Þegar stórt er spurt... 17. nóvember 2005 06:00 Fyrir um mánuði sendi Röskva öllum alþingismönnum bréf þar sem sýn Röskvu á háskólann og málefni stúdenta var lýst. Auk þess voru lagðar fyrir þingmennina fimm spurningar. Þeir voru spurðir um afstöðu þeirra til skólagjalda, fjöldatakmarkana, námslána, stúdentakjara á heilbrigðisþjónustu og hvort þeir hyggðjast beita sér fyrir því að flokkur þeirra móti sér heildstæða stefnu um fyrrnefnd atriði. Skemmst er frá því að segja að aðeins einn þingmaður svaraði um hæl, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, og var svar hennar birt á heimasíðu Röskvu 13. október síðastliðinn. Þar vísar Ingibjörg á mennta- og menningarmálahóp Samfylkingarinnar og biður okkur að leita til þeirra með einstök málefni en bætir við að jafnframt komi það "þó auðvitað ekki í veg fyrir að einstakir þingmenn svari ykkur ef þeim sýnist svo". Eftir að hafa ítrekað gengið eftir svörum og boðið alþingismönnum til fundar bárust loks svör frá tveimur stjórnarandstöðuflokkanna, Samfylkingu og vinstri grænum, fyrr í vikunni. Þingmenn hinna flokkanna hafa enn ekki svarað spurningum Röskvu. Spurningarnar fjalla þó einvörðungu um málefni sem skipta stúdenta miklu máli. Má ótrúlegt telja að þingmenn hafi ekki velt þeim fyrir sér og sjái ekki ástæðu til þess að svara þeim, jafnvel þó að á eftir því sé gengið. Tilgangur Röskvu með bréfsendingunni til þingmanna var ekki að kynna sér stefnur flokkanna í menntamálum. Þær þekkjum við vel og auðvelt er að nálgast slíkar almennar upplýsingar á heimasíðum flokkanna. Við vildum hins vegar vita hvort og hvernig þingmennirnir hugsa almennt um Háskóla íslands og hvort þeir hafi myndað sér skoðun á því hvernig eigi að taka á málefnum hans. Það dugir ekki að leggja til fína menntastefnu ef enginn áhugi er á að framkvæma hana. Eru stefnurnar málamiðlunarsúpa matreidd fyrir hvern sem vill smakka – eða er hún vel ígrunduð á grunni þeirrar hugmyndafræði sem flokksmenn og þingmenn standa fyrir, með stúdenta og framtíðarsýn að leiðarljósi? Stór meirihluti þingmanna Alþingis er útskrifaður frá Háskóla Íslands. Sumir eru þakklátir fyrir að hafa fengið þetta einstaka tækifæri til menntunar, aðrir segja að eftir útskrift horfi hlutirnir öðruvísi við og skólagjöld séu orðin fýsilegri. Hvort heldur sem er telur Röskva að alþingismenn eigi að sýna þjóðskólanum og stúdentum sem þar nema áhuga og tilskylda virðingu með því að gera grein fyrir afstöðu sinni. Röskva stendur fyrir hádegisfundi í dag þar sem þingmenn munu sitja fyrir svörum um spurningar bréfsins.Fundurinn fer fram í Lögbergi og hefst klukkan 12.20. Höfundur er formaður Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir um mánuði sendi Röskva öllum alþingismönnum bréf þar sem sýn Röskvu á háskólann og málefni stúdenta var lýst. Auk þess voru lagðar fyrir þingmennina fimm spurningar. Þeir voru spurðir um afstöðu þeirra til skólagjalda, fjöldatakmarkana, námslána, stúdentakjara á heilbrigðisþjónustu og hvort þeir hyggðjast beita sér fyrir því að flokkur þeirra móti sér heildstæða stefnu um fyrrnefnd atriði. Skemmst er frá því að segja að aðeins einn þingmaður svaraði um hæl, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, og var svar hennar birt á heimasíðu Röskvu 13. október síðastliðinn. Þar vísar Ingibjörg á mennta- og menningarmálahóp Samfylkingarinnar og biður okkur að leita til þeirra með einstök málefni en bætir við að jafnframt komi það "þó auðvitað ekki í veg fyrir að einstakir þingmenn svari ykkur ef þeim sýnist svo". Eftir að hafa ítrekað gengið eftir svörum og boðið alþingismönnum til fundar bárust loks svör frá tveimur stjórnarandstöðuflokkanna, Samfylkingu og vinstri grænum, fyrr í vikunni. Þingmenn hinna flokkanna hafa enn ekki svarað spurningum Röskvu. Spurningarnar fjalla þó einvörðungu um málefni sem skipta stúdenta miklu máli. Má ótrúlegt telja að þingmenn hafi ekki velt þeim fyrir sér og sjái ekki ástæðu til þess að svara þeim, jafnvel þó að á eftir því sé gengið. Tilgangur Röskvu með bréfsendingunni til þingmanna var ekki að kynna sér stefnur flokkanna í menntamálum. Þær þekkjum við vel og auðvelt er að nálgast slíkar almennar upplýsingar á heimasíðum flokkanna. Við vildum hins vegar vita hvort og hvernig þingmennirnir hugsa almennt um Háskóla íslands og hvort þeir hafi myndað sér skoðun á því hvernig eigi að taka á málefnum hans. Það dugir ekki að leggja til fína menntastefnu ef enginn áhugi er á að framkvæma hana. Eru stefnurnar málamiðlunarsúpa matreidd fyrir hvern sem vill smakka – eða er hún vel ígrunduð á grunni þeirrar hugmyndafræði sem flokksmenn og þingmenn standa fyrir, með stúdenta og framtíðarsýn að leiðarljósi? Stór meirihluti þingmanna Alþingis er útskrifaður frá Háskóla Íslands. Sumir eru þakklátir fyrir að hafa fengið þetta einstaka tækifæri til menntunar, aðrir segja að eftir útskrift horfi hlutirnir öðruvísi við og skólagjöld séu orðin fýsilegri. Hvort heldur sem er telur Röskva að alþingismenn eigi að sýna þjóðskólanum og stúdentum sem þar nema áhuga og tilskylda virðingu með því að gera grein fyrir afstöðu sinni. Röskva stendur fyrir hádegisfundi í dag þar sem þingmenn munu sitja fyrir svörum um spurningar bréfsins.Fundurinn fer fram í Lögbergi og hefst klukkan 12.20. Höfundur er formaður Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við HÍ.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun