Sótt að bloggurum Þórlindur Kjartansson skrifar 30. mars 2005 00:01 Bloggarar í Bandaríkjunum hafa á síðustu vikum staðið í háværum mótmælum vegna tillagna sem takmarkað geta óhefta útgáfu skoðana á netinu. Stofnunin, sem sér um að lögum um kosningar og starfsem stjórnmálaflokka sé framfylgt (Federal Elections Committee) hefur unnið að nýjum tillögum þar sem reynt er að horfast í augu við þann veruleika að fjölmiðlun hefur tekið stakkaskiptum með tilkomu internetsins. Lög um kosningar í Bandaríkjunum eru flókin og reglur um fjárframlög og pólitískar auglýsingar eru umfangsmiklar. Þar þarf að gefa upp nánast hverja krónu sem látin er af hendi til stjórnmálaflokka eða í kosningabaráttur og ákveðin hámörk eru í gildi varðandi hversu miklu má eyða í kosningum og hvenrig verja megi þeim fjármunum sem frambjóðendur þiggja frá hinu opinbera í kosningabaráttunni. Kosningarnar í Bandaríkjunum síðasta haust voru hinar fyrstu þar sem netið og sérstaklega bloggsíður eru talin hafa skipt raunverulegu máli. Þessi staðreynd, auk þess að Demókratar telja að bloggheimurinn hafi í heild verið þeim óvilhallur, varð til þess að FEC skoðaði sérstaklega netið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri annað hægt en að setja einhvers konar reglur. Þegar fyrstu drög þessara reglna litu dagsins ljós varð uppi fótur og fit enda ljóst að embættismennirnir höfðu annað hvort í hyggju að reyna að kæfa málfrelsi á netinu eða bjuggu yfir stórkostlegri vanþekkingu á eðli netsins. Tillögurnar fólu meðal í sér að opinbert eftirlit yrði haft með vefsíðum sem taldar eru styðja við tiltekna frambjóðendur eða birta umfjöllun vilhalla stjórnmálamönnum eða stjórnmálaflokkum. Reglurnar ná aðeins til þeirra sem reka síður þar sem menn fá greitt fyrir skrif sín, birta auglýsingar á vefjum sínum eða reka vefsíður í samvinnu við aðra. Þetta er þó ekki skýrt orðað í upprunalegum tillögum og því má auðveldlega álykta sem svo að allar vefsíður þar sem fleiri en einn skrifa yrðu háðar opinberu eftirliti. Á Íslandi hefði þetta til að mynda í för með sér að allar pólitískar vefsíður sem reknar eru af hópum, svo sem Múrinn (murinn.is), Vef-Þjóðvíljinn (andriki.is), Deiglan (deiglan.com), Tíkin (tikin.is) og Skoðun (skodun.is) yrðu að lúta opinberu eftirliti - og ef einhverja pólitík mætti lesa úr síðu á borð við kallarnir.is - þar sem margir skrifa - þá myndu þær einnig falla undir lögin. Það sýnir ef til vill best hversu fáránlegar reglurnar eru að undanþágurnar eru þær að vefsíður þar sem gestir eru færri en fimm hundruð á mánuði, eða eru læstar þannig að menn þurfi lykilorð til að komast inn, féllu ekki undir reglurnar. Fullyrða má að engin þeirra íslensku vefsíðna sem nefndar voru hér að framan myndu uppfylla þessi skilyrðu jafnvel þótt markaðurinn á Íslandi sé ekki nema einn þúsundasti af þeim bandaríska. Óheft málfrelsi hefur aldrei í sögunni verið raunhæft fyrr en með tilkomu internetsins. Áður fyrr þjónuðu fjölmiðlar hlutverki hliðvarðar til almennings því ekki gat hver sem er komið sjónarmiðum sínum á framfæri í gegnum fjölmiðla. Með netinu er þetta allt breytt því nú getur hver sem er náð sambandi við hvern sem er án nokkurrar fyrirhafnar. Þetta er veruleiki sem fellur illa að heimmsmynd þeirra sem telja lausn alls vanda vera reglugerðir fremur en almenna skynsemi. Flest rök fyrir takmörkunum í fjölmiðlun eiga við allt annan veruleika en þann sem við búum við í dag. Ólíkt öllum öðrum leiðum til tjáskipta kostar nákvæmlega ekki neitt að gefa út efni á netinu. Ólíkt dagblaði þarf hvorki að prenta netið eða dreifa því í pósthólf og netið ferðast heldur ekki um loftið með rafsegulbylgjum eins og sjónvarp gerði fyrir daga starfrænna útsendinga. Þessar gömlu aðferðir kosta peninga auk þess sem útsendingar á rafsegulbylgjum eru takmörkuð auðlind þar ekki rúmast óendanlega margar útsendingar. Þessi gamli veruleiki var röskemd fyrir ýsmum takmörkunum í fjölmiðlun og þeir sem alist hafa uppi við þær aðstæður vilja gjarnan yfirfæra gamlar reglur yfir á hið nýja þótt grundvallarröksemdin sé fallin. Þannig verða til reglur sem byggjast á því að höftum á frelsi er viðhaldið þótt röksemdirnar séu fallnar. Hugmyndir manna um takmarkanir á útsendingum útvarps byggðust á þeirri staðreynd sem þá var uppi að fleiri vildu senda út en pláss var fyrir. Við slíkar aðstæður var eðlilegt að leikreglur væru settar. Þegar hins vegar plássið er óþrjótandi er ekki hægt að réttlæta slíkar reglur því eina röksemdin fyrir slíkri heftingu er að hefta útbreiðslu skoðana - og það eru vonandi flestir sammála um að það sé ekki lögmætt eða eðlilegt markmið í laga- og reglugerðarsetningu.Þórlindur Kjartansson - thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Bloggarar í Bandaríkjunum hafa á síðustu vikum staðið í háværum mótmælum vegna tillagna sem takmarkað geta óhefta útgáfu skoðana á netinu. Stofnunin, sem sér um að lögum um kosningar og starfsem stjórnmálaflokka sé framfylgt (Federal Elections Committee) hefur unnið að nýjum tillögum þar sem reynt er að horfast í augu við þann veruleika að fjölmiðlun hefur tekið stakkaskiptum með tilkomu internetsins. Lög um kosningar í Bandaríkjunum eru flókin og reglur um fjárframlög og pólitískar auglýsingar eru umfangsmiklar. Þar þarf að gefa upp nánast hverja krónu sem látin er af hendi til stjórnmálaflokka eða í kosningabaráttur og ákveðin hámörk eru í gildi varðandi hversu miklu má eyða í kosningum og hvenrig verja megi þeim fjármunum sem frambjóðendur þiggja frá hinu opinbera í kosningabaráttunni. Kosningarnar í Bandaríkjunum síðasta haust voru hinar fyrstu þar sem netið og sérstaklega bloggsíður eru talin hafa skipt raunverulegu máli. Þessi staðreynd, auk þess að Demókratar telja að bloggheimurinn hafi í heild verið þeim óvilhallur, varð til þess að FEC skoðaði sérstaklega netið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri annað hægt en að setja einhvers konar reglur. Þegar fyrstu drög þessara reglna litu dagsins ljós varð uppi fótur og fit enda ljóst að embættismennirnir höfðu annað hvort í hyggju að reyna að kæfa málfrelsi á netinu eða bjuggu yfir stórkostlegri vanþekkingu á eðli netsins. Tillögurnar fólu meðal í sér að opinbert eftirlit yrði haft með vefsíðum sem taldar eru styðja við tiltekna frambjóðendur eða birta umfjöllun vilhalla stjórnmálamönnum eða stjórnmálaflokkum. Reglurnar ná aðeins til þeirra sem reka síður þar sem menn fá greitt fyrir skrif sín, birta auglýsingar á vefjum sínum eða reka vefsíður í samvinnu við aðra. Þetta er þó ekki skýrt orðað í upprunalegum tillögum og því má auðveldlega álykta sem svo að allar vefsíður þar sem fleiri en einn skrifa yrðu háðar opinberu eftirliti. Á Íslandi hefði þetta til að mynda í för með sér að allar pólitískar vefsíður sem reknar eru af hópum, svo sem Múrinn (murinn.is), Vef-Þjóðvíljinn (andriki.is), Deiglan (deiglan.com), Tíkin (tikin.is) og Skoðun (skodun.is) yrðu að lúta opinberu eftirliti - og ef einhverja pólitík mætti lesa úr síðu á borð við kallarnir.is - þar sem margir skrifa - þá myndu þær einnig falla undir lögin. Það sýnir ef til vill best hversu fáránlegar reglurnar eru að undanþágurnar eru þær að vefsíður þar sem gestir eru færri en fimm hundruð á mánuði, eða eru læstar þannig að menn þurfi lykilorð til að komast inn, féllu ekki undir reglurnar. Fullyrða má að engin þeirra íslensku vefsíðna sem nefndar voru hér að framan myndu uppfylla þessi skilyrðu jafnvel þótt markaðurinn á Íslandi sé ekki nema einn þúsundasti af þeim bandaríska. Óheft málfrelsi hefur aldrei í sögunni verið raunhæft fyrr en með tilkomu internetsins. Áður fyrr þjónuðu fjölmiðlar hlutverki hliðvarðar til almennings því ekki gat hver sem er komið sjónarmiðum sínum á framfæri í gegnum fjölmiðla. Með netinu er þetta allt breytt því nú getur hver sem er náð sambandi við hvern sem er án nokkurrar fyrirhafnar. Þetta er veruleiki sem fellur illa að heimmsmynd þeirra sem telja lausn alls vanda vera reglugerðir fremur en almenna skynsemi. Flest rök fyrir takmörkunum í fjölmiðlun eiga við allt annan veruleika en þann sem við búum við í dag. Ólíkt öllum öðrum leiðum til tjáskipta kostar nákvæmlega ekki neitt að gefa út efni á netinu. Ólíkt dagblaði þarf hvorki að prenta netið eða dreifa því í pósthólf og netið ferðast heldur ekki um loftið með rafsegulbylgjum eins og sjónvarp gerði fyrir daga starfrænna útsendinga. Þessar gömlu aðferðir kosta peninga auk þess sem útsendingar á rafsegulbylgjum eru takmörkuð auðlind þar ekki rúmast óendanlega margar útsendingar. Þessi gamli veruleiki var röskemd fyrir ýsmum takmörkunum í fjölmiðlun og þeir sem alist hafa uppi við þær aðstæður vilja gjarnan yfirfæra gamlar reglur yfir á hið nýja þótt grundvallarröksemdin sé fallin. Þannig verða til reglur sem byggjast á því að höftum á frelsi er viðhaldið þótt röksemdirnar séu fallnar. Hugmyndir manna um takmarkanir á útsendingum útvarps byggðust á þeirri staðreynd sem þá var uppi að fleiri vildu senda út en pláss var fyrir. Við slíkar aðstæður var eðlilegt að leikreglur væru settar. Þegar hins vegar plássið er óþrjótandi er ekki hægt að réttlæta slíkar reglur því eina röksemdin fyrir slíkri heftingu er að hefta útbreiðslu skoðana - og það eru vonandi flestir sammála um að það sé ekki lögmætt eða eðlilegt markmið í laga- og reglugerðarsetningu.Þórlindur Kjartansson - thkjart@frettabladid.is
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar