Þurfum sterk einkarekin fyrirtæki 28. júlí 2005 00:01 Samkeppni við ríkið - Jón Jarl Þorgrímsson framkvæmdastjóri Valdhafar og ríkisfyrirtæki hafa margoft orðið uppvís að því að misnota stöðu sína og beita sér að fullu afli eins og um einkafyrirtæki sé að ræða en ekki opinber þar sem gæta skal hófs vegna forgjafar og sérstöðu eigandans. Bendi ég sérstaklega á RUV, Símann og Póstinn. Hér skal tekið dæmi af Póstinum. Fyrir nokkrum árum rak undirritaður lítið fyrirtæki í samkeppni við Póstinn, í dreifingu á fjölpósti, sem starfaði á þeim 5% hluta markaðarins sem ekki var háður einkarétti ríkisins, sem ríkisfyrirtækinu Póstinum var úthlutað, og var sú þjónusta virðisaukaskattsskyld. Fljótlega varð okkur ljóst að Pósturinn var ekki að skila virðisaukaskatti og hafði ekki gert árum saman. En allir vita að ef þjónusta er veitt sem ber að innheimta viðrisaukaskatt af skal skila skattinum hvort sem viðkomandi fyrirtæki innheimtir hann sérstaklega eða ekki. Vöktum við athygli skattayfirvalda á þessum umfangsmiklu "skattsvikum" Póstsins, en þau aðhöfðust ekkert. Þegar við sáum að ekkert yrði aðhafst áhváðum við að senda stjórnsýslukæru á Ríkisskattstjóra fyrir að sinna ekki embættisskyldum sínum sem og við gerðum. Og loksins fór eitthvað að gerast, en ekki alveg það sem við bjuggumst við, Ríkisskattstjóri ákvað að taka okkur í skattrannsókn, ekki Póstinn! Var okkur tjáð að um rökstuddan grun væri að ræða fyrir rannsókninni og ógnað á annan hátt. Þessi rannsókn fór þannig að bókhaldinu var haldið í um átta mánuði og síðan skilað athugasemdalaust. Skilaboðin frá valdhöfunum voru augljós. En við höfðum rétt fyrir okkur varðandi virðisaukaskattinn og sannaðist það þegar Halldór Blöndal, þá samgöngumálaráðherra, gekkst nokkrum mánuðum síðar fyrir lagabreytingu á Alþingi þannig að öll póstdreifing varð undanþegin virðisaukaskatti. Lög eru aldrei afturvirk en samt var Póstinum aldrei gert að greiða vangoldinn virðisaukaskatt. Við vitum öll hvað gerst hefði ef einkafyrirtæki hefði ekki skilað virðisaukaskatti uppá hundruð milljóna króna. Ég tel það augljóst að fyrirtæki í eigu ríkisins muni alltaf njóta þess að valdhafarnir eru þeirra megin og að valdhafarnir muni alltaf misnota völd sín "sínum" fyrirtækjum til framdráttar. Öfunda ég ekki þá aðila sem standa í rekstri á sviðum þar sem ríkisfyrirtæki eru sterk eins og t.d. í sjónvarpi og útvarpi. Við þurfum sterk einkarekin fyrirtæki til að keppa við ríkisfyrirtækin, veita þeim aðhald og þrýsta á framþróun og samkeppnisúrbætur. Lengi lifi Baugur Group og öll þessi frábæru fyrirtæki í einkaeign sem þora. Það er ömurlegt að þurfa að keppa við ríkisfyrirtæki vegna þess að þau njóta sjálfkrafa forgjafar og sérstöðu vegna eiganda síns. Öll jafnræðis- og samkeppnissjónarmið mega sín einskis vegna þess að valdhafarnir hafa ákveðið að viðkomandi fyrirtæki skuli vera í rekstri á kostnað og áhættu skattborgarana sama hvað það kostar og hafa jafnvel breytt lögum til að þau henti ríkisfyrirtækjum betur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Samkeppni við ríkið - Jón Jarl Þorgrímsson framkvæmdastjóri Valdhafar og ríkisfyrirtæki hafa margoft orðið uppvís að því að misnota stöðu sína og beita sér að fullu afli eins og um einkafyrirtæki sé að ræða en ekki opinber þar sem gæta skal hófs vegna forgjafar og sérstöðu eigandans. Bendi ég sérstaklega á RUV, Símann og Póstinn. Hér skal tekið dæmi af Póstinum. Fyrir nokkrum árum rak undirritaður lítið fyrirtæki í samkeppni við Póstinn, í dreifingu á fjölpósti, sem starfaði á þeim 5% hluta markaðarins sem ekki var háður einkarétti ríkisins, sem ríkisfyrirtækinu Póstinum var úthlutað, og var sú þjónusta virðisaukaskattsskyld. Fljótlega varð okkur ljóst að Pósturinn var ekki að skila virðisaukaskatti og hafði ekki gert árum saman. En allir vita að ef þjónusta er veitt sem ber að innheimta viðrisaukaskatt af skal skila skattinum hvort sem viðkomandi fyrirtæki innheimtir hann sérstaklega eða ekki. Vöktum við athygli skattayfirvalda á þessum umfangsmiklu "skattsvikum" Póstsins, en þau aðhöfðust ekkert. Þegar við sáum að ekkert yrði aðhafst áhváðum við að senda stjórnsýslukæru á Ríkisskattstjóra fyrir að sinna ekki embættisskyldum sínum sem og við gerðum. Og loksins fór eitthvað að gerast, en ekki alveg það sem við bjuggumst við, Ríkisskattstjóri ákvað að taka okkur í skattrannsókn, ekki Póstinn! Var okkur tjáð að um rökstuddan grun væri að ræða fyrir rannsókninni og ógnað á annan hátt. Þessi rannsókn fór þannig að bókhaldinu var haldið í um átta mánuði og síðan skilað athugasemdalaust. Skilaboðin frá valdhöfunum voru augljós. En við höfðum rétt fyrir okkur varðandi virðisaukaskattinn og sannaðist það þegar Halldór Blöndal, þá samgöngumálaráðherra, gekkst nokkrum mánuðum síðar fyrir lagabreytingu á Alþingi þannig að öll póstdreifing varð undanþegin virðisaukaskatti. Lög eru aldrei afturvirk en samt var Póstinum aldrei gert að greiða vangoldinn virðisaukaskatt. Við vitum öll hvað gerst hefði ef einkafyrirtæki hefði ekki skilað virðisaukaskatti uppá hundruð milljóna króna. Ég tel það augljóst að fyrirtæki í eigu ríkisins muni alltaf njóta þess að valdhafarnir eru þeirra megin og að valdhafarnir muni alltaf misnota völd sín "sínum" fyrirtækjum til framdráttar. Öfunda ég ekki þá aðila sem standa í rekstri á sviðum þar sem ríkisfyrirtæki eru sterk eins og t.d. í sjónvarpi og útvarpi. Við þurfum sterk einkarekin fyrirtæki til að keppa við ríkisfyrirtækin, veita þeim aðhald og þrýsta á framþróun og samkeppnisúrbætur. Lengi lifi Baugur Group og öll þessi frábæru fyrirtæki í einkaeign sem þora. Það er ömurlegt að þurfa að keppa við ríkisfyrirtæki vegna þess að þau njóta sjálfkrafa forgjafar og sérstöðu vegna eiganda síns. Öll jafnræðis- og samkeppnissjónarmið mega sín einskis vegna þess að valdhafarnir hafa ákveðið að viðkomandi fyrirtæki skuli vera í rekstri á kostnað og áhættu skattborgarana sama hvað það kostar og hafa jafnvel breytt lögum til að þau henti ríkisfyrirtækjum betur!
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar