Ábyrgðin hjá ríkisvaldinu 13. september 2005 00:01 Verðbólgan mælist nú 4,8 prósent og hefur ekki mælst meiri í rúm þrjú ár en er nú komin yfir efri vikmörk Seðlabankans, sem eru 4 prósent. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5 prósent. Hagfræðingar segja að þessi mikla verðbólga nú sé tilkomin vegna þenslu í þjóðfélaginu sem stafar að hluta til vegna þeirra miklu stóriðjuframkvæmda sem nú standa yfir. Einnig hefur hækkandi olíuverð veruleg áhrif á verðbólgu, sem og hækkun á húsnæðisverði. Þá hafa sumarútsölurnar haldið niður verðbólgunni að undanförnu því þær hafa þau áhrif að verð á dagvörum mælist lægra en annars. Sumarútsölum er nú lokið og því hækkar dagvöruverð að jafnaði, sem jafnframt hefur þau áhrif að verðbólgan hækkar. Gengisáhrif komin fram Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá KB banka og lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, bendir á að verðbólga án húsnæðis mælist nú í fyrsta sinn hærri en verðbólga með húsnæði. "Það sýnir að hagkerfið er að bregðast við þeirri þenslu sem orðið hefur í þjóðfélaginu. Hingað til hefur verðbólgan einkum verið bundin við olíu- og fasteignaverð," segir Ágeir. Hann bendir á að gengi krónunnar hafi hækkað mjög mikið í lok síðasta árs og byrjun þessa árs. "Í kjölfarið lækkaði verð á innfluttum vörum en það hefur unnið á móti verðbólgunni fram að þessu. Núna eru verðbólgulækkandi áhrif gengisins hins vegar komin fram og verðbólgan farin að hækka í kjölfarið," segir Ásgeir. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og forstöðumaður hagdeildar, er ekki sammála Ásgeiri um að verðbólgan hafi nú breiðst út um hagkerfið. Hann segir að þótt verðbólgan mælist þetta mikið nú sé hún að mestu leyti vegna verðhækkunar á fasteignamarkaði. Spurður um hvaða skýringar hann hafi á því hvers vegna verðbólga án húsnæðis mælist nú hærri en verðbólga með húsnæði, segir hann að það eigi aðeins við um verðbólgu milli mánaða. "Útsölurnar eru hættar en þær hafa dregið mikið úr verðhækkunum. Miklar bensínhækkanir spila einnig inn í en að öðru leyti er það ljóst að 80 prósent verðbólgu síðustu tólf mánaða, sem mælist 4,8 prósent, er vegna hækkunar á húsnæðisverði," segir Hannes. Aðhaldsleysi í ríkisfjármálum Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, segir að þenslan sé að hluta tilkomin vegna hinna miklu framkvæmda sem nú standa yfir, en einnig vegna breytinga á lánamarkaði og aðhaldsleysis í ríkisfjármálum. "Við þessar aðstæður þarf meira aðhald í ríkisfjármálum. Við höfum tvö hagstjórnartæki, ríkisfjármálin og peningastefnu Seðlabankans. Ríkið getur slegið á verðbólgu með frekara aðhaldi á meðan mestu framkvæmdirnar eru í gangi," segir Ólafur Darri. "Ef það gerist ekki reynir meira á peningamálastefnu Seðlabankans og það er einmitt það sem hefur gerst. Peningastefna Seðlabankans er þó til lengri tíma miklu sársaukafyllri en aðhald í ríkisfjármálum því krónan styrkist við hækkun stýrivaxta. Það auðvitað dregur úr verðbólgu og kemur almenningi til góðs til skamms tíma en veikir hins vegar atvinnulífið. Áhrifa þess gætir vítt og breitt um landið og sjást ýmis merki þess að samkeppnisgreinarnar eru í erfiðri stöðu," segir Ólafur Darri. Hann segir að þess vegna hafi ASÍ gagnrýnt almennt aðhaldsleysi yfirvalda og ýmsar tímasetningar. "Það er óskynsamlegt að boða það að skattar yrðu lækkaðir um allt að 30 milljarða á ári á sama tíma og við erum að fara í gegnum mestu framkvæmdir Íslandssögunnar," bendir hann á. "Þá er þenslan á húsnæðismarkaðnum að hluta til komin vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir boðuðu í fyrra breytingar á Íbúðalánasjóði og að lánshlutföll og hámarkslán yrðu hækkuð," segir hann. "Það má líka benda á að á þessu ári hafa verið opnuð tvenn jarðgöng á Austurlandi. Ég tek það fram að þessi jarðgöng geta verið þörf og góð en þau eru í beinni samkeppni við nákvæmlega samskonar framkvæmdir við virkjanir og álver. Þar er verið að keppa um sömu tækin og tólin og mannskapinn þannig að þetta er beinlínis til þess að ýta frekar undir þensluna," segir Ólafur Darri. "Ég er ekki að gagnrýna einstakar framkvæmdir, breytingarnar á húsnæðislánamarkaðnum eða skattalækkanirnar. Ég er að gagnrýna tímasetningarnar," segir hann. Verðbólguskot 2001 Ásgeir Jónsson bendir á að hér á landi hafi löngum verið hærri verðbólga en í nágrannalöndum okkar. "Hér var óðaverðbólga fyrir 1989 og efnahagsstjórnin í molum. Frá þeim tíma hefur verið mjög hraður hagvöxtur og góð efnahagsstjórnun sem hefur haft lækkandi áhrif á verðbólgu," segir hann. "Síðasta verðbólguskot var árið 2001 og orsakaðist af miklu leyti af gengisbreytingu krónunnar. Krónan féll og verðbólgan hækkaði í kjölfarið," segir Ásgeir. Ólafur Darri segir að efnahagsástandið núna sé svipað því sem var 2001. "Það er verulegt áhyggjuefni og allir eru sammála um það, að það er ekki innistæða fyrir núverandi styrkleika krónunnar. Það er ekki spurning um hvort hún falli, heldur hvenær," segir hann. "Menn eru almennt sammála um að krónan muni gefa eftir og margir eru hræddir um að það muni gerast hratt og hún geti fallið mikið. Í kjölfarið má búast við hressilegu verðbólguskoti, hugsanlega í lok næsta árs eða byrjun árs 2007," segir hann. Skuldum 1000 milljarða Spurður hvaða áhrif verðbólguskot geti haft á almenning segir hann að kaupmáttur muni líklega dragast saman auk þess að verðbólgan hefur veruleg áhrif á skuldsett heimili. "Heimilin í landinu skulda nálægt þúsund milljarða. Um 85 prósent þessara lána eru verðtryggð. Ef verðbólgan skýst upp um 10 prósent hækka lánin einfaldlega um 10 prósent," segir hann. "Ef við fengjum mikinn skell þá gæti þetta sett margan húsnæðiskaupandann í veruleg vandræði vegna hækkunar á afborgunum. Ef kaupmáttur dregst saman í kjölfar verðbólguskots en lánin halda áfram að hækka gætu þeir sem eru búnir að skuldsetja sig mikið lent í verulegum vandræðum, jafnvel misst eignir sínar í einhverjum tilfellum," segir Ólafur Darri. Breytingar á vísitölu neysluverðs frá 1989 Vísitala neysluverðs - Árshækkun síðustu 12 mánuði, september 1989 19,2 % 1990 12,0 % 1991 7,7 % 1992 2,0 % 1993 5,3 % 1994 0,7 % 1995 1,8 % 1996 2,5 % 1997 1,6 % 1998 0,8 % 1999 4,9 % 2000 4,0 % 2001 8,4 % 2002 3,1 % 2003 2,2 % 2004 3,4 % 2005 4,8 % Heimild: Hagstofa Íslands Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Sjá meira
Verðbólgan mælist nú 4,8 prósent og hefur ekki mælst meiri í rúm þrjú ár en er nú komin yfir efri vikmörk Seðlabankans, sem eru 4 prósent. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5 prósent. Hagfræðingar segja að þessi mikla verðbólga nú sé tilkomin vegna þenslu í þjóðfélaginu sem stafar að hluta til vegna þeirra miklu stóriðjuframkvæmda sem nú standa yfir. Einnig hefur hækkandi olíuverð veruleg áhrif á verðbólgu, sem og hækkun á húsnæðisverði. Þá hafa sumarútsölurnar haldið niður verðbólgunni að undanförnu því þær hafa þau áhrif að verð á dagvörum mælist lægra en annars. Sumarútsölum er nú lokið og því hækkar dagvöruverð að jafnaði, sem jafnframt hefur þau áhrif að verðbólgan hækkar. Gengisáhrif komin fram Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá KB banka og lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, bendir á að verðbólga án húsnæðis mælist nú í fyrsta sinn hærri en verðbólga með húsnæði. "Það sýnir að hagkerfið er að bregðast við þeirri þenslu sem orðið hefur í þjóðfélaginu. Hingað til hefur verðbólgan einkum verið bundin við olíu- og fasteignaverð," segir Ágeir. Hann bendir á að gengi krónunnar hafi hækkað mjög mikið í lok síðasta árs og byrjun þessa árs. "Í kjölfarið lækkaði verð á innfluttum vörum en það hefur unnið á móti verðbólgunni fram að þessu. Núna eru verðbólgulækkandi áhrif gengisins hins vegar komin fram og verðbólgan farin að hækka í kjölfarið," segir Ásgeir. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og forstöðumaður hagdeildar, er ekki sammála Ásgeiri um að verðbólgan hafi nú breiðst út um hagkerfið. Hann segir að þótt verðbólgan mælist þetta mikið nú sé hún að mestu leyti vegna verðhækkunar á fasteignamarkaði. Spurður um hvaða skýringar hann hafi á því hvers vegna verðbólga án húsnæðis mælist nú hærri en verðbólga með húsnæði, segir hann að það eigi aðeins við um verðbólgu milli mánaða. "Útsölurnar eru hættar en þær hafa dregið mikið úr verðhækkunum. Miklar bensínhækkanir spila einnig inn í en að öðru leyti er það ljóst að 80 prósent verðbólgu síðustu tólf mánaða, sem mælist 4,8 prósent, er vegna hækkunar á húsnæðisverði," segir Hannes. Aðhaldsleysi í ríkisfjármálum Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, segir að þenslan sé að hluta tilkomin vegna hinna miklu framkvæmda sem nú standa yfir, en einnig vegna breytinga á lánamarkaði og aðhaldsleysis í ríkisfjármálum. "Við þessar aðstæður þarf meira aðhald í ríkisfjármálum. Við höfum tvö hagstjórnartæki, ríkisfjármálin og peningastefnu Seðlabankans. Ríkið getur slegið á verðbólgu með frekara aðhaldi á meðan mestu framkvæmdirnar eru í gangi," segir Ólafur Darri. "Ef það gerist ekki reynir meira á peningamálastefnu Seðlabankans og það er einmitt það sem hefur gerst. Peningastefna Seðlabankans er þó til lengri tíma miklu sársaukafyllri en aðhald í ríkisfjármálum því krónan styrkist við hækkun stýrivaxta. Það auðvitað dregur úr verðbólgu og kemur almenningi til góðs til skamms tíma en veikir hins vegar atvinnulífið. Áhrifa þess gætir vítt og breitt um landið og sjást ýmis merki þess að samkeppnisgreinarnar eru í erfiðri stöðu," segir Ólafur Darri. Hann segir að þess vegna hafi ASÍ gagnrýnt almennt aðhaldsleysi yfirvalda og ýmsar tímasetningar. "Það er óskynsamlegt að boða það að skattar yrðu lækkaðir um allt að 30 milljarða á ári á sama tíma og við erum að fara í gegnum mestu framkvæmdir Íslandssögunnar," bendir hann á. "Þá er þenslan á húsnæðismarkaðnum að hluta til komin vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir boðuðu í fyrra breytingar á Íbúðalánasjóði og að lánshlutföll og hámarkslán yrðu hækkuð," segir hann. "Það má líka benda á að á þessu ári hafa verið opnuð tvenn jarðgöng á Austurlandi. Ég tek það fram að þessi jarðgöng geta verið þörf og góð en þau eru í beinni samkeppni við nákvæmlega samskonar framkvæmdir við virkjanir og álver. Þar er verið að keppa um sömu tækin og tólin og mannskapinn þannig að þetta er beinlínis til þess að ýta frekar undir þensluna," segir Ólafur Darri. "Ég er ekki að gagnrýna einstakar framkvæmdir, breytingarnar á húsnæðislánamarkaðnum eða skattalækkanirnar. Ég er að gagnrýna tímasetningarnar," segir hann. Verðbólguskot 2001 Ásgeir Jónsson bendir á að hér á landi hafi löngum verið hærri verðbólga en í nágrannalöndum okkar. "Hér var óðaverðbólga fyrir 1989 og efnahagsstjórnin í molum. Frá þeim tíma hefur verið mjög hraður hagvöxtur og góð efnahagsstjórnun sem hefur haft lækkandi áhrif á verðbólgu," segir hann. "Síðasta verðbólguskot var árið 2001 og orsakaðist af miklu leyti af gengisbreytingu krónunnar. Krónan féll og verðbólgan hækkaði í kjölfarið," segir Ásgeir. Ólafur Darri segir að efnahagsástandið núna sé svipað því sem var 2001. "Það er verulegt áhyggjuefni og allir eru sammála um það, að það er ekki innistæða fyrir núverandi styrkleika krónunnar. Það er ekki spurning um hvort hún falli, heldur hvenær," segir hann. "Menn eru almennt sammála um að krónan muni gefa eftir og margir eru hræddir um að það muni gerast hratt og hún geti fallið mikið. Í kjölfarið má búast við hressilegu verðbólguskoti, hugsanlega í lok næsta árs eða byrjun árs 2007," segir hann. Skuldum 1000 milljarða Spurður hvaða áhrif verðbólguskot geti haft á almenning segir hann að kaupmáttur muni líklega dragast saman auk þess að verðbólgan hefur veruleg áhrif á skuldsett heimili. "Heimilin í landinu skulda nálægt þúsund milljarða. Um 85 prósent þessara lána eru verðtryggð. Ef verðbólgan skýst upp um 10 prósent hækka lánin einfaldlega um 10 prósent," segir hann. "Ef við fengjum mikinn skell þá gæti þetta sett margan húsnæðiskaupandann í veruleg vandræði vegna hækkunar á afborgunum. Ef kaupmáttur dregst saman í kjölfar verðbólguskots en lánin halda áfram að hækka gætu þeir sem eru búnir að skuldsetja sig mikið lent í verulegum vandræðum, jafnvel misst eignir sínar í einhverjum tilfellum," segir Ólafur Darri. Breytingar á vísitölu neysluverðs frá 1989 Vísitala neysluverðs - Árshækkun síðustu 12 mánuði, september 1989 19,2 % 1990 12,0 % 1991 7,7 % 1992 2,0 % 1993 5,3 % 1994 0,7 % 1995 1,8 % 1996 2,5 % 1997 1,6 % 1998 0,8 % 1999 4,9 % 2000 4,0 % 2001 8,4 % 2002 3,1 % 2003 2,2 % 2004 3,4 % 2005 4,8 % Heimild: Hagstofa Íslands
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent