Seattle 1 - Sacramento 0 24. apríl 2005 00:01 Menn sem bjuggust við skotsýningu í fyrstu viðureign Seattle og Sacramento á laugardagskvöld kunna að hafa orðið fyrir vonbrigðum, en það voru stóru strákarnir hjá Seattle sem skópu 87-82 sigur liðsins í fyrsta leiknum með frábærri frammistöðu í fráköstunum. Ray Allen skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst fyrir lið Seattle og var stigahæsti maður vallarins, en það var á margan hátt Jerome James, fyrrum leikmaður Sacramento, sem var maður leiksins, þegar hann skoraði 17 stig og hirti 15 fráköst. Sigur Seattle var nokkuð sannfærandi, en eftir að hafa á tímabili náð 21 stigs forystu í leiknum, náði liðið að verjast lokaáhlaupi Sacramento og hafa sigur í fyrsta leik liðanna á heimavelli sínum. Þeir Jerome James og Reggie Evans riðu baggamuninn hjá Seattle í leiknum, en þeir hirtu báðir 15 fráköst í leiknum og þar af voru þeir með sitthvor 7 sóknarfráköstin, sem gerðu útaf við lið Sacramento. Í liði Sacramento munaði mest um að Mike Bibby, sem hefur verið besti leikmaður liðsins í úrslitakeppninni undanfarin ár, átti afleitan leik og hitti aðeins úr 1 af 16 skotum sínum í leiknum. "Ég hélt að ég hefði nú skorað fleiri en eina körfu í leiknum, en svo var víst ekki. Ég náði engu flæði á skotin mín í kvöld og þarf að bæta það. Þetta kemur ekki fyrir aftur," sagði Bibby eftir leikinn. Ray Allen hjá Seattle var kátur í leikslok og þakkaði stóru strákunum fyrir sigurinn. "Þeir Reggie og Jerome unnu leikinn fyrir okkur í kvöld og voru stórkostlegir. Þeir hirtu öll fráköstin og vörðu fullt af skotum. Sacramento átti ekki möguleika inni í teignum gegn þeim og það skóp sigur okkar í kvöld," sagði Allen. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 28 stig (10 fráköst), Rashard Lewis 18 stig, Jerome James 17 stig (15 fráköst, 5 varin skot), Antonio Daniels 12 stig, Reggie Evans 5 stig (15 fráköst).Atkvæðamestir hjá Sacramento:Peja Stojakovic 24 stig, Cuttino Mobley 22 stig, Kenny Thomas 10 stig (8 fráköst), Brad Miller 7 stig, Greg Ostertag 6 stig (7 fráköst). NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Menn sem bjuggust við skotsýningu í fyrstu viðureign Seattle og Sacramento á laugardagskvöld kunna að hafa orðið fyrir vonbrigðum, en það voru stóru strákarnir hjá Seattle sem skópu 87-82 sigur liðsins í fyrsta leiknum með frábærri frammistöðu í fráköstunum. Ray Allen skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst fyrir lið Seattle og var stigahæsti maður vallarins, en það var á margan hátt Jerome James, fyrrum leikmaður Sacramento, sem var maður leiksins, þegar hann skoraði 17 stig og hirti 15 fráköst. Sigur Seattle var nokkuð sannfærandi, en eftir að hafa á tímabili náð 21 stigs forystu í leiknum, náði liðið að verjast lokaáhlaupi Sacramento og hafa sigur í fyrsta leik liðanna á heimavelli sínum. Þeir Jerome James og Reggie Evans riðu baggamuninn hjá Seattle í leiknum, en þeir hirtu báðir 15 fráköst í leiknum og þar af voru þeir með sitthvor 7 sóknarfráköstin, sem gerðu útaf við lið Sacramento. Í liði Sacramento munaði mest um að Mike Bibby, sem hefur verið besti leikmaður liðsins í úrslitakeppninni undanfarin ár, átti afleitan leik og hitti aðeins úr 1 af 16 skotum sínum í leiknum. "Ég hélt að ég hefði nú skorað fleiri en eina körfu í leiknum, en svo var víst ekki. Ég náði engu flæði á skotin mín í kvöld og þarf að bæta það. Þetta kemur ekki fyrir aftur," sagði Bibby eftir leikinn. Ray Allen hjá Seattle var kátur í leikslok og þakkaði stóru strákunum fyrir sigurinn. "Þeir Reggie og Jerome unnu leikinn fyrir okkur í kvöld og voru stórkostlegir. Þeir hirtu öll fráköstin og vörðu fullt af skotum. Sacramento átti ekki möguleika inni í teignum gegn þeim og það skóp sigur okkar í kvöld," sagði Allen. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 28 stig (10 fráköst), Rashard Lewis 18 stig, Jerome James 17 stig (15 fráköst, 5 varin skot), Antonio Daniels 12 stig, Reggie Evans 5 stig (15 fráköst).Atkvæðamestir hjá Sacramento:Peja Stojakovic 24 stig, Cuttino Mobley 22 stig, Kenny Thomas 10 stig (8 fráköst), Brad Miller 7 stig, Greg Ostertag 6 stig (7 fráköst).
NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira