Fengu sneið af amerísku bökunni 20. ágúst 2005 00:01 Helgi Magnússon og Jakob Sigurðarson hafa stundað nám samhliða því að leika körfuknattleik í Bandaríkjunum undanfarin ár. Fréttablaðið fékk að skyggnast inn í líf íþróttamanns í Háskóla í Suðurríkjunum Þeir Helgi og Jakob fóru sem skiptinemar í sama menntaskóla í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum og náðu þar að koma ár sinni nógu vel fyrir borð til að vera boðið á körfuboltanámsstyrk. Helgi á einu ári ólokið í Háskóla sínum í Suður-Karólínu, þar sem hann leikur með Catawba Indians, en Jakob útskrifaðist nú í vor frá Birmingham Southern College, þar sem hann var valinn íþróttamaður ársins á síðasta ári sínu. Blaðamaður hitti þá félaga á kaffihúsi á dögunum og vildi vita hvort líf ungra íþróttamanna í amerískum háskólum væri eins og það kemur okkur fyrir sjónir í bíómyndunum. Ekta sveitalubbar „Fólkið þarna í suðurríkjunum er yfir höfuð mjög viðkunnalegt og það tók mjög vel á móti mér þegar ég kom," sagði Helgi þegar ég spurði þá félaga hvernig þeir ættu skap við Bandaríkjamennina. „Maður var dálítinn tíma að venjast hreimnum hjá fólkinu þarna í suðrinu, því hann er mjög sterkur og svo sá maður fimmtuga karlmenn í hlýrabolum með sítt að aftan, sem þótti ekkert tiltökumál," sagði Helgi hlæjandi, en hann stundaði nám í frekar litlum bæ og sagði að þar væri stemmingin mjög sveitaleg og afslöppuð. Jakob tekur í sama streng. „Ég fann það svo greinilega þegar maður var á keppnisferðalögum í norðrinu að þar var viðmótið sem maður fékk allt annað og ekki nærri eins hlýlegt." Báðir sögðust þeir félagar stundum hafa orðið varir við það að áhorfendur á útileikjunum tóku þá fyrir og hrópuðu á þá niðrandi athugasemdir um þjóðerni þeirra eða útlit. „Það var dálítið merkilegt og mér fannst alltaf gaman þegar var öskrað á mann því það svona kveikti dálítið í manni. Það merkilega við það var að svo kom þetta sama fólk til manns og hrósaði manni eftir leikinn, þannig að þessi hróp voru bara partur af leiknum," sagði Helgi. Slappar klappstýrur Blaðamaður spurði þá félaga næst út í samnemendur þeirra og skemmtanalífið á heimavistunum. „Það eru allar útgáfur af fólki þarna víðsvegar að úr landinu og því má segja að séu allra þjóða kvikindi þarna. Þó að þetta fólk sé með ólíkan menningarlegan bakgrunn og við er þetta fólk samt ekkert öðruvísi en við. Það gefst lítill tími til skemmtana þegar maður er á þessum ströngu æfingum með náminu og satt best að segja var frekar lítið um það á meðan skólinn var í gangi. Maður var aðallega innan um aðra íþróttamenn og þeir voru allir í þessu sama prógrammi og við. Auðvitað voru einhverjir skemmtanamenn þarna inn á milli, en það bar lítið á því," sagði Helgi. Því næst víkur talið óumflýjanlega að klappstýrunum frægu, hvernig skyldu þær vera? „Þeir meiga bara alveg eiga þær fyrir mér," sagði Helgi snöggt, en hló svo dátt. „Þær eru alltaf á sveimi í kring um strákana í ameríska fótboltanum og kannski þessa frægustu íþróttamenn, en þetta voru ekki stelpur sem voru að höfða til mín enda hætti liðið með þær fljótlega af því þær voru svo lélegar," bætti hann við og Jakob samsinnti því, enda var hann lengst af lofaður þegar hann var úti. Hæna á hótelinu „Námið þarna úti var ekkert mjög erfitt og ég er ekki frá því að það sé auðveldara en hérna heima. Þarna úti er líka tekið mjög gott tillit til manns í náminu vegna keppnisferðalaga og þannig. Kennararnir eru flestir mjög fínir og sýna því skilning ef maður missir úr tímum og svoleiðis. Maður var yfirleitt að æfa körfubolta svona þrjá klukkutíma á dag og svo eitthvað annað eins í skólanum. Stundum voru líka aukaæfingar yfir daginn, en það má segja að námið og karfan hafi tekið mest allan tímann hjá manni, en auðvitað fara menn stundum í bíó og eitthvað svoleiðis," sagði Jakob, sem aðspurður sagðist ekki hafa verið í neinu bræðrafélaganna við skólann sinn. „Ég hafði bara engan tíma í það," sagði hann en það þýðir ekki að hann og félagar hans í liðinu hafi ekki fundið sér eitthvað til dundurs. „Maður var nú dálítið iðinn við að stríða félögum sínum til að lyfta upp stemmingunni og ég man að einu sinni þegar við vorum á keppnisferðalagi í San Francisco, fórum við á flóamarkað í Kínahverfinu þar sem hægt var að kaupa nánast allt. Við versluðum okkur hænu sem við stungum í poka og komum fyrir inni á herbergi aðstoðarþjálfarans á hótelinu. Það þarf ekki að taka fram hvernig umhorfs var í herberginu þegar hann kom heim um kvöldið, hann gerði allt vitlaust á hótelinu og var dálítinn tíma að jafna sig á þessu," sagði Jakob hlæjandi, en bætti við að hann hefði að lokum geta hlegið að hinu séríslenska gríni. Beðið fyrir Bush En hvað skyldi hafa komið þeim félögum mest á óvart við komu sína til Bandaríkjanna. „Ætli það hafi ekki verið trúarhitinn í fólkinu þarna. Sérstaklega í menntaskólanum þar sem við vorum. Þar voru bænir og kirkjuferðir mjög stór partur af daglegri rútínu, þannig að við vorum orðnir vanir því þegar í háskólann var komið. Ég man til dæmis hvað mér brá þegar ég var á heimili fyrir forsetakosningarnar þegar Bush var kjörinn fyrst. Þá var húsfreyjan á hnjánum fyrir framan sjónvarpið þegar Bush var að flytja síðustu framboðsræðurnar sínar og bað hástöfum til Guðs að hann yrði kosinn. Það var ótrúlegt að sjá hvað þetta fólk sá ekki sólina fyrir þessum manni og mér þótti ansi gaman að viðra skoðanir mínar á honum við krakkana þarna, við ansi dræmar undirtektir. Svo man ég þegar við fórum að sjá Mel Gibson myndina „Passion of the Christ" í bíó. Þá voru margir sem gengu út af henni og höndluðu ekki að horfa á hana og mjög margir krakkar þarna, strákar og stelpur, voru hágrátandi í langan tíma á myndinni og eftir hana. Það var dálítið sérstakt að sjá það," sagði Helgi, sem í haust fer aftur út og klárar námið sitt, en Jakob er kominn á samning hjá þýska liðinu Leverkusen þar sem hann mun spila næsta vetur. Körfubolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Sjá meira
Helgi Magnússon og Jakob Sigurðarson hafa stundað nám samhliða því að leika körfuknattleik í Bandaríkjunum undanfarin ár. Fréttablaðið fékk að skyggnast inn í líf íþróttamanns í Háskóla í Suðurríkjunum Þeir Helgi og Jakob fóru sem skiptinemar í sama menntaskóla í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum og náðu þar að koma ár sinni nógu vel fyrir borð til að vera boðið á körfuboltanámsstyrk. Helgi á einu ári ólokið í Háskóla sínum í Suður-Karólínu, þar sem hann leikur með Catawba Indians, en Jakob útskrifaðist nú í vor frá Birmingham Southern College, þar sem hann var valinn íþróttamaður ársins á síðasta ári sínu. Blaðamaður hitti þá félaga á kaffihúsi á dögunum og vildi vita hvort líf ungra íþróttamanna í amerískum háskólum væri eins og það kemur okkur fyrir sjónir í bíómyndunum. Ekta sveitalubbar „Fólkið þarna í suðurríkjunum er yfir höfuð mjög viðkunnalegt og það tók mjög vel á móti mér þegar ég kom," sagði Helgi þegar ég spurði þá félaga hvernig þeir ættu skap við Bandaríkjamennina. „Maður var dálítinn tíma að venjast hreimnum hjá fólkinu þarna í suðrinu, því hann er mjög sterkur og svo sá maður fimmtuga karlmenn í hlýrabolum með sítt að aftan, sem þótti ekkert tiltökumál," sagði Helgi hlæjandi, en hann stundaði nám í frekar litlum bæ og sagði að þar væri stemmingin mjög sveitaleg og afslöppuð. Jakob tekur í sama streng. „Ég fann það svo greinilega þegar maður var á keppnisferðalögum í norðrinu að þar var viðmótið sem maður fékk allt annað og ekki nærri eins hlýlegt." Báðir sögðust þeir félagar stundum hafa orðið varir við það að áhorfendur á útileikjunum tóku þá fyrir og hrópuðu á þá niðrandi athugasemdir um þjóðerni þeirra eða útlit. „Það var dálítið merkilegt og mér fannst alltaf gaman þegar var öskrað á mann því það svona kveikti dálítið í manni. Það merkilega við það var að svo kom þetta sama fólk til manns og hrósaði manni eftir leikinn, þannig að þessi hróp voru bara partur af leiknum," sagði Helgi. Slappar klappstýrur Blaðamaður spurði þá félaga næst út í samnemendur þeirra og skemmtanalífið á heimavistunum. „Það eru allar útgáfur af fólki þarna víðsvegar að úr landinu og því má segja að séu allra þjóða kvikindi þarna. Þó að þetta fólk sé með ólíkan menningarlegan bakgrunn og við er þetta fólk samt ekkert öðruvísi en við. Það gefst lítill tími til skemmtana þegar maður er á þessum ströngu æfingum með náminu og satt best að segja var frekar lítið um það á meðan skólinn var í gangi. Maður var aðallega innan um aðra íþróttamenn og þeir voru allir í þessu sama prógrammi og við. Auðvitað voru einhverjir skemmtanamenn þarna inn á milli, en það bar lítið á því," sagði Helgi. Því næst víkur talið óumflýjanlega að klappstýrunum frægu, hvernig skyldu þær vera? „Þeir meiga bara alveg eiga þær fyrir mér," sagði Helgi snöggt, en hló svo dátt. „Þær eru alltaf á sveimi í kring um strákana í ameríska fótboltanum og kannski þessa frægustu íþróttamenn, en þetta voru ekki stelpur sem voru að höfða til mín enda hætti liðið með þær fljótlega af því þær voru svo lélegar," bætti hann við og Jakob samsinnti því, enda var hann lengst af lofaður þegar hann var úti. Hæna á hótelinu „Námið þarna úti var ekkert mjög erfitt og ég er ekki frá því að það sé auðveldara en hérna heima. Þarna úti er líka tekið mjög gott tillit til manns í náminu vegna keppnisferðalaga og þannig. Kennararnir eru flestir mjög fínir og sýna því skilning ef maður missir úr tímum og svoleiðis. Maður var yfirleitt að æfa körfubolta svona þrjá klukkutíma á dag og svo eitthvað annað eins í skólanum. Stundum voru líka aukaæfingar yfir daginn, en það má segja að námið og karfan hafi tekið mest allan tímann hjá manni, en auðvitað fara menn stundum í bíó og eitthvað svoleiðis," sagði Jakob, sem aðspurður sagðist ekki hafa verið í neinu bræðrafélaganna við skólann sinn. „Ég hafði bara engan tíma í það," sagði hann en það þýðir ekki að hann og félagar hans í liðinu hafi ekki fundið sér eitthvað til dundurs. „Maður var nú dálítið iðinn við að stríða félögum sínum til að lyfta upp stemmingunni og ég man að einu sinni þegar við vorum á keppnisferðalagi í San Francisco, fórum við á flóamarkað í Kínahverfinu þar sem hægt var að kaupa nánast allt. Við versluðum okkur hænu sem við stungum í poka og komum fyrir inni á herbergi aðstoðarþjálfarans á hótelinu. Það þarf ekki að taka fram hvernig umhorfs var í herberginu þegar hann kom heim um kvöldið, hann gerði allt vitlaust á hótelinu og var dálítinn tíma að jafna sig á þessu," sagði Jakob hlæjandi, en bætti við að hann hefði að lokum geta hlegið að hinu séríslenska gríni. Beðið fyrir Bush En hvað skyldi hafa komið þeim félögum mest á óvart við komu sína til Bandaríkjanna. „Ætli það hafi ekki verið trúarhitinn í fólkinu þarna. Sérstaklega í menntaskólanum þar sem við vorum. Þar voru bænir og kirkjuferðir mjög stór partur af daglegri rútínu, þannig að við vorum orðnir vanir því þegar í háskólann var komið. Ég man til dæmis hvað mér brá þegar ég var á heimili fyrir forsetakosningarnar þegar Bush var kjörinn fyrst. Þá var húsfreyjan á hnjánum fyrir framan sjónvarpið þegar Bush var að flytja síðustu framboðsræðurnar sínar og bað hástöfum til Guðs að hann yrði kosinn. Það var ótrúlegt að sjá hvað þetta fólk sá ekki sólina fyrir þessum manni og mér þótti ansi gaman að viðra skoðanir mínar á honum við krakkana þarna, við ansi dræmar undirtektir. Svo man ég þegar við fórum að sjá Mel Gibson myndina „Passion of the Christ" í bíó. Þá voru margir sem gengu út af henni og höndluðu ekki að horfa á hana og mjög margir krakkar þarna, strákar og stelpur, voru hágrátandi í langan tíma á myndinni og eftir hana. Það var dálítið sérstakt að sjá það," sagði Helgi, sem í haust fer aftur út og klárar námið sitt, en Jakob er kominn á samning hjá þýska liðinu Leverkusen þar sem hann mun spila næsta vetur.
Körfubolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Sjá meira