Boston 1 - Indiana 0 24. apríl 2005 00:01 Lið Boston Celtics minnti hressilega á sig á laugardagskvöldið, þegar varamenn liðsins lögðu grunninn að stórsigri á Indiana Pacers í fyrsta leik liðanna. Indiana náði sér aldrei á strik í leiknum og Boston hafði 102-82 sigur, þrátt fyrir að Paul Pierce skoraði ekki körfu í leiknum fyrr en undir lok leiksins. Eftir að Indiana náði forystu í fyrsta leikhlutanum, meðan byrjunarlið Boston hitti mjög illa, skipti Doc Rivers varamönnum sínum inná og þeir gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir gestina í öðrum leikhluta, sem Boston vann, 39-11 og eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. Sex leikmenn liðsins skoruðu 11 stig eða meira í leiknum. "Það er gott til þess að vita að ég þurfi ekki að skora 25-30 stig til að við getum unnið. Varamenn okkar voru frábærir í dag," sagði Paul Pierce hjá Boston, sem alla jafna er maðurinn sem lætur mest að sér kveða í sóknarleik liðsins. "Við vorum gersigraðir í dag. Þetta var mjög auðmýkjandi reynsla fyrir allt okkar lið," sagði Jermaine O´Neal hjá Indiana, en hann náði sér aldrei á strik í leiknum vegna villuvandræða og skoraði aðeins 7 stig, eins og félagi hans Reggie Miller. Að öðrum ólöstuðum var miðherjinn Raef LaFrenz maður leiksins hjá Boston, en hann skoraði 21 stig í leiknum og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í leiknum. "Ég nýti mér það bara þegar varnir andstæðinganna steypa sér á lykilmenn okkar, það er mitt hlutverk," sagði LaFrenz. Stjórnarformaður Indiana, Larry Bird, sem vann marga meistaratitla á sínum tíma með Boston, var hylltur af áhorfendum í Boston sem hrópuðu nafn hans þegar hann settist á bak við varamannabekk Indiana fyrir leikinn. Hann hefði þó eflaust óskað sér farsælli ferð í borgina þar sem hann lék svo lengi, því Indiana átti sér ekki viðreisnar von í leiknum og verður að skoða sín mál gaumgæfilega fyrir næsta leik, ef ekki á illa að fara. Atkvæðamestir hjá Boston:Raef LaFrenz 21 stig, Gary Payton 14 stig (7 stoðsendingar), Ricky Davis 13 stig, Antoine Walker 13 stig, Paul Pierce 12 stig, Marcus Banks 11 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 25 stig, Austin Croshere 10 stig, Anthony Johnson 9 stig, Jermaine O´Neal 7 stig (hitti úr 3 af 12 skotum), Reggie Miller 7 stig (hitti úr 1 af 7 skotum), Jeff Foster 7 stig. NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Lið Boston Celtics minnti hressilega á sig á laugardagskvöldið, þegar varamenn liðsins lögðu grunninn að stórsigri á Indiana Pacers í fyrsta leik liðanna. Indiana náði sér aldrei á strik í leiknum og Boston hafði 102-82 sigur, þrátt fyrir að Paul Pierce skoraði ekki körfu í leiknum fyrr en undir lok leiksins. Eftir að Indiana náði forystu í fyrsta leikhlutanum, meðan byrjunarlið Boston hitti mjög illa, skipti Doc Rivers varamönnum sínum inná og þeir gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir gestina í öðrum leikhluta, sem Boston vann, 39-11 og eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. Sex leikmenn liðsins skoruðu 11 stig eða meira í leiknum. "Það er gott til þess að vita að ég þurfi ekki að skora 25-30 stig til að við getum unnið. Varamenn okkar voru frábærir í dag," sagði Paul Pierce hjá Boston, sem alla jafna er maðurinn sem lætur mest að sér kveða í sóknarleik liðsins. "Við vorum gersigraðir í dag. Þetta var mjög auðmýkjandi reynsla fyrir allt okkar lið," sagði Jermaine O´Neal hjá Indiana, en hann náði sér aldrei á strik í leiknum vegna villuvandræða og skoraði aðeins 7 stig, eins og félagi hans Reggie Miller. Að öðrum ólöstuðum var miðherjinn Raef LaFrenz maður leiksins hjá Boston, en hann skoraði 21 stig í leiknum og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í leiknum. "Ég nýti mér það bara þegar varnir andstæðinganna steypa sér á lykilmenn okkar, það er mitt hlutverk," sagði LaFrenz. Stjórnarformaður Indiana, Larry Bird, sem vann marga meistaratitla á sínum tíma með Boston, var hylltur af áhorfendum í Boston sem hrópuðu nafn hans þegar hann settist á bak við varamannabekk Indiana fyrir leikinn. Hann hefði þó eflaust óskað sér farsælli ferð í borgina þar sem hann lék svo lengi, því Indiana átti sér ekki viðreisnar von í leiknum og verður að skoða sín mál gaumgæfilega fyrir næsta leik, ef ekki á illa að fara. Atkvæðamestir hjá Boston:Raef LaFrenz 21 stig, Gary Payton 14 stig (7 stoðsendingar), Ricky Davis 13 stig, Antoine Walker 13 stig, Paul Pierce 12 stig, Marcus Banks 11 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 25 stig, Austin Croshere 10 stig, Anthony Johnson 9 stig, Jermaine O´Neal 7 stig (hitti úr 3 af 12 skotum), Reggie Miller 7 stig (hitti úr 1 af 7 skotum), Jeff Foster 7 stig.
NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira