Hvernig er þetta hægt? Þórlindur Kjartansson skrifar 16. júní 2005 00:01 Það þekkja það flestir að það getur verið erfitt að láta enda ná saman í fjármálum fjölskyldunnar. Algengt er að heyra að það skipti engu máli hvort tekjurnar hækki - það virðist bara alltaf enda þannig að um mánaðarmót stendur lítið eða ekkert eftir af mánaðarhýrunni. Fæst okkar búa hins vegar við þann undarlega veruleika að tekjur okkar nemi hundruðum milljóna króna á ári líkt og Michael Jackson. Í allri umfjölluninni um réttarhöldin yfir konungi poppsins hefur ítrekað komið fram að Jackson sé sennilega algjörlega blankur. Hjá honum hafa milljarðatekjur á síðustu áratugum ekki dugað til þess að endar nái saman og líklegt er að Jackson þurfi að selja meira og minna allar eignir sínar til að hafa upp í skuldir. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig menn fara að því að eyða milljónum króna á dag en þó er það ekki óalgengt í heimi stórstjarna að jafnvel svimandi tekjur dugi ekki fyrir lífstílnum. Atvinnumenn í íþróttum standa margir uppi slyppir og snauðir örfáum árum eftir að hafa sest í helgan stein þótt þeir hafi þénað stórkostlegar upphæðir. Eins er það alþekkt að sigurvegarar í lottói í Bandaríkjunum fara flestir á hausinn örfáum árum eftir að þeir hljóta vinninginn. Sú tilhneiging okkar flestra að stilla lífstílinn algjörlega eftir því hverjar tekjurnar eru er sennilega stærsta ástæðan fyrir því að svona getur farið. Þegar fólk skyndilega kemst í álnir, jafnvel eftir litla fyrirhöfn eða fyrir glópalán, virðist vera segin saga að fólk fari að hegða sér eins og það geti átt von á því að tekjustreymið verði óbreytt um ómunatíð. Þá er veruleikafirring á háu stigi, eins og virðst vera í tilfelli Jackson, ekki líkleg til þess að stuðla að skynsamlegum ákvörðunum í fjármálum heimilisins. Jackson virðist hafa einstaka getu til þess að eyða peningum í vitleysu og þótt það sé erfitt fyrir venjulegt fólk að ímynda sér hvernig hægt er að eyða hundruðum milljóna í verslunarferð þá hefur Jackson sýnt að allt er hægt ef viljinn - eða brjálsemin - er fyrir hendi. En þótt fjárhagsvandræði Jackson geti verið spaugileg í ákveðnu ljósi þá er hann líklega ekki eins ólíkur okkur flestum í þessu tilliti og við viljum vera láta. Hér á landi er í gangi mikið neyslufyllerí þar sem húsnæðislán og yfirdráttarlán eru notuð til þess að fjármagna kaup á hinum og þessum óþarfa. Á meðan svigrúm er til staðar þá líður flestum eins og þeir hafi vel efni á nýja sjónvarpinu, sumarbústaðnum og íbúðinni en hins vegar þarf gjarnan lítið til þess að endar hætti að ná saman. Úr því að manni á borð við Jackson tekst að rústa eigin fjármálum með óhófi þá gildir það sama um okkur hin. Vera má að Jackson hefði haft gott af því að heyra ráðleggingar gamallar íslenskrar konu sem hafði tekist að nurla saman dágóðum sjóði með því að lifa eftir tveimur ágætum reglum. Sú fyrri er: "Maður kaupir ekki það sem mann langar í, ekki það sem mann vantar, heldur aðeins það sem maður getur ekki verið án." Hin reglan var þessi: "Ef það er ekki til í Kaupfélaginu þá vantar mig það ekki." Þórlindur Kjartansson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Það þekkja það flestir að það getur verið erfitt að láta enda ná saman í fjármálum fjölskyldunnar. Algengt er að heyra að það skipti engu máli hvort tekjurnar hækki - það virðist bara alltaf enda þannig að um mánaðarmót stendur lítið eða ekkert eftir af mánaðarhýrunni. Fæst okkar búa hins vegar við þann undarlega veruleika að tekjur okkar nemi hundruðum milljóna króna á ári líkt og Michael Jackson. Í allri umfjölluninni um réttarhöldin yfir konungi poppsins hefur ítrekað komið fram að Jackson sé sennilega algjörlega blankur. Hjá honum hafa milljarðatekjur á síðustu áratugum ekki dugað til þess að endar nái saman og líklegt er að Jackson þurfi að selja meira og minna allar eignir sínar til að hafa upp í skuldir. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig menn fara að því að eyða milljónum króna á dag en þó er það ekki óalgengt í heimi stórstjarna að jafnvel svimandi tekjur dugi ekki fyrir lífstílnum. Atvinnumenn í íþróttum standa margir uppi slyppir og snauðir örfáum árum eftir að hafa sest í helgan stein þótt þeir hafi þénað stórkostlegar upphæðir. Eins er það alþekkt að sigurvegarar í lottói í Bandaríkjunum fara flestir á hausinn örfáum árum eftir að þeir hljóta vinninginn. Sú tilhneiging okkar flestra að stilla lífstílinn algjörlega eftir því hverjar tekjurnar eru er sennilega stærsta ástæðan fyrir því að svona getur farið. Þegar fólk skyndilega kemst í álnir, jafnvel eftir litla fyrirhöfn eða fyrir glópalán, virðist vera segin saga að fólk fari að hegða sér eins og það geti átt von á því að tekjustreymið verði óbreytt um ómunatíð. Þá er veruleikafirring á háu stigi, eins og virðst vera í tilfelli Jackson, ekki líkleg til þess að stuðla að skynsamlegum ákvörðunum í fjármálum heimilisins. Jackson virðist hafa einstaka getu til þess að eyða peningum í vitleysu og þótt það sé erfitt fyrir venjulegt fólk að ímynda sér hvernig hægt er að eyða hundruðum milljóna í verslunarferð þá hefur Jackson sýnt að allt er hægt ef viljinn - eða brjálsemin - er fyrir hendi. En þótt fjárhagsvandræði Jackson geti verið spaugileg í ákveðnu ljósi þá er hann líklega ekki eins ólíkur okkur flestum í þessu tilliti og við viljum vera láta. Hér á landi er í gangi mikið neyslufyllerí þar sem húsnæðislán og yfirdráttarlán eru notuð til þess að fjármagna kaup á hinum og þessum óþarfa. Á meðan svigrúm er til staðar þá líður flestum eins og þeir hafi vel efni á nýja sjónvarpinu, sumarbústaðnum og íbúðinni en hins vegar þarf gjarnan lítið til þess að endar hætti að ná saman. Úr því að manni á borð við Jackson tekst að rústa eigin fjármálum með óhófi þá gildir það sama um okkur hin. Vera má að Jackson hefði haft gott af því að heyra ráðleggingar gamallar íslenskrar konu sem hafði tekist að nurla saman dágóðum sjóði með því að lifa eftir tveimur ágætum reglum. Sú fyrri er: "Maður kaupir ekki það sem mann langar í, ekki það sem mann vantar, heldur aðeins það sem maður getur ekki verið án." Hin reglan var þessi: "Ef það er ekki til í Kaupfélaginu þá vantar mig það ekki." Þórlindur Kjartansson
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun