Sama gjald fyrir alla 9. september 2005 00:01 Leikskólar - Hafsteinn Karlsson Það er skortur á dagforeldrum í Kópavogi. Eftirspurn eftir þessari þjónustu er meiri en framboðið. Það er mikilvægt fyrir foreldra yngstu barnanna að geta fengið örugga gæslu fyrir börn sín þann tíma sem er á milli loka fæðingarorlofs og upphafs leikskólagöngu. Foreldrar smábarna þurfa að eiga möguleika á að komast út á vinnumarkaðinn strax eftir að fæðingarorlofi lýkur, enda leyfa fjárhagskuldbindingar meðal annars vegna íbúðakaupa sjaldnast nokkurt tekjutap. Sveitarfélög verða að gera það sem í þeirra valdi stendur til að fólk fáist til að starfa sem dagforeldrar. Ýmislegt gott hefur verið gert í Kópavogi, en eitthvað meira þarf greinilega til. 160 þúsund krónum meira fyrir daggæslu. Fyrir 8 tíma vistun hjá dagforeldri þurfa foreldrar að greiða 55 - 60 þús. kr. en fá svo niðurgreiðslu frá bænum að fjárhæð tæplega 14 þús. kr. og einstæðir foreldrar og foreldrar báðir í námi fá niðurgreiðslu sem nemur 25 þúsund krónum. Einstæðir foreldrar og námsmenn þurfa því að greiða 30 - 35 þús. kr. á mánuði en aðrir foreldrar 40 - 45 þús. kr. Þetta er verulega hærra gjald en foreldrar greiða fyrir jafnlanga dvöl á leikskólum bæjarins. Þar er hæsta gjald um 29 þús. kr. en gjald fyrir einstæða foreldra um 21 þús. Foreldrar yngstu Kópavogsbúanna þurfa því að greiða 10-15 þús. kr. meira á mánuði fyrir barn hjá dagmóður en kostar að hafa barn á leikskóla. Þessi umfram greiðsla verður um 110 - 160 þús. kr. á ári sem er áleit fjárhæð fyrir flestar fjölskyldur í bænum. Nágrannar okkar í Garðabæ og Hafnarfirði gera betur fyrir sína borgara þannig að foreldrar þar greiða svipað gjald fyrir vistun hjá dagforeldrum og fyrir leikskóla. Það er ekki hægt að færa nein góð rök fyrir því að foreldrar sem hafa börn í daggæslu skuli greiða meira en foreldrar með börn í leikskólum. Ódýrari daggæslu. Það er engin sanngirni í því að þeir sem yngstu börnin eiga þurfi að greiða allt að 160 þús. kr. aukalega fyrir það á hverju ári. Foreldrar yngstu barnanna er einmitt á þeim aldri sem mest útgjöldin eru, þurfa ef til vill að greiða fyrir eitt barn hjá dagforeldri, annað á leikskóla, eru að koma sér upp húsnæði og borga af námslánum. Þeir þurfa að vinna mikið til að standa undir öllum skuldbindingum. Þetta getur valdið bæði álagi og streitu bæði hjá foreldrunum og börnunum. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar komu því til leiðar í bæjarstjórn á dögunum að Félagsþjónustu Kópavogs yrði falið að finna leiðir til niðurgreiðslu á gjöldum dagforeldra þannig að þjónusta þeirra verði ekki dýrari fyrir foreldra en vistun á leikskólum bæjarins, auk þess sem legði fram tillögur sem gætu orðið til þess að fjölga dagforeldrum. Vonandi er því að vænta úrbóta í þessum málum á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Leikskólar - Hafsteinn Karlsson Það er skortur á dagforeldrum í Kópavogi. Eftirspurn eftir þessari þjónustu er meiri en framboðið. Það er mikilvægt fyrir foreldra yngstu barnanna að geta fengið örugga gæslu fyrir börn sín þann tíma sem er á milli loka fæðingarorlofs og upphafs leikskólagöngu. Foreldrar smábarna þurfa að eiga möguleika á að komast út á vinnumarkaðinn strax eftir að fæðingarorlofi lýkur, enda leyfa fjárhagskuldbindingar meðal annars vegna íbúðakaupa sjaldnast nokkurt tekjutap. Sveitarfélög verða að gera það sem í þeirra valdi stendur til að fólk fáist til að starfa sem dagforeldrar. Ýmislegt gott hefur verið gert í Kópavogi, en eitthvað meira þarf greinilega til. 160 þúsund krónum meira fyrir daggæslu. Fyrir 8 tíma vistun hjá dagforeldri þurfa foreldrar að greiða 55 - 60 þús. kr. en fá svo niðurgreiðslu frá bænum að fjárhæð tæplega 14 þús. kr. og einstæðir foreldrar og foreldrar báðir í námi fá niðurgreiðslu sem nemur 25 þúsund krónum. Einstæðir foreldrar og námsmenn þurfa því að greiða 30 - 35 þús. kr. á mánuði en aðrir foreldrar 40 - 45 þús. kr. Þetta er verulega hærra gjald en foreldrar greiða fyrir jafnlanga dvöl á leikskólum bæjarins. Þar er hæsta gjald um 29 þús. kr. en gjald fyrir einstæða foreldra um 21 þús. Foreldrar yngstu Kópavogsbúanna þurfa því að greiða 10-15 þús. kr. meira á mánuði fyrir barn hjá dagmóður en kostar að hafa barn á leikskóla. Þessi umfram greiðsla verður um 110 - 160 þús. kr. á ári sem er áleit fjárhæð fyrir flestar fjölskyldur í bænum. Nágrannar okkar í Garðabæ og Hafnarfirði gera betur fyrir sína borgara þannig að foreldrar þar greiða svipað gjald fyrir vistun hjá dagforeldrum og fyrir leikskóla. Það er ekki hægt að færa nein góð rök fyrir því að foreldrar sem hafa börn í daggæslu skuli greiða meira en foreldrar með börn í leikskólum. Ódýrari daggæslu. Það er engin sanngirni í því að þeir sem yngstu börnin eiga þurfi að greiða allt að 160 þús. kr. aukalega fyrir það á hverju ári. Foreldrar yngstu barnanna er einmitt á þeim aldri sem mest útgjöldin eru, þurfa ef til vill að greiða fyrir eitt barn hjá dagforeldri, annað á leikskóla, eru að koma sér upp húsnæði og borga af námslánum. Þeir þurfa að vinna mikið til að standa undir öllum skuldbindingum. Þetta getur valdið bæði álagi og streitu bæði hjá foreldrunum og börnunum. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar komu því til leiðar í bæjarstjórn á dögunum að Félagsþjónustu Kópavogs yrði falið að finna leiðir til niðurgreiðslu á gjöldum dagforeldra þannig að þjónusta þeirra verði ekki dýrari fyrir foreldra en vistun á leikskólum bæjarins, auk þess sem legði fram tillögur sem gætu orðið til þess að fjölga dagforeldrum. Vonandi er því að vænta úrbóta í þessum málum á næstunni.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun