Stjórnarformaður vill milljarð 1. febrúar 2005 00:01 Herdís Á. Sæmundardóttir, varaþingmaður og formaður stjórnar Byggðastofnunnar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að ríkisstjórninni verði falið að veita einum milljarði króna til Byggðastofnunar. Ef tillagan nær fram að ganga getur eiginfé stofnunarinnar batnað um allt að rúman þriðjung en eigiðfé stofnunarinnar er í dag um 1,6 milljarðar króna. Útlánaheimildir stofnunarinnar nema nú 2,7 milljarða króna en óljóst er hvort þær verða nýttar að fullu á þessu ári. Verulegar uppgreiðslur hafa verið hjá Byggðastofnun en ekki er vitað nákvæmlega hversu miklar þær eru. "Tekjur okkar hafa dregist saman. Þessi breyting á fjármagnsmarkaði hefur komið okkur í klípu því að traustari lántakendur hafa greitt upp lán sín og eftir sitja lántakendur sem hafa ekki jafn traustan fjárhag. Bankarnir vilja þessi fyrirtæki ekki í viðskipti," segir Herdís Á. Sæmundardóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar. Byggðastofnun ber samkvæmt lögum að varðveita eiginfé sitt að raungildi. Ef Byggðastofnun fær milljarðinn styrkir það eiginfjárstöðu stofnunarinnar auk þess stofnunin fái bolmagn til að fylgja eftir átaksverkefnum, taka þátt í nýjum verkefnum og efla nýsköpun og atvinnuþróun á landsbyggðinni. "Við höfum líka verið að glíma við útlánatöp í ýmsum greinum á undanförnum árum," segir hún. Spurð um það hvort Byggðastofnun sé orðin tímaskekkja kveðst Herdís telja tímabært að skoða stoðkerfi atvinnulífsins. Pétur Blöndal alþingismaður segist margoft hafa lagt til að Byggðastofnun verði lögð niður. Hann kveðst alfarið á móti þingsályktunartillögu Herdísar. Hann telur að styrk- og lánveitingar Byggðastofnunar virki eins og eiturlyf í byggðarlögum landsins því að það frestar því að tekið sé á vandanum og gefi mynd af góðri stöðu sem ekki er til staðar. Atvinnugreinar verði enn háðari ríkisstyrkjum og þetta geti verið mjög skaðlegt fyrir vel rekin fyrirtæki, sem þurfa að keppa við styrkt fyrirtæki, og landsbyggðina í heild sinni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Sjá meira
Herdís Á. Sæmundardóttir, varaþingmaður og formaður stjórnar Byggðastofnunnar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að ríkisstjórninni verði falið að veita einum milljarði króna til Byggðastofnunar. Ef tillagan nær fram að ganga getur eiginfé stofnunarinnar batnað um allt að rúman þriðjung en eigiðfé stofnunarinnar er í dag um 1,6 milljarðar króna. Útlánaheimildir stofnunarinnar nema nú 2,7 milljarða króna en óljóst er hvort þær verða nýttar að fullu á þessu ári. Verulegar uppgreiðslur hafa verið hjá Byggðastofnun en ekki er vitað nákvæmlega hversu miklar þær eru. "Tekjur okkar hafa dregist saman. Þessi breyting á fjármagnsmarkaði hefur komið okkur í klípu því að traustari lántakendur hafa greitt upp lán sín og eftir sitja lántakendur sem hafa ekki jafn traustan fjárhag. Bankarnir vilja þessi fyrirtæki ekki í viðskipti," segir Herdís Á. Sæmundardóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar. Byggðastofnun ber samkvæmt lögum að varðveita eiginfé sitt að raungildi. Ef Byggðastofnun fær milljarðinn styrkir það eiginfjárstöðu stofnunarinnar auk þess stofnunin fái bolmagn til að fylgja eftir átaksverkefnum, taka þátt í nýjum verkefnum og efla nýsköpun og atvinnuþróun á landsbyggðinni. "Við höfum líka verið að glíma við útlánatöp í ýmsum greinum á undanförnum árum," segir hún. Spurð um það hvort Byggðastofnun sé orðin tímaskekkja kveðst Herdís telja tímabært að skoða stoðkerfi atvinnulífsins. Pétur Blöndal alþingismaður segist margoft hafa lagt til að Byggðastofnun verði lögð niður. Hann kveðst alfarið á móti þingsályktunartillögu Herdísar. Hann telur að styrk- og lánveitingar Byggðastofnunar virki eins og eiturlyf í byggðarlögum landsins því að það frestar því að tekið sé á vandanum og gefi mynd af góðri stöðu sem ekki er til staðar. Atvinnugreinar verði enn háðari ríkisstyrkjum og þetta geti verið mjög skaðlegt fyrir vel rekin fyrirtæki, sem þurfa að keppa við styrkt fyrirtæki, og landsbyggðina í heild sinni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent