Styðja ekki samgönguáætlun 12. apríl 2005 00:01 Tveir stjórnarþingmenn lýstu því yfir í umræðum á Alþingi í dag að þeir myndu ekki styðja samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar, annar vegna svika á kosningaloforðum, hinn vegna misskiptingar vegafjár milli þéttbýlis og dreifbýlis. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mátti sitja undir orraríð þegar þingmenn ræddu framlög til samgöngumála næstu fjögur árin. Umræðan snerist að verulegu leyti um niðurskurð til vegagerðar, sem á þremur árum nemur 5,7 miljörðum króna. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði ráðstöfunina alranga á meðan ástandið væri jafnviðkvæmt og víða væri úti á landsbyggðinni. Þetta væri byggðafjandsamlegur niðurskurður sem kæmi alvarlega við þær. Samgönguráðherra varði gjörninginn á þann hátt að benda á að miðað við aðstæður í efnahagsmálum lægi það alveg fyrir að ríkisstjórnin hefði komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að gæta hófs í umsvifum í efnahagskerfinu vegna þeirra miklu framkvæmda sem væru við uppbygggingu orkufreks iðnaðar um þessar mundir. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði óþolandi að samgöngumál skyldi vera eini málaflokkurinn sem væri undir þetta settur, að hann væri dreginn sundur eins og harmonikkubelgur en þó oftar þjappað harkalega saman til að uppfylla einhverja sálræna þörf og sýnd um það að menn væru að sýna ábyrgð í efnahagsmálum. „Þetta er bara rugl. Í 950 milljarða hagkerfi, hverju breytir þetta þó að dreifðar almennar framkvæmdir af þessu tagi fái að hafa sinn gang?“ spurði Steingrímur. Hörðust var gagnrýnin úr stjórnarliðinu sjálfu því framsóknarþingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson kvaðst ekki styðja niðurskurðinn. Hann sagði að það gengi ekki í vegamálum að lofa stöðugt fyrir kosningar og skera það svo niður eftir þær. „Ég vil beina því til ríkisstjórnarinnar, virðulegi forseti, að hún hætti þessum skollaleik. Það er ekki á okkur stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar leggjandi að standa undir því að verja ríkisstjórnina, útskýra þessar gerðir sem eru á þennan veg. Menn verða einfaldlega að standa við það sem þeir segja, hafa þrek til þess að bera málið til enda út kjörtímabilið það sem þeir ákveða að gera fyrir kosningar. Annað gengur ekki.“ Sjálfstæðismaðurinn Gunnar Birgisson lýsti einnig andstöðu sinni en á öðrum forsendum. Höfuðborgarsvæðið sæti á hakanum. Hann sagði enn fremur að ef einhverjir væru að tala um misskiptingu fjármuna þá ætti hún sér stað í samgönguáætlun. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Sjá meira
Tveir stjórnarþingmenn lýstu því yfir í umræðum á Alþingi í dag að þeir myndu ekki styðja samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar, annar vegna svika á kosningaloforðum, hinn vegna misskiptingar vegafjár milli þéttbýlis og dreifbýlis. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mátti sitja undir orraríð þegar þingmenn ræddu framlög til samgöngumála næstu fjögur árin. Umræðan snerist að verulegu leyti um niðurskurð til vegagerðar, sem á þremur árum nemur 5,7 miljörðum króna. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði ráðstöfunina alranga á meðan ástandið væri jafnviðkvæmt og víða væri úti á landsbyggðinni. Þetta væri byggðafjandsamlegur niðurskurður sem kæmi alvarlega við þær. Samgönguráðherra varði gjörninginn á þann hátt að benda á að miðað við aðstæður í efnahagsmálum lægi það alveg fyrir að ríkisstjórnin hefði komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að gæta hófs í umsvifum í efnahagskerfinu vegna þeirra miklu framkvæmda sem væru við uppbygggingu orkufreks iðnaðar um þessar mundir. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði óþolandi að samgöngumál skyldi vera eini málaflokkurinn sem væri undir þetta settur, að hann væri dreginn sundur eins og harmonikkubelgur en þó oftar þjappað harkalega saman til að uppfylla einhverja sálræna þörf og sýnd um það að menn væru að sýna ábyrgð í efnahagsmálum. „Þetta er bara rugl. Í 950 milljarða hagkerfi, hverju breytir þetta þó að dreifðar almennar framkvæmdir af þessu tagi fái að hafa sinn gang?“ spurði Steingrímur. Hörðust var gagnrýnin úr stjórnarliðinu sjálfu því framsóknarþingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson kvaðst ekki styðja niðurskurðinn. Hann sagði að það gengi ekki í vegamálum að lofa stöðugt fyrir kosningar og skera það svo niður eftir þær. „Ég vil beina því til ríkisstjórnarinnar, virðulegi forseti, að hún hætti þessum skollaleik. Það er ekki á okkur stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar leggjandi að standa undir því að verja ríkisstjórnina, útskýra þessar gerðir sem eru á þennan veg. Menn verða einfaldlega að standa við það sem þeir segja, hafa þrek til þess að bera málið til enda út kjörtímabilið það sem þeir ákveða að gera fyrir kosningar. Annað gengur ekki.“ Sjálfstæðismaðurinn Gunnar Birgisson lýsti einnig andstöðu sinni en á öðrum forsendum. Höfuðborgarsvæðið sæti á hakanum. Hann sagði enn fremur að ef einhverjir væru að tala um misskiptingu fjármuna þá ætti hún sér stað í samgönguáætlun.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent