Seattle 1 - Sacramento 0 24. apríl 2005 00:01 Menn sem bjuggust við skotsýningu í fyrstu viðureign Seattle og Sacramento á laugardagskvöld kunna að hafa orðið fyrir vonbrigðum, en það voru stóru strákarnir hjá Seattle sem skópu 87-82 sigur liðsins í fyrsta leiknum með frábærri frammistöðu í fráköstunum. Ray Allen skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst fyrir lið Seattle og var stigahæsti maður vallarins, en það var á margan hátt Jerome James, fyrrum leikmaður Sacramento, sem var maður leiksins, þegar hann skoraði 17 stig og hirti 15 fráköst. Sigur Seattle var nokkuð sannfærandi, en eftir að hafa á tímabili náð 21 stigs forystu í leiknum, náði liðið að verjast lokaáhlaupi Sacramento og hafa sigur í fyrsta leik liðanna á heimavelli sínum. Þeir Jerome James og Reggie Evans riðu baggamuninn hjá Seattle í leiknum, en þeir hirtu báðir 15 fráköst í leiknum og þar af voru þeir með sitthvor 7 sóknarfráköstin, sem gerðu útaf við lið Sacramento. Í liði Sacramento munaði mest um að Mike Bibby, sem hefur verið besti leikmaður liðsins í úrslitakeppninni undanfarin ár, átti afleitan leik og hitti aðeins úr 1 af 16 skotum sínum í leiknum. "Ég hélt að ég hefði nú skorað fleiri en eina körfu í leiknum, en svo var víst ekki. Ég náði engu flæði á skotin mín í kvöld og þarf að bæta það. Þetta kemur ekki fyrir aftur," sagði Bibby eftir leikinn. Ray Allen hjá Seattle var kátur í leikslok og þakkaði stóru strákunum fyrir sigurinn. "Þeir Reggie og Jerome unnu leikinn fyrir okkur í kvöld og voru stórkostlegir. Þeir hirtu öll fráköstin og vörðu fullt af skotum. Sacramento átti ekki möguleika inni í teignum gegn þeim og það skóp sigur okkar í kvöld," sagði Allen. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 28 stig (10 fráköst), Rashard Lewis 18 stig, Jerome James 17 stig (15 fráköst, 5 varin skot), Antonio Daniels 12 stig, Reggie Evans 5 stig (15 fráköst).Atkvæðamestir hjá Sacramento:Peja Stojakovic 24 stig, Cuttino Mobley 22 stig, Kenny Thomas 10 stig (8 fráköst), Brad Miller 7 stig, Greg Ostertag 6 stig (7 fráköst). NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Sjá meira
Menn sem bjuggust við skotsýningu í fyrstu viðureign Seattle og Sacramento á laugardagskvöld kunna að hafa orðið fyrir vonbrigðum, en það voru stóru strákarnir hjá Seattle sem skópu 87-82 sigur liðsins í fyrsta leiknum með frábærri frammistöðu í fráköstunum. Ray Allen skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst fyrir lið Seattle og var stigahæsti maður vallarins, en það var á margan hátt Jerome James, fyrrum leikmaður Sacramento, sem var maður leiksins, þegar hann skoraði 17 stig og hirti 15 fráköst. Sigur Seattle var nokkuð sannfærandi, en eftir að hafa á tímabili náð 21 stigs forystu í leiknum, náði liðið að verjast lokaáhlaupi Sacramento og hafa sigur í fyrsta leik liðanna á heimavelli sínum. Þeir Jerome James og Reggie Evans riðu baggamuninn hjá Seattle í leiknum, en þeir hirtu báðir 15 fráköst í leiknum og þar af voru þeir með sitthvor 7 sóknarfráköstin, sem gerðu útaf við lið Sacramento. Í liði Sacramento munaði mest um að Mike Bibby, sem hefur verið besti leikmaður liðsins í úrslitakeppninni undanfarin ár, átti afleitan leik og hitti aðeins úr 1 af 16 skotum sínum í leiknum. "Ég hélt að ég hefði nú skorað fleiri en eina körfu í leiknum, en svo var víst ekki. Ég náði engu flæði á skotin mín í kvöld og þarf að bæta það. Þetta kemur ekki fyrir aftur," sagði Bibby eftir leikinn. Ray Allen hjá Seattle var kátur í leikslok og þakkaði stóru strákunum fyrir sigurinn. "Þeir Reggie og Jerome unnu leikinn fyrir okkur í kvöld og voru stórkostlegir. Þeir hirtu öll fráköstin og vörðu fullt af skotum. Sacramento átti ekki möguleika inni í teignum gegn þeim og það skóp sigur okkar í kvöld," sagði Allen. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 28 stig (10 fráköst), Rashard Lewis 18 stig, Jerome James 17 stig (15 fráköst, 5 varin skot), Antonio Daniels 12 stig, Reggie Evans 5 stig (15 fráköst).Atkvæðamestir hjá Sacramento:Peja Stojakovic 24 stig, Cuttino Mobley 22 stig, Kenny Thomas 10 stig (8 fráköst), Brad Miller 7 stig, Greg Ostertag 6 stig (7 fráköst).
NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Sjá meira