San Antonio 2 - Detroit 0 13. júní 2005 00:01 San Antonio Spurs unnu nokkuð auðveldan 97-76 sigur á Detroit í öðrum leik liðanna á sunnudagskvöldið og hafa tekið góða 2-0 forystu í úrslitaeinvíginu. Það var enn og aftur Manu Ginobili sem fór á kostum í liði Spurs og lagði grunninn að sigri þeirra. Ginobili var mjög afgerandi í liði San Antonio, en fékk meiri hjálp frá félögum sínum en í fyrsta leiknum, sem varð til þess að meistararnir sáu í raun aldrei til sólar. Spurs höfðu örugga forystu nær allan leikinn, en þegar Detroit náði að minnka muninn í fjórða leikhlutanum, spýtti Ginobili í lófana og tryggði Spurs sigurinn. Hópur aðdáenda Spurs hrópaði nafn Ginobili á meðan á leiknum stóð og kölluðu hann besta mann úrslitanna. "Það er vissulega gaman að heyra svona, en svona lagað er eitthvað sem enginn ætti að vera að hugsa um í augnablikinu," sagði Ginobili. "Við erum komnir í þá aðstöðu að fá í versta falli að leika aftur hérna heima ef illa fer í Detroit og það var nokkuð sem við lögðum upp með - að verja heimavöllinn," sagði hann. "Það er ekkert auðvelt í þessu. Þeir áttu ekki góðan leik sóknarlega og við lékum hörkuvörn. Þetta var mjög stíft leikið hjá báðum liðum og því létu Ginobili og Bowen þetta líta vel út hjá okkur með því að hitta úr öllum þessu þriggja stiga skotum. Ég er mjög sáttur við hvernig mitt lið brást við sigrinum í fyrsta leiknum, þeir komu dýrvitlausir til leiks og slökuðu hvergi á. Maður er alltaf smeykur við að menn komi afslappaðir til leiks eftir svona sigra, en mínir menn voru mjög einbeittir," sagði Gregg Popovich, þjálfari Spurs. Aðens tvö lið í sögu NBA hafa komið til baka og náð að sigra í úrsltunum eftir að hafa lent undir 2-0, svo að ljóst er að Detroit á erfitt verkefni fyrir höndum. Þeir hafa ekkert svar fundið við Manu Ginobili, sem er að stimpla sig inn sem einn besti leikmaður deildarinnar með hverjum stórleiknum á fætur öðrum. "Í augnablikinu eru þeir mjög grimmir í öllum sínum aðgerðum og eru að klára allt sem þeir setja upp mjög vel. Þeir hafa yfirbugað okkur gjörsamlega í tveimur fyrstu leikjunum, þannig að nú verðum við bara að bíða og sjá hvort við getum náð að snúa við blaðinu á heimavelli okkar," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit. "Þeir unnu sína heimaleiki og nú er að sjá hvort við getum ekki gert slíkt hið sama, en við verðum að taka hvern fjórðung fyrir sig í þessu, það þýðir ekki að vera að hugsa þetta einhverja leiki fram í tímann," sagði Chauncey Billups hjá Detroit. "Þeir eiga eftir að verða betri á sínum heimavelli og þeir verða örugglega miklu grimmari þar, en við höfum verið að leika ágætlega á útivöllum og við erum nokkuð bjartsýnir á að geta stolið einum sigri þar," sagði Manu Ginobili. DETROITSAN ANTONIOStig7697Skot-skot reynd, %33-82 (.402)29-62 (.468)3ja stiga skot, skot reynd,%0-6 (.000)11-24 (.458)Víti - víti reynd, %10-16 (.625)28-34 (.824)Fráköst (Í sókn-samtals)18-459-36Stoðsendingar1723Tapaðir boltar1315Stolnir boltar511Varin skot27Stig úr hraðaupphlaupum68Villur (Tækni/ásetnings)25 (2/0)19 (0/0)Mesta forskot í leik023Atkvæðamestir í liði San Antonio:Manu Ginobili 27 stig (7stoðs, 3 stolnir), Tim Duncan 18 stig (11 frák, 4 varin), Bruce Bowen 15 stig, Tony Parker 12 stig, Robert Horry 12 stig (6 frák, 5 stoðs, 4 stolnir), Beno Udrih 7 stig, Nazr Mohammed 6 stig (5 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Antonio McDyess 15 stig (7 frák), Richard Hamilton 14 stig (7 frák), Chauncey Billups 13 stig (5 frák), Rasheed Wallace 11 stig (8 frák, 4 stoðs), Ben Wallace 9 stig (8 frák), Lindsay Hunter 7 stig (4 frák, 3 stoðs), Carlos Arroyo 4 stig, Tayshaun Prince 3 stig. NBA Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
San Antonio Spurs unnu nokkuð auðveldan 97-76 sigur á Detroit í öðrum leik liðanna á sunnudagskvöldið og hafa tekið góða 2-0 forystu í úrslitaeinvíginu. Það var enn og aftur Manu Ginobili sem fór á kostum í liði Spurs og lagði grunninn að sigri þeirra. Ginobili var mjög afgerandi í liði San Antonio, en fékk meiri hjálp frá félögum sínum en í fyrsta leiknum, sem varð til þess að meistararnir sáu í raun aldrei til sólar. Spurs höfðu örugga forystu nær allan leikinn, en þegar Detroit náði að minnka muninn í fjórða leikhlutanum, spýtti Ginobili í lófana og tryggði Spurs sigurinn. Hópur aðdáenda Spurs hrópaði nafn Ginobili á meðan á leiknum stóð og kölluðu hann besta mann úrslitanna. "Það er vissulega gaman að heyra svona, en svona lagað er eitthvað sem enginn ætti að vera að hugsa um í augnablikinu," sagði Ginobili. "Við erum komnir í þá aðstöðu að fá í versta falli að leika aftur hérna heima ef illa fer í Detroit og það var nokkuð sem við lögðum upp með - að verja heimavöllinn," sagði hann. "Það er ekkert auðvelt í þessu. Þeir áttu ekki góðan leik sóknarlega og við lékum hörkuvörn. Þetta var mjög stíft leikið hjá báðum liðum og því létu Ginobili og Bowen þetta líta vel út hjá okkur með því að hitta úr öllum þessu þriggja stiga skotum. Ég er mjög sáttur við hvernig mitt lið brást við sigrinum í fyrsta leiknum, þeir komu dýrvitlausir til leiks og slökuðu hvergi á. Maður er alltaf smeykur við að menn komi afslappaðir til leiks eftir svona sigra, en mínir menn voru mjög einbeittir," sagði Gregg Popovich, þjálfari Spurs. Aðens tvö lið í sögu NBA hafa komið til baka og náð að sigra í úrsltunum eftir að hafa lent undir 2-0, svo að ljóst er að Detroit á erfitt verkefni fyrir höndum. Þeir hafa ekkert svar fundið við Manu Ginobili, sem er að stimpla sig inn sem einn besti leikmaður deildarinnar með hverjum stórleiknum á fætur öðrum. "Í augnablikinu eru þeir mjög grimmir í öllum sínum aðgerðum og eru að klára allt sem þeir setja upp mjög vel. Þeir hafa yfirbugað okkur gjörsamlega í tveimur fyrstu leikjunum, þannig að nú verðum við bara að bíða og sjá hvort við getum náð að snúa við blaðinu á heimavelli okkar," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit. "Þeir unnu sína heimaleiki og nú er að sjá hvort við getum ekki gert slíkt hið sama, en við verðum að taka hvern fjórðung fyrir sig í þessu, það þýðir ekki að vera að hugsa þetta einhverja leiki fram í tímann," sagði Chauncey Billups hjá Detroit. "Þeir eiga eftir að verða betri á sínum heimavelli og þeir verða örugglega miklu grimmari þar, en við höfum verið að leika ágætlega á útivöllum og við erum nokkuð bjartsýnir á að geta stolið einum sigri þar," sagði Manu Ginobili. DETROITSAN ANTONIOStig7697Skot-skot reynd, %33-82 (.402)29-62 (.468)3ja stiga skot, skot reynd,%0-6 (.000)11-24 (.458)Víti - víti reynd, %10-16 (.625)28-34 (.824)Fráköst (Í sókn-samtals)18-459-36Stoðsendingar1723Tapaðir boltar1315Stolnir boltar511Varin skot27Stig úr hraðaupphlaupum68Villur (Tækni/ásetnings)25 (2/0)19 (0/0)Mesta forskot í leik023Atkvæðamestir í liði San Antonio:Manu Ginobili 27 stig (7stoðs, 3 stolnir), Tim Duncan 18 stig (11 frák, 4 varin), Bruce Bowen 15 stig, Tony Parker 12 stig, Robert Horry 12 stig (6 frák, 5 stoðs, 4 stolnir), Beno Udrih 7 stig, Nazr Mohammed 6 stig (5 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Antonio McDyess 15 stig (7 frák), Richard Hamilton 14 stig (7 frák), Chauncey Billups 13 stig (5 frák), Rasheed Wallace 11 stig (8 frák, 4 stoðs), Ben Wallace 9 stig (8 frák), Lindsay Hunter 7 stig (4 frák, 3 stoðs), Carlos Arroyo 4 stig, Tayshaun Prince 3 stig.
NBA Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira