Staða borgarsjóðs breytist hratt 23. mars 2005 00:01 R-listinn taldi útsvarshækkun um áramótin nauðsynlega til að bæta erfiðan fjárhag borgarsjóðs. Nú, aðeins þremur mánuðum síðar, er svigrúm til að lofa gjaldfrjálsum leikskóla. Kostnaður við það er álíka mikill og sem nemur útsvarshækkuninni. Af stærri sveitarfélögum var það Reykjavíkurborg sem hækkaði skatta mest á þegna sína með hækkun útsvars um 0,33 prósentustig. Útsvarshækkun borgarinnar um síðustu áramót er drjúg fyrir meðalheimili. Þannig þurfa hjón með meðaltekjur að greiða um 40 þúsund krónum hærri skatta á þessu ári en annars hefði orðið. Borgin hugðist einnig hækka álagningarprósentu fasteignaskatta en féll frá því þar sem verðhækkanir fasteigna einar sér leiða til nærri eins milljarðs króna tekjuauka fyrir borgina af fasteignasköttum milli ára. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagði fyrir þremur mánuðum, til að réttlæta auknar álögur á borgarbúa, að nýverið hefði verið samið við grunnskólakennara og sá samningur hefði kostað borgarsjóð um einn milljarð. Þá væri gert ráð fyrir að greiða niður skuldir borgarinnar um einn og hálfan milljarð króna þannig að ekki veitti af hverri krónu í borgarsjóð. Þegar borgarstjórinn kynnti áform um gjaldfrjálsan leikskóla í síðustu viku var komið annað hljóð í strokkinn. Nú sá borgarstjóri nóg af peningum í borgarsjóði til að greiða niður leikskólagjöld. Steinunn sagði að borð væri fyrir báru og rekstur Reykjavíkurborgar væri í jafnvægi. Það sýndi einnig trausta fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar að stíga þetta skref. Áætlað er að hækkun útsvarsins skili Reykjavíkurborg 740 milljóna króna viðbótarsköttum á ári. Í fréttatilkynningu borgarstjóra í síðustu viku vegna gjaldfrjáls leikskóla kemur fram að kostnaðarauki er áætlaður 846 milljónir króna á ári en þetta á koma í áföngum á nokkrum árum. Nú vaknar sú spurning: Var verið að gabba fólk þegar erfið fjárhagssjóðs var notuð til að réttlæta skattahækkun? Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Sjá meira
R-listinn taldi útsvarshækkun um áramótin nauðsynlega til að bæta erfiðan fjárhag borgarsjóðs. Nú, aðeins þremur mánuðum síðar, er svigrúm til að lofa gjaldfrjálsum leikskóla. Kostnaður við það er álíka mikill og sem nemur útsvarshækkuninni. Af stærri sveitarfélögum var það Reykjavíkurborg sem hækkaði skatta mest á þegna sína með hækkun útsvars um 0,33 prósentustig. Útsvarshækkun borgarinnar um síðustu áramót er drjúg fyrir meðalheimili. Þannig þurfa hjón með meðaltekjur að greiða um 40 þúsund krónum hærri skatta á þessu ári en annars hefði orðið. Borgin hugðist einnig hækka álagningarprósentu fasteignaskatta en féll frá því þar sem verðhækkanir fasteigna einar sér leiða til nærri eins milljarðs króna tekjuauka fyrir borgina af fasteignasköttum milli ára. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagði fyrir þremur mánuðum, til að réttlæta auknar álögur á borgarbúa, að nýverið hefði verið samið við grunnskólakennara og sá samningur hefði kostað borgarsjóð um einn milljarð. Þá væri gert ráð fyrir að greiða niður skuldir borgarinnar um einn og hálfan milljarð króna þannig að ekki veitti af hverri krónu í borgarsjóð. Þegar borgarstjórinn kynnti áform um gjaldfrjálsan leikskóla í síðustu viku var komið annað hljóð í strokkinn. Nú sá borgarstjóri nóg af peningum í borgarsjóði til að greiða niður leikskólagjöld. Steinunn sagði að borð væri fyrir báru og rekstur Reykjavíkurborgar væri í jafnvægi. Það sýndi einnig trausta fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar að stíga þetta skref. Áætlað er að hækkun útsvarsins skili Reykjavíkurborg 740 milljóna króna viðbótarsköttum á ári. Í fréttatilkynningu borgarstjóra í síðustu viku vegna gjaldfrjáls leikskóla kemur fram að kostnaðarauki er áætlaður 846 milljónir króna á ári en þetta á koma í áföngum á nokkrum árum. Nú vaknar sú spurning: Var verið að gabba fólk þegar erfið fjárhagssjóðs var notuð til að réttlæta skattahækkun?
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent