Samfélagslegt gildi almannapersóna Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. júlí 2005 00:01 Mikið hefur verið rætt, ritað og deilt um hlutverk fjölmiðla undanfarið. Það varla að rekja upphaf þessa fjaðrafoks hér en djöfulgangurinn hefur aðallega snúist um fréttaflutning tímaritsins Hér&Nú og dagblaðsins DV um nafngreinda einstaklinga og þá hvort viðkomandi geti flokkast sem svokallaðar opinberar persónur og verði því að búa við skert einkalíf. Persónuvernd hefur blandað sér í málið og hefur meira að segja endurskilgreint opinberu persónuna sem mun væntanlega hér eftir vera "almannapersóna". Persónuvernd gengst við því að almannapersónur "verði að sæta umfjöllun umfram aðra borgara," af hinum ýmsu ástæðum. Persónuvernd heldur því þó einnig vandlega til haga að þetta þýði ekki að "almannapersónur" eigi ekki rétt á einkalífi. Fréttamenn hafi þó "verulegt svigrúm til þess að vinna með persónuupplýsingar í þágu fréttamennsku þegar umfjöllunarefnið hefur samfélagslegt eða þjóðfélagslegt gildi." Þarna vandast málið nokkuð þar sem það getur verið býsna fljótandi í hugum fólks hvað hafi "þjóðfélagslegt gildi" og hvað ekki. Handrukkarinn Annþór Kristján Karlsson lítur, til dæmis, væntanlega ekki á sig sem "almannapersónu" og sér líklega ekkert þjóðfélagslegt gildi í opinskárri umfjöllun DV um kauða. Ritstjórn DV er hins vegar á öndverðum meiði og telur afrekaskrá Annþórs eiga full erindi við almenning. Persónuvernd viðurkennir einnig í áliti sínu að það verði að taka ritstjórnarlega ákvörðun um nálgunarleiðir og birtingu hvers máls fyrir sig. Þetta er allt gott og blessað en hnífurinn mun auðvitað áfram standa nákvæmlega þarna í kúnni og það munu alltaf blossa upp deilur um tiltekin mál. Persónuvernd getur ályktað eins og henni sýnist en það getur ekki flokkast undir hennar hlutverk, né nokkurrar annarrar stofnunnar, að skera úr um hver sé almannapersóna hverju sinni og hvaða mál hafi þjóðfélagslegt gildi. Þetta eru spurningar sem allar ritstjórnir standa frammi fyrir mörgum sinnum á dag og blaðamaður, frétta- og ritstjóri þurfa að taka siðferðilegar ákvarðanir um birtingu efnis í tíma og ótíma. Áherslur fjölmiðla eru sem betur fer mismunandi og það mun sem betur fer aldrei ríkja sátt um þá alla. Það sem gerir margar ákvarðanir umdeildar er sú gamla blekking um að fjölmiðlar séu eitthver "fjórða vald" og um þá gildi svipuð lögmál og aðrar opinberar valdastofnanir. Þessi falsmynd byggir á hroka ákveðinna blaðamanna og fjölmiðla. Þeirra sem telja sig yfir aðra hafna í skjóli einhvers óskilgreinds valds og svo auðvitað ofmati almennings sem kýs að kaupa þessa vitleysu. Þessi ranghugmynd lifir sennilega bestu lífi á þeim fjölmiðlum sem eru stofnanir í sjálfum sér; RÚV og Morgunblaðinu. Þeir sem fá út úr því að benda fingrum og bannfæra aðra fjölmiðla fyrir að ganga lengra en stofnanirnar ættu að staldra aðeins við og íhuga hvort þeir vildu virkilega hafast við í dauðhreinsuðu fjölmiðlaumhverfi þar sem þessir tveir pólar væru upphaf og endir allrar umræðu? Það er ekki, og getur aldrei orðið, raunverulegt hlutverk fjölmiðla að hlífa lesendum eða viðfangsefnum sínum og það verður alltaf einhverjum, einhvers staðar misboðið. Það gæti samt aðeins mildað vandlætinguna ef fólk gerði sér grein fyrir því að fjölmiðlafólk hefur engin völd; það vinnur bara við að segja fréttir en þá vinnu má svo auðvitað leysa misvel af hendi. thorarinn@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt, ritað og deilt um hlutverk fjölmiðla undanfarið. Það varla að rekja upphaf þessa fjaðrafoks hér en djöfulgangurinn hefur aðallega snúist um fréttaflutning tímaritsins Hér&Nú og dagblaðsins DV um nafngreinda einstaklinga og þá hvort viðkomandi geti flokkast sem svokallaðar opinberar persónur og verði því að búa við skert einkalíf. Persónuvernd hefur blandað sér í málið og hefur meira að segja endurskilgreint opinberu persónuna sem mun væntanlega hér eftir vera "almannapersóna". Persónuvernd gengst við því að almannapersónur "verði að sæta umfjöllun umfram aðra borgara," af hinum ýmsu ástæðum. Persónuvernd heldur því þó einnig vandlega til haga að þetta þýði ekki að "almannapersónur" eigi ekki rétt á einkalífi. Fréttamenn hafi þó "verulegt svigrúm til þess að vinna með persónuupplýsingar í þágu fréttamennsku þegar umfjöllunarefnið hefur samfélagslegt eða þjóðfélagslegt gildi." Þarna vandast málið nokkuð þar sem það getur verið býsna fljótandi í hugum fólks hvað hafi "þjóðfélagslegt gildi" og hvað ekki. Handrukkarinn Annþór Kristján Karlsson lítur, til dæmis, væntanlega ekki á sig sem "almannapersónu" og sér líklega ekkert þjóðfélagslegt gildi í opinskárri umfjöllun DV um kauða. Ritstjórn DV er hins vegar á öndverðum meiði og telur afrekaskrá Annþórs eiga full erindi við almenning. Persónuvernd viðurkennir einnig í áliti sínu að það verði að taka ritstjórnarlega ákvörðun um nálgunarleiðir og birtingu hvers máls fyrir sig. Þetta er allt gott og blessað en hnífurinn mun auðvitað áfram standa nákvæmlega þarna í kúnni og það munu alltaf blossa upp deilur um tiltekin mál. Persónuvernd getur ályktað eins og henni sýnist en það getur ekki flokkast undir hennar hlutverk, né nokkurrar annarrar stofnunnar, að skera úr um hver sé almannapersóna hverju sinni og hvaða mál hafi þjóðfélagslegt gildi. Þetta eru spurningar sem allar ritstjórnir standa frammi fyrir mörgum sinnum á dag og blaðamaður, frétta- og ritstjóri þurfa að taka siðferðilegar ákvarðanir um birtingu efnis í tíma og ótíma. Áherslur fjölmiðla eru sem betur fer mismunandi og það mun sem betur fer aldrei ríkja sátt um þá alla. Það sem gerir margar ákvarðanir umdeildar er sú gamla blekking um að fjölmiðlar séu eitthver "fjórða vald" og um þá gildi svipuð lögmál og aðrar opinberar valdastofnanir. Þessi falsmynd byggir á hroka ákveðinna blaðamanna og fjölmiðla. Þeirra sem telja sig yfir aðra hafna í skjóli einhvers óskilgreinds valds og svo auðvitað ofmati almennings sem kýs að kaupa þessa vitleysu. Þessi ranghugmynd lifir sennilega bestu lífi á þeim fjölmiðlum sem eru stofnanir í sjálfum sér; RÚV og Morgunblaðinu. Þeir sem fá út úr því að benda fingrum og bannfæra aðra fjölmiðla fyrir að ganga lengra en stofnanirnar ættu að staldra aðeins við og íhuga hvort þeir vildu virkilega hafast við í dauðhreinsuðu fjölmiðlaumhverfi þar sem þessir tveir pólar væru upphaf og endir allrar umræðu? Það er ekki, og getur aldrei orðið, raunverulegt hlutverk fjölmiðla að hlífa lesendum eða viðfangsefnum sínum og það verður alltaf einhverjum, einhvers staðar misboðið. Það gæti samt aðeins mildað vandlætinguna ef fólk gerði sér grein fyrir því að fjölmiðlafólk hefur engin völd; það vinnur bara við að segja fréttir en þá vinnu má svo auðvitað leysa misvel af hendi. thorarinn@frettabladid.is
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun