Draumurinn að spila í úrvalsdeild 20. júlí 2005 00:01 Watford samþykkti í vikunni tilboð Reading í landsliðsmanninn Brynjar Björn Gunnarsson og mun hann af öllum líkindum ganga formlega frá samningum í dag eða á morgun. Þetta er fjórða enska félagið sem Brynjar Björn leikur með en hann hefur áður verið á mála hjá Stoke City, Nottingham Forest og vitaskuld Watford þar sem hann, ásamt Heiðari Helgusyni, var með betri mönnum liðsins á síðustu leiktíð. Heiðar Helguson var seldur til Fulham í úrvalsdeildinni og nú Brynjar Björn og þó svo að hann sé enn í 1. deildinni hefur hann ekki gefið úrvalsdeildardrauminn upp á bátinn. "Það er auðvitað draumur minn eins og allra annarra að spila í úrvalsdeildinni. Þar hef ég aldrei fengið að spreyta mig en það væri gaman að fá tækifæri til þess," sagði Brynjar Björn í gær. "Ég verð þrítugur í október næstkomandi og þetta eiga að vera bestu ár mín sem knattspyrnumanns," bætir hann við. Reading er sterkt félag og þó nokkuð stærra en Watford en lið félagsins átti góðan séns á úrvalsdeildarsæti í vetur en lauk keppni í 7. sæti, einu sæti frá því sæti sem veitir þátttökurétt í umspilskeppnini um síðasta lausa sæti úrvalsdeildarinnar. Brynjar Björn segist vissulega hafa verið smeykur við að söðla um í enn eina skiptið en að hlutirnir hafi gengið hratt fyrir sig og hann sé nú spenntur fyrir nýjum ferli hjá nýju félagi. Hann vonast þó til að þurfa ekki að flytja búsóð sína. "Þetta er um klukkutíma akstur frá okkur og ég ætla að sjá til hvernig gengur að keyra þessa leið -- alla vega til að byrja með. Okkur líður vel þar sem við erum og ég var alls ekki að leitast eftir því að skipta um félag. Ég átti enn eitt ár eftir hjá samningi mínum og ef þeir hefðu boðið mér framlengingu á honum hefði ég eflaust tekið því." Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira
Watford samþykkti í vikunni tilboð Reading í landsliðsmanninn Brynjar Björn Gunnarsson og mun hann af öllum líkindum ganga formlega frá samningum í dag eða á morgun. Þetta er fjórða enska félagið sem Brynjar Björn leikur með en hann hefur áður verið á mála hjá Stoke City, Nottingham Forest og vitaskuld Watford þar sem hann, ásamt Heiðari Helgusyni, var með betri mönnum liðsins á síðustu leiktíð. Heiðar Helguson var seldur til Fulham í úrvalsdeildinni og nú Brynjar Björn og þó svo að hann sé enn í 1. deildinni hefur hann ekki gefið úrvalsdeildardrauminn upp á bátinn. "Það er auðvitað draumur minn eins og allra annarra að spila í úrvalsdeildinni. Þar hef ég aldrei fengið að spreyta mig en það væri gaman að fá tækifæri til þess," sagði Brynjar Björn í gær. "Ég verð þrítugur í október næstkomandi og þetta eiga að vera bestu ár mín sem knattspyrnumanns," bætir hann við. Reading er sterkt félag og þó nokkuð stærra en Watford en lið félagsins átti góðan séns á úrvalsdeildarsæti í vetur en lauk keppni í 7. sæti, einu sæti frá því sæti sem veitir þátttökurétt í umspilskeppnini um síðasta lausa sæti úrvalsdeildarinnar. Brynjar Björn segist vissulega hafa verið smeykur við að söðla um í enn eina skiptið en að hlutirnir hafi gengið hratt fyrir sig og hann sé nú spenntur fyrir nýjum ferli hjá nýju félagi. Hann vonast þó til að þurfa ekki að flytja búsóð sína. "Þetta er um klukkutíma akstur frá okkur og ég ætla að sjá til hvernig gengur að keyra þessa leið -- alla vega til að byrja með. Okkur líður vel þar sem við erum og ég var alls ekki að leitast eftir því að skipta um félag. Ég átti enn eitt ár eftir hjá samningi mínum og ef þeir hefðu boðið mér framlengingu á honum hefði ég eflaust tekið því."
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira