San Antonio NBA meistarar 24. júní 2005 00:01 Tim Duncan átti eina af sínum slökustu seríum á ferlinum í úrslitunum gegn Detroit, en hann lét það ekki á sig fá og fór fyrir sínum mönnum í lokin á oddaleiknum í gær, þegar San Antonio tryggði sér þriðja titilinn á sjö árum með 81-74 sigri á Detroit. Þetta var lægsta stigaskor í sjöunda leik úrslitanna í sögunni, en vel mátti reikna með að hart yrði barist í þessum leik, þar sem saman voru komin bestu varnarlið deildarinnar og allt var undir. Eflaust hefur farið um marga i SBC Center í gær þegar Detroit náði ágætis forskoti í þriðja leikhlutanum og Tim Duncan misnotaði hvert skotið á fætur öðru. Hann hristi þó af sér slenið, skoraði 25 stig og var gríðarlega öflugur á lokakaflanum. David Robinson, fyrrum félagi hans hjá San Antonio og einn af betri miðherjum í sögu deildarinnar átti ekki til orð til að lýsa Duncan eftir að titillinn var í höfn, en hann var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar í þriðja sinn á ferlinum. "Tim sýndi að hann gat ekki bara staðist pressuna, heldur spilað frábærlega undir pressu. Margir iþróttamenn hefðu látið undan þessari pressu, en hann sýndi ótrúlegan karakter í að leiða liðið til sigurs. Ég er svo stoltur af honum og mér fannst hann stimpla sig endanlega inn sem einn allra besti kraftframherji sögunnar," sagði Robinson. Manu Ginobili var einnig frábær í gær og skoraði 23 stig. Hann hafði átt erfitt uppdráttar í síðustu leikjum eins og flestir í San Antonio liðinu, því vörn Detroit var eins góð og sést hefur í úrslitum NBA. Tim Duncan tók ofan fyrir Argentínumanninum og hrósaði honum. "Ég held að við höfum enn ekki séð nema brot af því sem hann getur. Hann á eftir að halda áfram að vaxa sem leikmaður og við eigum eftir að halda áfram að vaxa í kring um hann," sagði Duncan, sem var kannski óljóst að gefa til kynna að þess verði ekki langt að bíða að Ginobili verði leiðtogi liðsins. "Við sigruðum ótrúlegt lið í þessu einvígi, ég veit ekki hvernig í andskotanum við fórum að því, en það tókst," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. "Ég er alveg jafn stoltur af liðinu mínu í ár eins og þegar við unnum í fyrra," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem líklega var að þjálfa liðið í síðasta sinn. Detroit liðið hefur verið frábært í úrslitakeppninni í ár og hefur náð lengra en nokkur þorði að vona. Karakterinn í liðinu er ótrúlegur og það náði hvað eftir annað að vinna sig út úr vandræðum með baráttu og góðum varnarleik. DETROITSAN ANTONIOStig7481Skot-skot reynd,%31-74 (.419)29-68 (.426)3ja stiga skot-skot reynd,%2-14 (.143)7-11 (.636)Víti-víti reynd10-14 (.714)16-19 (.842)Fráköst (í sókn/heildar)8-348-38Stoðsendingar1714Tapaðir boltar613Stolnir84Varin skot67Stig úr hraðaupphlaupum84Villur (tækni/ásetnings)24 (0/0)20 (0/0)Mesta forysta í leik98Atkvæðamestir hjá Detroit: Richard Hamilton 15 stig (8 frák), Chauncey Billups 13 stig (8 stoðs), Ben Wallace 12 stig (11 frák), Rasheed Wallace 11 stig, Antonio McDyess 10 stig (7 frák), Tayshaun Prince 9, Lindsay Hunter 4 stig.Atkvæðamestir í liði San Antonio: Tim Duncan 25 stig (11 frák), Manu Ginobili 23 stig (5 frák, 4 stoðs), Robert Horry 15 stig (5 frák), Tony Parker 8 stig, Bruce Bowen 5 stig (4 frák), Brent Barry 5 stig (4 frák). NBA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sjá meira
Tim Duncan átti eina af sínum slökustu seríum á ferlinum í úrslitunum gegn Detroit, en hann lét það ekki á sig fá og fór fyrir sínum mönnum í lokin á oddaleiknum í gær, þegar San Antonio tryggði sér þriðja titilinn á sjö árum með 81-74 sigri á Detroit. Þetta var lægsta stigaskor í sjöunda leik úrslitanna í sögunni, en vel mátti reikna með að hart yrði barist í þessum leik, þar sem saman voru komin bestu varnarlið deildarinnar og allt var undir. Eflaust hefur farið um marga i SBC Center í gær þegar Detroit náði ágætis forskoti í þriðja leikhlutanum og Tim Duncan misnotaði hvert skotið á fætur öðru. Hann hristi þó af sér slenið, skoraði 25 stig og var gríðarlega öflugur á lokakaflanum. David Robinson, fyrrum félagi hans hjá San Antonio og einn af betri miðherjum í sögu deildarinnar átti ekki til orð til að lýsa Duncan eftir að titillinn var í höfn, en hann var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar í þriðja sinn á ferlinum. "Tim sýndi að hann gat ekki bara staðist pressuna, heldur spilað frábærlega undir pressu. Margir iþróttamenn hefðu látið undan þessari pressu, en hann sýndi ótrúlegan karakter í að leiða liðið til sigurs. Ég er svo stoltur af honum og mér fannst hann stimpla sig endanlega inn sem einn allra besti kraftframherji sögunnar," sagði Robinson. Manu Ginobili var einnig frábær í gær og skoraði 23 stig. Hann hafði átt erfitt uppdráttar í síðustu leikjum eins og flestir í San Antonio liðinu, því vörn Detroit var eins góð og sést hefur í úrslitum NBA. Tim Duncan tók ofan fyrir Argentínumanninum og hrósaði honum. "Ég held að við höfum enn ekki séð nema brot af því sem hann getur. Hann á eftir að halda áfram að vaxa sem leikmaður og við eigum eftir að halda áfram að vaxa í kring um hann," sagði Duncan, sem var kannski óljóst að gefa til kynna að þess verði ekki langt að bíða að Ginobili verði leiðtogi liðsins. "Við sigruðum ótrúlegt lið í þessu einvígi, ég veit ekki hvernig í andskotanum við fórum að því, en það tókst," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. "Ég er alveg jafn stoltur af liðinu mínu í ár eins og þegar við unnum í fyrra," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem líklega var að þjálfa liðið í síðasta sinn. Detroit liðið hefur verið frábært í úrslitakeppninni í ár og hefur náð lengra en nokkur þorði að vona. Karakterinn í liðinu er ótrúlegur og það náði hvað eftir annað að vinna sig út úr vandræðum með baráttu og góðum varnarleik. DETROITSAN ANTONIOStig7481Skot-skot reynd,%31-74 (.419)29-68 (.426)3ja stiga skot-skot reynd,%2-14 (.143)7-11 (.636)Víti-víti reynd10-14 (.714)16-19 (.842)Fráköst (í sókn/heildar)8-348-38Stoðsendingar1714Tapaðir boltar613Stolnir84Varin skot67Stig úr hraðaupphlaupum84Villur (tækni/ásetnings)24 (0/0)20 (0/0)Mesta forysta í leik98Atkvæðamestir hjá Detroit: Richard Hamilton 15 stig (8 frák), Chauncey Billups 13 stig (8 stoðs), Ben Wallace 12 stig (11 frák), Rasheed Wallace 11 stig, Antonio McDyess 10 stig (7 frák), Tayshaun Prince 9, Lindsay Hunter 4 stig.Atkvæðamestir í liði San Antonio: Tim Duncan 25 stig (11 frák), Manu Ginobili 23 stig (5 frák, 4 stoðs), Robert Horry 15 stig (5 frák), Tony Parker 8 stig, Bruce Bowen 5 stig (4 frák), Brent Barry 5 stig (4 frák).
NBA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sjá meira