Dauðadómur eða endurfæðing? Þórlindur Kjartansson skrifar 2. júní 2005 00:01 Stofnun Evrópusambandsins og aukið samstarf milli ríkja álfunnar hefur hingað til verið til mikillar blessunar. Vitaskuld hefur ekki allt verið sem skyldi en hins vegar hafa öll helstu markmið samstarfsins náð fram að ganga, fyrst og fremst að ófriður milli ríkja innan bandalagsins er nánast óhugsandi. Það hefur hins vegar einkennt Evrópusambandið allt frá stofnun þess að með reglulegu millibili eru gerðar tilraunir til þess að binda aðildarríkjanna þéttari böndum. Eftir að svonenfndur stjórnarskrársáttmáli ESB var felldur í Frakklandi og Hollandi sér fyrir endann á einni slíkri bylgju. Almenningur í Evrópusambandslöndunum er að senda skilaboð um að hugmyndir valdhafanna séu allt aðrar en þeirra eigin. Sú gagnrýni á Evrópusambandið að það sé ólýðræðislegt á við töluverð rök að styðjast. Vald Evrópusambandsins er að stærstum hluta fengið frá ríkisstjórnum aðildarlandanna en efast má um þá hugmynd að stjórnvöldum sé í raun heimilt að framselja slíkt vald í þeim mæli sem gert hefur verið. Flest aðildarríki sambandins munu til að mynda samþykkja stjórnarskrársáttmálann án þess að leita samþykkis hjá almenningi. Þjóðþingin munu einfaldlega samþykkja plaggið hvort sem almenningi líkar það betur eða verr. Holland og Frakkland eru bæði meðal þeirra sex þjóða sem stofnuðu Evrópusambandið og hafa hingað til verið talin til þeirra sem lengst vilja ganga í að þjappa ríkjunum saman og gera sambandið smám saman líkar fullburða ríkjasambandi í ætt við Bandaríkin. Það að samrunaferlið skuli hrökkva í baklás í þessum tveimur ríkjum er því nokkuð sem hlýtur að valda því að valdakjarninn í ESB staldri við og hugsi sinn gang. Ef samrunaferlinu er þröngvað upp á almenning er hætta á því að smám saman brotni þolinmæðin og stjórnmálamenn sem vilja leysa upp sambandið nái fótfestu í aðildarlöndunum. Nú þegar er ljóst að franskir stjórnmálamenn munu bregðast við kosningunni með friðþægingarpólitík. Helstu umkvörtunarefnin gegn Evrópusambandinu í Frakklandi lúta að viðskiptafrelsi og því haldið fram að frjálshyggja og engilsaxneskur kapítalismi ráði öllu um stækkun og þróun Evrópusambandsins. Frakkar telja að ráð gegn þessu sé að flytja út sínar aðferðir við hagstjórn og velferð. Ef Evrópusambandið mun breyta áherslum sínum í þá veru að neyða önnur ríki til að taka upp vitleysuna sem viðgengst í frönsku efnahagslífi - í stað þess að Frakkar þurfi að hugsa sinn gang - þá er hætta á því að framtíð Evrópusambandsins sé ekki sérlega björt. Ef ráðandi öfl í Evrópusambandinu munu hins vegar halda áfram að beina sjónum sínum að fríverslunarþættinum í Evrópusamstarfinu en leyfir aðildarríkjunum að öðru leyti að marka sína eigin stefnu getur verið að áfallið sem varð í Hollandi og Frakklandi verði Evrópusambandinu til blessunar en ekki bölvunar. Þórlindur Kjartansson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Stofnun Evrópusambandsins og aukið samstarf milli ríkja álfunnar hefur hingað til verið til mikillar blessunar. Vitaskuld hefur ekki allt verið sem skyldi en hins vegar hafa öll helstu markmið samstarfsins náð fram að ganga, fyrst og fremst að ófriður milli ríkja innan bandalagsins er nánast óhugsandi. Það hefur hins vegar einkennt Evrópusambandið allt frá stofnun þess að með reglulegu millibili eru gerðar tilraunir til þess að binda aðildarríkjanna þéttari böndum. Eftir að svonenfndur stjórnarskrársáttmáli ESB var felldur í Frakklandi og Hollandi sér fyrir endann á einni slíkri bylgju. Almenningur í Evrópusambandslöndunum er að senda skilaboð um að hugmyndir valdhafanna séu allt aðrar en þeirra eigin. Sú gagnrýni á Evrópusambandið að það sé ólýðræðislegt á við töluverð rök að styðjast. Vald Evrópusambandsins er að stærstum hluta fengið frá ríkisstjórnum aðildarlandanna en efast má um þá hugmynd að stjórnvöldum sé í raun heimilt að framselja slíkt vald í þeim mæli sem gert hefur verið. Flest aðildarríki sambandins munu til að mynda samþykkja stjórnarskrársáttmálann án þess að leita samþykkis hjá almenningi. Þjóðþingin munu einfaldlega samþykkja plaggið hvort sem almenningi líkar það betur eða verr. Holland og Frakkland eru bæði meðal þeirra sex þjóða sem stofnuðu Evrópusambandið og hafa hingað til verið talin til þeirra sem lengst vilja ganga í að þjappa ríkjunum saman og gera sambandið smám saman líkar fullburða ríkjasambandi í ætt við Bandaríkin. Það að samrunaferlið skuli hrökkva í baklás í þessum tveimur ríkjum er því nokkuð sem hlýtur að valda því að valdakjarninn í ESB staldri við og hugsi sinn gang. Ef samrunaferlinu er þröngvað upp á almenning er hætta á því að smám saman brotni þolinmæðin og stjórnmálamenn sem vilja leysa upp sambandið nái fótfestu í aðildarlöndunum. Nú þegar er ljóst að franskir stjórnmálamenn munu bregðast við kosningunni með friðþægingarpólitík. Helstu umkvörtunarefnin gegn Evrópusambandinu í Frakklandi lúta að viðskiptafrelsi og því haldið fram að frjálshyggja og engilsaxneskur kapítalismi ráði öllu um stækkun og þróun Evrópusambandsins. Frakkar telja að ráð gegn þessu sé að flytja út sínar aðferðir við hagstjórn og velferð. Ef Evrópusambandið mun breyta áherslum sínum í þá veru að neyða önnur ríki til að taka upp vitleysuna sem viðgengst í frönsku efnahagslífi - í stað þess að Frakkar þurfi að hugsa sinn gang - þá er hætta á því að framtíð Evrópusambandsins sé ekki sérlega björt. Ef ráðandi öfl í Evrópusambandinu munu hins vegar halda áfram að beina sjónum sínum að fríverslunarþættinum í Evrópusamstarfinu en leyfir aðildarríkjunum að öðru leyti að marka sína eigin stefnu getur verið að áfallið sem varð í Hollandi og Frakklandi verði Evrópusambandinu til blessunar en ekki bölvunar. Þórlindur Kjartansson
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun