Aukið valfrelsi, aukin ábyrgð 24. júlí 2006 06:00 Tillögur starfsnámsnefndar um breytta tilhögun framhaldsskólanáms fela í sér að skólarnir fá aukið frelsi til mótunar náms en jafnframt aukna ábyrgð. Samkvæmt tillögum nefndarinnar verður framhaldsskólum gert kleift að bjóða nám sem miðast við þarfir og lokamarkmið nemenda með hliðsjón af kröfum næsta skólastigs og/eða atvinnulífs. Með því að falla frá þeirri aðgreiningu sem nú tíðkast á bóknámi og starfsnámi væri jafnframt stigið mikilvægt skref í þá átt að gera starfsnám að fýsilegri valkosti þegar ákvörðun er tekin um nám í framhaldsskóla. Að sama skapi væri nemendum auðveldað að skipta um námsbraut eftir að nám er hafið þar sem kjarninn væri alls staðar hinn sami og teknar einingar nýttust á nýrri braut. Ég hef lagt áherslu á að það sé inntak náms er mestu máli skiptir en ekki árafjöldi. Að sjálfsögðu er eðlilegt að gera nemendum kleift að ljúka framhaldsskóla á sama aldri og nemendur í þeim ríkjum sem við berum okkur saman við en það er líka jafnsjálfsagt að nemendur og skólar geti valið önnur mörk námstíma. Mikilvægt er að með auknu valfrelsi og sveigjanleika verði komið til móts við þarfir og markmið sem flestra. Samkvæmt tillögum starfsnámsnefndar munu nemendur í framhaldsskólum einfaldlega ljúka námi á þeim tíma sem nauðsynlegur er til að ná settum markmiðum í samræmi við eigin áhuga og kröfur. Þannig mun lengd náms til stúdentsprófs ráðast af framboði náms í hverjum skóla fyrir sig, innra skipulagi skóla og vali viðkomandi nemanda. Líta verður á skólagöngu ungmenna sem eina heild, allt frá því að nám í grunnskóla hefst þar til viðkomandi einstaklingur lýkur námi. Á undanförnum áratug hefur fjöldi nemenda í háskólum landsins tvöfaldast og æ algengara er að námsferli ljúki með háskólaprófi. Þessi framvinda speglar breytingar á þjóðfélaginu og alþjóðlegu umhverfi. Markmið okkar á að vera að íslenskum ungmennum bjóðist fjölbreyttir menntunarmöguleikar sem gera þá að upplýstum og þroskuðum þjóðfélagsþegnum og veita þeim sem flest tækifæri í atvinnulífi framtíðarinnar. Á grundvelli tíu skrefa samkomulagsins milli Kennarasambands Íslands og mín er nú verið að vinna mikið starf sem miðar að því að efla íslenskt skólakerfi. Þar er verið að skoða marga mikilvæga þætti og má nefna sem dæmi eflingu íslenskrar kennaramenntunar. Í vinnu starfsnámsnefndar var leitast eftir því að ná breiðri samstöðu um hvaða leiðir væru skynsamlegar til að efla framhaldsskólann og auka aðsókn að starfsnámi. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar helstu hagsmunaaðila, s.s. framhaldsskólanna, Kennarasambandsins, launþega, atvinnulífs og þingmenn úr jafnt stjórn sem stjórnarandstöðu. Þau viðbrögð sem tillögur nefndarinnar hafa fengið vekja vonir um að unnt verði að sætta mismunandi sjónarmið á grundvelli þeirra enda verði rammi nýja framhaldsskólans nægjanlega víður til að ólík viðhorf njóti sín og fjölbreytilegar hugmyndir fái svigrúm til að sanna ágæti sitt. Það er eðlilegt að skiptar skoðanir séu um hvaða leiðir beri að fara við breytingar á menntakerfinu enda miklir hagsmunir í húfi, sem er menntun barnanna okkar. Menntakerfið verður hins vegar að vera í stöðugri þróun og taka mið af breyttum aðstæðum og þörfum í samfélaginu. Með tillögum starfsnámsnefndar og því starfi sem nú á sér stað undir merkjum tíu skrefa samkomulagsins er vonandi að víðtæk samstaða náist um áframhaldandi þróun og eflingu íslenska skólakerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Tillögur starfsnámsnefndar um breytta tilhögun framhaldsskólanáms fela í sér að skólarnir fá aukið frelsi til mótunar náms en jafnframt aukna ábyrgð. Samkvæmt tillögum nefndarinnar verður framhaldsskólum gert kleift að bjóða nám sem miðast við þarfir og lokamarkmið nemenda með hliðsjón af kröfum næsta skólastigs og/eða atvinnulífs. Með því að falla frá þeirri aðgreiningu sem nú tíðkast á bóknámi og starfsnámi væri jafnframt stigið mikilvægt skref í þá átt að gera starfsnám að fýsilegri valkosti þegar ákvörðun er tekin um nám í framhaldsskóla. Að sama skapi væri nemendum auðveldað að skipta um námsbraut eftir að nám er hafið þar sem kjarninn væri alls staðar hinn sami og teknar einingar nýttust á nýrri braut. Ég hef lagt áherslu á að það sé inntak náms er mestu máli skiptir en ekki árafjöldi. Að sjálfsögðu er eðlilegt að gera nemendum kleift að ljúka framhaldsskóla á sama aldri og nemendur í þeim ríkjum sem við berum okkur saman við en það er líka jafnsjálfsagt að nemendur og skólar geti valið önnur mörk námstíma. Mikilvægt er að með auknu valfrelsi og sveigjanleika verði komið til móts við þarfir og markmið sem flestra. Samkvæmt tillögum starfsnámsnefndar munu nemendur í framhaldsskólum einfaldlega ljúka námi á þeim tíma sem nauðsynlegur er til að ná settum markmiðum í samræmi við eigin áhuga og kröfur. Þannig mun lengd náms til stúdentsprófs ráðast af framboði náms í hverjum skóla fyrir sig, innra skipulagi skóla og vali viðkomandi nemanda. Líta verður á skólagöngu ungmenna sem eina heild, allt frá því að nám í grunnskóla hefst þar til viðkomandi einstaklingur lýkur námi. Á undanförnum áratug hefur fjöldi nemenda í háskólum landsins tvöfaldast og æ algengara er að námsferli ljúki með háskólaprófi. Þessi framvinda speglar breytingar á þjóðfélaginu og alþjóðlegu umhverfi. Markmið okkar á að vera að íslenskum ungmennum bjóðist fjölbreyttir menntunarmöguleikar sem gera þá að upplýstum og þroskuðum þjóðfélagsþegnum og veita þeim sem flest tækifæri í atvinnulífi framtíðarinnar. Á grundvelli tíu skrefa samkomulagsins milli Kennarasambands Íslands og mín er nú verið að vinna mikið starf sem miðar að því að efla íslenskt skólakerfi. Þar er verið að skoða marga mikilvæga þætti og má nefna sem dæmi eflingu íslenskrar kennaramenntunar. Í vinnu starfsnámsnefndar var leitast eftir því að ná breiðri samstöðu um hvaða leiðir væru skynsamlegar til að efla framhaldsskólann og auka aðsókn að starfsnámi. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar helstu hagsmunaaðila, s.s. framhaldsskólanna, Kennarasambandsins, launþega, atvinnulífs og þingmenn úr jafnt stjórn sem stjórnarandstöðu. Þau viðbrögð sem tillögur nefndarinnar hafa fengið vekja vonir um að unnt verði að sætta mismunandi sjónarmið á grundvelli þeirra enda verði rammi nýja framhaldsskólans nægjanlega víður til að ólík viðhorf njóti sín og fjölbreytilegar hugmyndir fái svigrúm til að sanna ágæti sitt. Það er eðlilegt að skiptar skoðanir séu um hvaða leiðir beri að fara við breytingar á menntakerfinu enda miklir hagsmunir í húfi, sem er menntun barnanna okkar. Menntakerfið verður hins vegar að vera í stöðugri þróun og taka mið af breyttum aðstæðum og þörfum í samfélaginu. Með tillögum starfsnámsnefndar og því starfi sem nú á sér stað undir merkjum tíu skrefa samkomulagsins er vonandi að víðtæk samstaða náist um áframhaldandi þróun og eflingu íslenska skólakerfisins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar