Bush óvinsælli Þórlindur Kjartansson skrifar 13. apríl 2005 00:01 Stuðningur við Bush Bandaríkjaforseta fer þverrandi um þessar mundir. Nýjustu kannanir benda til þess að um 44 prósent, landsmanna telji hann vera að standa sig vel í embætti en 54 prósent eru á öndverðum meiði og telja hann ekki standa sig. Eftir forsetakosningarnar síðasta haust sagði Bush að á fyrra kjörtímabili sínu hefði hann byggt pólitíska inneign sem hann hygðist nota á síðara kjörtímabilinu. Með öðrum orðum má ætla að Bush sé nokkuð sama um stöðu sína í skoðanakönnunum enda hefur hann svosem ekkert við vinsældir að gera þar sem hann getur ekki boðið sig fram í næstu kosningum. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að forsetinn verður að njóta sæmilegra vinsælda til þess að þingmenn sjái sér hag í því að styðja áætlanir hans. Í Bandaríkjunum er þrískipting ríkisvaldsins nefnilega með ágætum og þar geta forsetar átt í basli með að koma hugmyndum sínum í framkvæmt jafnvel þótt flokksbræður þeirra séu í meirihluta í þinginu - eins og staðan er nú hjá repúblikönum. Á fyrra kjörtímabili Bush voru það utanríkismálin sem háværastar deilur stóðu um - einkum eftir að rykið í Írak fór að setjast og í ljós kom að forsendur stríðsrekstrarins voru á veikum grunni reistar. Óvenjulega hörð kosningabarátta síðasta haust var meðal annars vegna þess að nokkuð stór hluti bandarísku þjóðarinnar var mjög eindrægt gegn forsetanum og vildi fórna miklu til að koma honum úr embætti. Það tókst hins vegar ekki og utanríkismál Bandaríjkanna eru í lygnari farvegi nú en þá. Nú eru það hins vegar innanríkismálin sem valda deilum. Hæst ber mikil andstaða við hugmyndir Bush um umbyltingu í eftirlaunakerfinu. Bush vill að ungt fólk fái að ráðstafa stærri hluta lifeyrissparnaðs síns sjálft en vinstri menn og demókratar telja að þá yrði mikilli hættu boðið heim. Demókratar leggja mikla áherslu á að magna upp andstöðu við þessar hugmyndir og vera má, að þótt málið sé smávægilegt í augum annarra en útlendinga, þá sé það miklu líklegra til að draga úr stuðningi við forsetann heima fyrir. Ólíkt utanríkismálum sem snúast ekki nema að mjög litlu leyti um beina hagsmuni kjósenda sem einstaklinga þá eru lífeyrismálin sameiginleg öllum Bandaríkjamönnum. Demókratar reyndu mjög að vekja athygli á málefnum á borð við fjárlagahalla í síðustu kosningum. Fáir yrðu til þess að andmæla því að fjárlagahalli Bandaríkjanna er stórt vandamál en eðli slíkra vandamála hitta kjósendur þó ekki fyrir í hjartastað. Eini fjárlagahallinn sem skiptir máli fyrir almenning er munurinn á útgjöldum og tekjum heimilisins. Í Bandaríkjunum eru það ekki aðeins kosningar til forsetaembættisins sem skipta miklu máli. Strax í haust hefst slagurinn fyrir kosningarnar 2006 þegar þriðjungur Öldungardeildaþingmanna (af hundrað) og allir 435 fulltrúadeildarþingmennirnir þurfa að fara í slag til að halda sæti sínu. Ef Bush er mjög óvinsæll á þeim tíma kann það að veikja mjög stöðu Repúblikana sem aftur mun draga úr líkum á því að Bush nái að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið.Þórlindur Kjartansson - thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Stuðningur við Bush Bandaríkjaforseta fer þverrandi um þessar mundir. Nýjustu kannanir benda til þess að um 44 prósent, landsmanna telji hann vera að standa sig vel í embætti en 54 prósent eru á öndverðum meiði og telja hann ekki standa sig. Eftir forsetakosningarnar síðasta haust sagði Bush að á fyrra kjörtímabili sínu hefði hann byggt pólitíska inneign sem hann hygðist nota á síðara kjörtímabilinu. Með öðrum orðum má ætla að Bush sé nokkuð sama um stöðu sína í skoðanakönnunum enda hefur hann svosem ekkert við vinsældir að gera þar sem hann getur ekki boðið sig fram í næstu kosningum. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að forsetinn verður að njóta sæmilegra vinsælda til þess að þingmenn sjái sér hag í því að styðja áætlanir hans. Í Bandaríkjunum er þrískipting ríkisvaldsins nefnilega með ágætum og þar geta forsetar átt í basli með að koma hugmyndum sínum í framkvæmt jafnvel þótt flokksbræður þeirra séu í meirihluta í þinginu - eins og staðan er nú hjá repúblikönum. Á fyrra kjörtímabili Bush voru það utanríkismálin sem háværastar deilur stóðu um - einkum eftir að rykið í Írak fór að setjast og í ljós kom að forsendur stríðsrekstrarins voru á veikum grunni reistar. Óvenjulega hörð kosningabarátta síðasta haust var meðal annars vegna þess að nokkuð stór hluti bandarísku þjóðarinnar var mjög eindrægt gegn forsetanum og vildi fórna miklu til að koma honum úr embætti. Það tókst hins vegar ekki og utanríkismál Bandaríjkanna eru í lygnari farvegi nú en þá. Nú eru það hins vegar innanríkismálin sem valda deilum. Hæst ber mikil andstaða við hugmyndir Bush um umbyltingu í eftirlaunakerfinu. Bush vill að ungt fólk fái að ráðstafa stærri hluta lifeyrissparnaðs síns sjálft en vinstri menn og demókratar telja að þá yrði mikilli hættu boðið heim. Demókratar leggja mikla áherslu á að magna upp andstöðu við þessar hugmyndir og vera má, að þótt málið sé smávægilegt í augum annarra en útlendinga, þá sé það miklu líklegra til að draga úr stuðningi við forsetann heima fyrir. Ólíkt utanríkismálum sem snúast ekki nema að mjög litlu leyti um beina hagsmuni kjósenda sem einstaklinga þá eru lífeyrismálin sameiginleg öllum Bandaríkjamönnum. Demókratar reyndu mjög að vekja athygli á málefnum á borð við fjárlagahalla í síðustu kosningum. Fáir yrðu til þess að andmæla því að fjárlagahalli Bandaríkjanna er stórt vandamál en eðli slíkra vandamála hitta kjósendur þó ekki fyrir í hjartastað. Eini fjárlagahallinn sem skiptir máli fyrir almenning er munurinn á útgjöldum og tekjum heimilisins. Í Bandaríkjunum eru það ekki aðeins kosningar til forsetaembættisins sem skipta miklu máli. Strax í haust hefst slagurinn fyrir kosningarnar 2006 þegar þriðjungur Öldungardeildaþingmanna (af hundrað) og allir 435 fulltrúadeildarþingmennirnir þurfa að fara í slag til að halda sæti sínu. Ef Bush er mjög óvinsæll á þeim tíma kann það að veikja mjög stöðu Repúblikana sem aftur mun draga úr líkum á því að Bush nái að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið.Þórlindur Kjartansson - thkjart@frettabladid.is
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar