst í þessum verslunarrekstri ríkisins hafi farið fram hjá eina æðsta embættismanni ríkisins í skattamálum? Hefur hann ekki orðið var við gagnrýni SVÞ á þetta fyrirkomulag og háttalag starfsmanna umræddrar ríkisverslunar, sem eru í lítt dulbúinni samkeppni um snyrtivörur, raftæki o.fl. við verslun á höfuðborgarsvæðinu? Ég vil benda ríkisskattstjóra á að horfa á bjálkann í eigin auga áður en hann gagnrýnir flísina í augum annarra. Hann verður að axla þá ábyrgð að vera í þessu máli sá sem hlífa ætti fremur en að höggva. Hann er fulltrúi stjórnvalda sem reka komuverslunina og má ekki mæla með klofinni tungu með því annars vegar að hvetja fólk til að greiða ekki skatta af innkaupum sínum og hins vegar að ásaka þá sem á er hallað um að bregðast við með því að draga fram það sem veldur verðmun og nota það í markaðsfærslu sinni. Með því að taka fram, þótt með smáu letri sé, að virðisaukaskattur sé greiddur af viðkomandi tilboðum, er enginn blekktur og reyndar rétt að vekja athygli á því að það stjórnvald sem fylgist með auglýsingum fyrirtækja á markaði, áður Samkeppnisstofnun og nú Neytendastofa, hefur ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við tilvitnaðar auglýsingar verslunarfyrirtækja í Reykjavík. Maður líttu þér nær! Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu sunnudaginn 6. nóvember gefur að líta ummæli ríkisskattstjóra, Indriða G. Þorlákssonar, um að verslunin blekki viðskiptavini með því að auglýsa að virðisaukaskattur sé felldur niður af vörum. Hann viðurkennir samt að oft sé tilgreint með minna letri að virðisaukaskattur sé eftir sem áður greiddur af vörunum, en samt sé um blekkingu að ræða. Manni fallast næstum hendur við lestur svona yfirlýsinga. Það er með ólíkindum hvernig sumir menn geta gengið um með augnblöðkur sem varna þeim sjónar á öðru en því sem er beint fyrir framan þá. Ef ríkisskattstjóri hugleiddi ofurlítið hvernig þessi markaðsfærsla hefur orðið til þá myndi hann fljótlega átta sig á því að umrædd háttsemi verslunarinnar er andsvar við siðlausri og óskammfeilinni háttsemi ríkisins í komuversluninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE). Oftast ef ekki alltaf er þess getið, reyndar með smáu letri, að verslanir greiði virðisaukaskatt af þessum tilboðsvörum. Þegar komufarþegar í FLE koma á það svæði sem farangur þeirra kemur inn blasir við þeim gólfauglýsing sem staðhæfir að verð í komuversluninni sé allt að 50 prósent lægra en í Reykjavík. Og hvernig skyldi nú þessi ríkisverslun fara að því að selja vörur svona ódýrt miðað við það að húsnæði, laun og aðrir rekstrarliðir eru vart lægri en í almennri verslun í Reykjavík? Jú, það gerist með því að fella niður tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt á þeim vörum sem þarna eru seldar í samkeppni við innlenda verslun. Hvað heitir þetta í orðasafni ríkisskattstjóra? Getur það verið að ríkisskattstjóri þekki ekki til þessa fyrirkomulags í FLE? Ég ætla honum það ekki og er næstum viss um að hann hefur gengið yfir umrædda auglýsingu eins og svo margir aðrir. Getur verið að öll sú umræða sem hefur farið fram um siðleysi, og jafnvel lögleysi (á það verður látið reyna) sem felst í þessum verslunarrekstri ríkisins hafi farið fram hjá eina æðsta embættismanni ríkisins í skattamálum? Hefur hann ekki orðið var við gagnrýni SVÞ á þetta fyrirkomulag og háttalag starfsmanna umræddrar ríkisverslunar, sem eru í lítt dulbúinni samkeppni um snyrtivörur, raftæki o.fl. við verslun á höfuðborgarsvæðinu? Ég vil benda ríkisskattstjóra á að horfa á bjálkann í eigin auga áður en hann gagnrýnir flísina í augum annarra. Hann verður að axla þá ábyrgð að vera í þessu máli sá sem hlífa ætti fremur en að höggva. Hann er fulltrúi stjórnvalda sem reka komuverslunina og má ekki mæla með klofinni tungu með því annars vegar að hvetja fólk til að greiða ekki skatta af innkaupum sínum og hins vegar að ásaka þá sem á er hallað um að bregðast við með því að draga fram það sem veldur verðmun og nota það í markaðsfærslu sinni. Með því að taka fram, þótt með smáu letri sé, að virðisaukaskattur sé greiddur af viðkomandi tilboðum, er enginn blekktur og reyndar rétt að vekja athygli á því að það stjórnvald sem fylgist með auglýsingum fyrirtækja á markaði, áður Samkeppnisstofnun og nú Neytendastofa, hefur ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við tilvitnaðar auglýsingar verslunarfyrirtækja í Reykjavík. Maður líttu þér nær! Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun