San Antonio 2 - Detroit 1 15. júní 2005 00:01 Það tók þá langan tíma að sýna það, en Detroit Pistons eru ennþá NBA meistarar. San Antonio hélt í við þá í fyrrihálfleiknum í þriðja leik liðanna í gærkvöldi, en þá hrökk vörn heimamanna í gang fyrir alvöru og skóp góðan 96-79 sigur þeirra í leik sem þeir einfaldlega urðu að vinna. Ben Wallace fór fyrir sínum mönnum í fyrri hálfleiknum með hörku varnarleik og mikilli baráttu, en þeir Chauncey Billups og Rip Hamilton tóku upp hanskann í síðari hálfleiknum með öflugum sóknarleik. "Ég held að mínir menn hafi áttað sig á því í kvöld hversu mikið þeir þurfa að berjast til að eiga möguleika í þessu einvígi," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit. Miklu munaði fyrir gestina að Manu Ginobili fékk högg á lærið á fyrstu sekúndum leiksins og virtist aldrei ná sér á strik eftir það. Tim Duncan var einnig í strangri gæslu hjá Ben Wallace, sem varði hvert skotið á fætur öðru í byrjun leiksins og var loksins líkur sjálfum sér. "Við vissum að þetta væri leikur sem við yrðum að vinna og við náðum að þrífast á orkunni frá áhorfendum okkar í dag", sagði Rasheed Wallace. "Við komum ákveðnir til leiks í kvöld og staðráðnir í að verja heimavöllinn. Allir voru að hjálpast að og vinna hvor fyrir annan, og þannig vinnur maður körfuboltaleiki," sagði Rip Hamilton, sem átti ágætan leik. Spennan í leiknum var svo mikil í fyrri hálfleiknum að læknar þurftu að beita hjartahnoði á mann sem hneig í gólfið fyrir aftan aðra körfuna. Áhorfendur fögnuðu þegar hann setti þumalfingurinn á loft til marks um að hann væri heill á húfi þegar læknarnir báru hann út úr húsinu. SAN ANTONIODETROITStig7996Skot hitt - skot reynd, %29-67 (.433)40-85 (.471)3ja stiga skot - skot reynd %8-17 (.471)3-14 (.214)Víti - víti reynd, %13-20 (.650)13-17 (.765)Fráköst (sókn-heildar)10-3717-44Stoðsendingar1622Tapaðir boltar1811Stolnir boltar712Varin skot310Stig úr hraðaupphlaupum420Villur (Tækni/ásetnings)21 (1/0)18 (1/0)Mesta forskot í leik619Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tony Parker 21 stig, Tim Duncan 14 stig (10 frák, 4 stoðs, 3 stolnir), Bruce Bowen 13 stig, Brent Barry 10 stig, Manu Ginobili 7 stig, Robert Horry 6 stig (5 frák), Nazr Mohammed 4 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 24 stig, Chauncey Billups 20 stig (7 stoðs, 6 frák), Ben Wallace 15 stig (11 frák, 5 varin), Tayshaun Prince 12 stig (6 frák, 5 stoðs), Antonio McDyess 12 stig (9 frák), Rasheed Wallace 8 stig (7 frák), Lindsay Hunter 3 stig. NBA Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Það tók þá langan tíma að sýna það, en Detroit Pistons eru ennþá NBA meistarar. San Antonio hélt í við þá í fyrrihálfleiknum í þriðja leik liðanna í gærkvöldi, en þá hrökk vörn heimamanna í gang fyrir alvöru og skóp góðan 96-79 sigur þeirra í leik sem þeir einfaldlega urðu að vinna. Ben Wallace fór fyrir sínum mönnum í fyrri hálfleiknum með hörku varnarleik og mikilli baráttu, en þeir Chauncey Billups og Rip Hamilton tóku upp hanskann í síðari hálfleiknum með öflugum sóknarleik. "Ég held að mínir menn hafi áttað sig á því í kvöld hversu mikið þeir þurfa að berjast til að eiga möguleika í þessu einvígi," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit. Miklu munaði fyrir gestina að Manu Ginobili fékk högg á lærið á fyrstu sekúndum leiksins og virtist aldrei ná sér á strik eftir það. Tim Duncan var einnig í strangri gæslu hjá Ben Wallace, sem varði hvert skotið á fætur öðru í byrjun leiksins og var loksins líkur sjálfum sér. "Við vissum að þetta væri leikur sem við yrðum að vinna og við náðum að þrífast á orkunni frá áhorfendum okkar í dag", sagði Rasheed Wallace. "Við komum ákveðnir til leiks í kvöld og staðráðnir í að verja heimavöllinn. Allir voru að hjálpast að og vinna hvor fyrir annan, og þannig vinnur maður körfuboltaleiki," sagði Rip Hamilton, sem átti ágætan leik. Spennan í leiknum var svo mikil í fyrri hálfleiknum að læknar þurftu að beita hjartahnoði á mann sem hneig í gólfið fyrir aftan aðra körfuna. Áhorfendur fögnuðu þegar hann setti þumalfingurinn á loft til marks um að hann væri heill á húfi þegar læknarnir báru hann út úr húsinu. SAN ANTONIODETROITStig7996Skot hitt - skot reynd, %29-67 (.433)40-85 (.471)3ja stiga skot - skot reynd %8-17 (.471)3-14 (.214)Víti - víti reynd, %13-20 (.650)13-17 (.765)Fráköst (sókn-heildar)10-3717-44Stoðsendingar1622Tapaðir boltar1811Stolnir boltar712Varin skot310Stig úr hraðaupphlaupum420Villur (Tækni/ásetnings)21 (1/0)18 (1/0)Mesta forskot í leik619Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tony Parker 21 stig, Tim Duncan 14 stig (10 frák, 4 stoðs, 3 stolnir), Bruce Bowen 13 stig, Brent Barry 10 stig, Manu Ginobili 7 stig, Robert Horry 6 stig (5 frák), Nazr Mohammed 4 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 24 stig, Chauncey Billups 20 stig (7 stoðs, 6 frák), Ben Wallace 15 stig (11 frák, 5 varin), Tayshaun Prince 12 stig (6 frák, 5 stoðs), Antonio McDyess 12 stig (9 frák), Rasheed Wallace 8 stig (7 frák), Lindsay Hunter 3 stig.
NBA Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira