Keflavík vinnur titilinn 31. mars 2005 00:01 Fyrsta viðureign Keflavík og Snæfells í lokaúrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik fer fram í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Þessi sömu lið áttust við í úrslitum í fyrra en eftir að Snæfell hafði unnið fyrsta leikinn, vann Keflavíkurhraðlestin þrjá leiki í röð og stóð uppi sem Íslandsmeistari. Vísir fékk Friðrik Inga Rúnarsson, fyrrum landsliðsþjálfara og körfuboltaspeking, til að spá í viðureign kvöldsins. "Ég held að þetta séu tvö allra bestu lið deildarinnar og engin tilviljun að þau sé komin í úrslit. Ég held líka að það sé körfuboltanum til góðs að þessi lið séu að mætast á nýjan leik en eins og margir muna þá mættust þau í fyrra," sagði Friðrik. "Keflvíkingar sýndu í síðasta leik að þeir eru afar sterkir og þá sérstaklega hvað liðsheildina snertir. Það er sama hvaða leikmaður kemur inn á völlinn, það eru allir sem einn tilbúnir í slaginn." "Það sama má segja um Snæfellinga en þeir sýndu það líka í úrslitakeppninni að þeir eru sterkir. Snæfell tapaði fyrsta leiknum á móti KR en er síðan búið að vinna 5 leiki í röð. Það er náttúrulega styrkur og lofar góðu," bætti Friðrik við. Að sögn Friðriks er Calvin Clemmons, leikmaður Snæfells, stórt spurningarmerki fyrir liðið. "Hann er geysilega sterkur líkamlega og það er spurning hvort það geti nýst honum varnarlega gegn Anthony Glover. Sóknarlega hefur leikur hans verið frekar tilviljanakenndur og ef það heldur áfram mun það kosta sitt fyrir Snæfell. Styrkur Glover er auðvitað sóknarleikurinn en ekki sá þekktasti fyrir varnarleikinn þó svo að hann frákasti ágætlega. Enn sem komið er hef ég ekki séð líkamlega sterkari mann en Glover í deildinni í vetur. Þetta er ákveðin áskorun fyrir Clemmons að stíga upp og valda usla." Friðrik segir Mike Ames hafa komið sér skemmtilega á óvart en hann segist hafa búist við að Ames væri eingöngu skotmaður og lítið meira en það. "Hann á meira í pokahorninu en bara skotin og ég reikna með því að eftir því sem ég hef séð að hann er mjög skynsamur leikmaður sem skiptir gríðarlegu máli gegn pressuvörn Keflvíkinga. Hann og Pálmi Freyr Sigurgeirsson munu hljóta eldskírn í úrslitakeppninni í kvöld og munu Keflvíkingar athuga hvar þeir standa gagnvart pressuvörninni." Friðrik telur litlar líkur á að Keflavík tapi fleiri leikjum á heimavelli í úrslitakeppninni. "Keflvíkingar vinna leikinn gegn Snæfelli í kvöld og ég held að ÍR-ingarnir hafi tekið eina leikinn í Sláturhúsinu sem Keflavík tapar í úrslitakeppninni. Keflvíkingar reyna að pressa framarlega og reyna að hleypa leiknum í smá fjör. Það er líka lykilatriði fyrir Keflavík að liðið komi öllum sínum mönnum inn í leikinn." Mikið hefur verið rætt og ritað um dómgæsluna í úrslitakeppninni og þá sérstaklega í viðureignum Keflavíkur og ÍR. Friðrik vildi ekki meina að hallað hefði á ÍR-inganna í fjórða leiknum í Seljaskóla. "Ef tekið er mið af þeim leik þá er ekki hægt að tala um það að Keflavík hafi komist upp með að vera grófir. Keflvíkingar voru gríðarlega harðir í horn að taka og gríðarlega duglegir að yfirdekka sendingar en mjög langt frá því að vera grófir." "Rusl-tal" og önnur eins skemmtilegheit er eitthvað sem fylgir íþróttinni og þá sérstaklega þegar í úrslitin er komið. "ÍR-ingarnir hafa kannski verið gramir yfir því að Keflvíkingar hafi verið grófir í talsmáta en þar er efstur á blaði Nick Bradford. Hann er algjör sálfræðingur á vellinum og annað hvort elskaður eða hataður. Það er ekkert lið né þjálfari sem myndi ekki vilja hafa Bradford innan sinna raða. Ég vil líka benda á það að það eru miklir jaxlar í ÍR-liðinu sem kalla ekki allt ömmu sína og varalesarar hefðu komist í feitt hefðu þeir athugað sumar setningar sem fóru af vörum ÍR-inga. En ég kvarta ekki undan þessu, þetta er harka og fjör og það er þekkt alls staðar í veröldinni að það verður meiri hasar þegar í úrslitakeppnina er komið. Ef svo væri ekki, gætum við bara sleppt henni," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson sem hallaðist að því að Keflvíkingar myndu standa uppi sem Íslandsmeistarar eftir fjóra til fimm leikja seríu. Körfubolti Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Sjá meira
Fyrsta viðureign Keflavík og Snæfells í lokaúrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik fer fram í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Þessi sömu lið áttust við í úrslitum í fyrra en eftir að Snæfell hafði unnið fyrsta leikinn, vann Keflavíkurhraðlestin þrjá leiki í röð og stóð uppi sem Íslandsmeistari. Vísir fékk Friðrik Inga Rúnarsson, fyrrum landsliðsþjálfara og körfuboltaspeking, til að spá í viðureign kvöldsins. "Ég held að þetta séu tvö allra bestu lið deildarinnar og engin tilviljun að þau sé komin í úrslit. Ég held líka að það sé körfuboltanum til góðs að þessi lið séu að mætast á nýjan leik en eins og margir muna þá mættust þau í fyrra," sagði Friðrik. "Keflvíkingar sýndu í síðasta leik að þeir eru afar sterkir og þá sérstaklega hvað liðsheildina snertir. Það er sama hvaða leikmaður kemur inn á völlinn, það eru allir sem einn tilbúnir í slaginn." "Það sama má segja um Snæfellinga en þeir sýndu það líka í úrslitakeppninni að þeir eru sterkir. Snæfell tapaði fyrsta leiknum á móti KR en er síðan búið að vinna 5 leiki í röð. Það er náttúrulega styrkur og lofar góðu," bætti Friðrik við. Að sögn Friðriks er Calvin Clemmons, leikmaður Snæfells, stórt spurningarmerki fyrir liðið. "Hann er geysilega sterkur líkamlega og það er spurning hvort það geti nýst honum varnarlega gegn Anthony Glover. Sóknarlega hefur leikur hans verið frekar tilviljanakenndur og ef það heldur áfram mun það kosta sitt fyrir Snæfell. Styrkur Glover er auðvitað sóknarleikurinn en ekki sá þekktasti fyrir varnarleikinn þó svo að hann frákasti ágætlega. Enn sem komið er hef ég ekki séð líkamlega sterkari mann en Glover í deildinni í vetur. Þetta er ákveðin áskorun fyrir Clemmons að stíga upp og valda usla." Friðrik segir Mike Ames hafa komið sér skemmtilega á óvart en hann segist hafa búist við að Ames væri eingöngu skotmaður og lítið meira en það. "Hann á meira í pokahorninu en bara skotin og ég reikna með því að eftir því sem ég hef séð að hann er mjög skynsamur leikmaður sem skiptir gríðarlegu máli gegn pressuvörn Keflvíkinga. Hann og Pálmi Freyr Sigurgeirsson munu hljóta eldskírn í úrslitakeppninni í kvöld og munu Keflvíkingar athuga hvar þeir standa gagnvart pressuvörninni." Friðrik telur litlar líkur á að Keflavík tapi fleiri leikjum á heimavelli í úrslitakeppninni. "Keflvíkingar vinna leikinn gegn Snæfelli í kvöld og ég held að ÍR-ingarnir hafi tekið eina leikinn í Sláturhúsinu sem Keflavík tapar í úrslitakeppninni. Keflvíkingar reyna að pressa framarlega og reyna að hleypa leiknum í smá fjör. Það er líka lykilatriði fyrir Keflavík að liðið komi öllum sínum mönnum inn í leikinn." Mikið hefur verið rætt og ritað um dómgæsluna í úrslitakeppninni og þá sérstaklega í viðureignum Keflavíkur og ÍR. Friðrik vildi ekki meina að hallað hefði á ÍR-inganna í fjórða leiknum í Seljaskóla. "Ef tekið er mið af þeim leik þá er ekki hægt að tala um það að Keflavík hafi komist upp með að vera grófir. Keflvíkingar voru gríðarlega harðir í horn að taka og gríðarlega duglegir að yfirdekka sendingar en mjög langt frá því að vera grófir." "Rusl-tal" og önnur eins skemmtilegheit er eitthvað sem fylgir íþróttinni og þá sérstaklega þegar í úrslitin er komið. "ÍR-ingarnir hafa kannski verið gramir yfir því að Keflvíkingar hafi verið grófir í talsmáta en þar er efstur á blaði Nick Bradford. Hann er algjör sálfræðingur á vellinum og annað hvort elskaður eða hataður. Það er ekkert lið né þjálfari sem myndi ekki vilja hafa Bradford innan sinna raða. Ég vil líka benda á það að það eru miklir jaxlar í ÍR-liðinu sem kalla ekki allt ömmu sína og varalesarar hefðu komist í feitt hefðu þeir athugað sumar setningar sem fóru af vörum ÍR-inga. En ég kvarta ekki undan þessu, þetta er harka og fjör og það er þekkt alls staðar í veröldinni að það verður meiri hasar þegar í úrslitakeppnina er komið. Ef svo væri ekki, gætum við bara sleppt henni," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson sem hallaðist að því að Keflvíkingar myndu standa uppi sem Íslandsmeistarar eftir fjóra til fimm leikja seríu.
Körfubolti Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Sjá meira