Ég vil skattfrelsi líknarfélaga 26. október 2006 05:00 Líknarfélög hér á landi vinna margvísleg þjóðþrifaverk. Þau njóta samt ekki sömu skattfríðinda og líknarfélög í Evrópu og Bandaríkjunum. Þegar ég sat á Alþingi lagði ég fram þingsályktunartillögu um skattfrelsi íslenskra líknarfélaga. Í henni er lagt til að fjármálaráðherra leggi fyrir Alþingi frumvarp um að skattreglum verði breytt þannig að íslensk líknarfélög njóti sömu skattfríðinda og erlendis. Ég hef lagt mesta áherslu á undanþágu vegna fjármagnstekjuskatts, því löng reynsla mín af starfi fyrir líknarfélög sýnir mér, að það er stærsti bitinn sem ríkið klípur af þeim með skattheimtu.Ísland er eftirbátur annarraÍ dag njóta íslensk líknarfélög ekki undanþágu frá greiðslu fjármagnstekjuskatts. Þau eru heldur ekki undanþegin erfðafjárskatti eftir lagabreytingu 2004. Þau hafa ekki lagalegan rétt til endurgreiðslu á virðisaukaskatti á aðföngum. Á Íslandi er einstaklingum heldur ekki heimilt að draga framlög sín til góðgerðarfélaga eða líknarfélaga frá skattstofni - eins og gilti þó eitt sinn og var þeim mikil lyftistöng. Í Evrópu og Bandaríkjunum eru allar þessar undanþágur í gildi. Þar skilja stjórnvöld greinilega betur, hversu gríðarlega mikilvægt starf líknarfélaga er, og hversu þýðingarmikið er að styðja við bakið á þeim.Ísland er reyndar eina landið sem ég veit um þar sem stjórnvöld ýta ekki undir framlög einstaklinga til líknarfélaga með því að leyfa þeim að draga framlagið frá skattstofni. Í öllum öðrum löndum er skattafrádráttur vegna framlaga til góðgerðarsamtaka og líknarfélaga talinn vera mikilvæg hvatning til einstaklinga til að láta eitthvað af höndum rakna til starfsemi þeirra.Þetta kom fram í skýrslu sem Jónas Guðmundsson, hagfræðingur, gerði 2004 fyrir ýmis hjálparsamtök hér á landi. Lögaðilar mega þó hér á landi draga 0,5% af tekjum sínum frá skattstofni vegna framlaga til líknar- og mannúðarmála.Mikilvægt hlutverk líknarfélagaÉg hef sjálf unnið í áratug fyrir ýmis styrktarsamtök eins og SÍBS og Neistann styrktarfélag hjartveikra barna. Styrktarsjóður hjartveikra barna hefur til dæmis á sl. 5 árum samtals greitt í fjármagnstekjuskatt af vaxtatekjum kringum 1700 þúsund kr. Óhætt er að segja að það skýtur skökku við, að frjáls félagasamtök sem með söfnunum og sjálfboðastarfi létta á útgjöldum ríkisins skuli þurfa að greiða því háar upphæðir í skatta af vaxtatekjum.Líknarfélög, eins og Umhyggja, Styrktarsjóður hjartveikra barna, Krabbameinsfélagið og SKB svo eitthvað sé nefnt, vinna að verðugum félagslegum verkefnum, sem opinberar stofnanir þyrftu annars að sinna. Hið opinbera þyrfti þá að verja til þess meira af fjármagni skattborgaranna en ella. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að það væri æskilegt að frjáls líknarsamtök og góðgerðarsamtök tækju að sér meira hlutverk í samfélaginu í framtíðinni. Þau vinna af hugsjónum.Starf þeirra er yfirleitt ólaunað sjálfboðaliðastarf. Þau eiga betur með að hjálpa einstaklingum er ópersónulegar stofnanir, hversu góðir einstaklingarnir eru sem þar vinna. Þess vegna eiga stjórnvöld að auðvelda þeim tilveruna með því að létta af þeim skatti, og beita skattareglum til að örva almenning til að láta fé renna til þeirra.Ferns konar breytingarTilgangur minn með tillögunni er því að fá stjórnvöld til að breyta skattalögum með ferns konar hætti: Líknarfélög ættu ekki að þurfa að greiða fjármagnstekjuskatt og erfðafjárskatt. Auk þess ættu þau að fá lagalegan rétt til endurgreiðslu á virðisaukaskatti á aðföngum, og einstaklingar ættu að fá rúma heimild til að draga frá skattstofni sínum framlög til líknarfélaga.Höfundur er varaþingmaður og frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Líknarfélög hér á landi vinna margvísleg þjóðþrifaverk. Þau njóta samt ekki sömu skattfríðinda og líknarfélög í Evrópu og Bandaríkjunum. Þegar ég sat á Alþingi lagði ég fram þingsályktunartillögu um skattfrelsi íslenskra líknarfélaga. Í henni er lagt til að fjármálaráðherra leggi fyrir Alþingi frumvarp um að skattreglum verði breytt þannig að íslensk líknarfélög njóti sömu skattfríðinda og erlendis. Ég hef lagt mesta áherslu á undanþágu vegna fjármagnstekjuskatts, því löng reynsla mín af starfi fyrir líknarfélög sýnir mér, að það er stærsti bitinn sem ríkið klípur af þeim með skattheimtu.Ísland er eftirbátur annarraÍ dag njóta íslensk líknarfélög ekki undanþágu frá greiðslu fjármagnstekjuskatts. Þau eru heldur ekki undanþegin erfðafjárskatti eftir lagabreytingu 2004. Þau hafa ekki lagalegan rétt til endurgreiðslu á virðisaukaskatti á aðföngum. Á Íslandi er einstaklingum heldur ekki heimilt að draga framlög sín til góðgerðarfélaga eða líknarfélaga frá skattstofni - eins og gilti þó eitt sinn og var þeim mikil lyftistöng. Í Evrópu og Bandaríkjunum eru allar þessar undanþágur í gildi. Þar skilja stjórnvöld greinilega betur, hversu gríðarlega mikilvægt starf líknarfélaga er, og hversu þýðingarmikið er að styðja við bakið á þeim.Ísland er reyndar eina landið sem ég veit um þar sem stjórnvöld ýta ekki undir framlög einstaklinga til líknarfélaga með því að leyfa þeim að draga framlagið frá skattstofni. Í öllum öðrum löndum er skattafrádráttur vegna framlaga til góðgerðarsamtaka og líknarfélaga talinn vera mikilvæg hvatning til einstaklinga til að láta eitthvað af höndum rakna til starfsemi þeirra.Þetta kom fram í skýrslu sem Jónas Guðmundsson, hagfræðingur, gerði 2004 fyrir ýmis hjálparsamtök hér á landi. Lögaðilar mega þó hér á landi draga 0,5% af tekjum sínum frá skattstofni vegna framlaga til líknar- og mannúðarmála.Mikilvægt hlutverk líknarfélagaÉg hef sjálf unnið í áratug fyrir ýmis styrktarsamtök eins og SÍBS og Neistann styrktarfélag hjartveikra barna. Styrktarsjóður hjartveikra barna hefur til dæmis á sl. 5 árum samtals greitt í fjármagnstekjuskatt af vaxtatekjum kringum 1700 þúsund kr. Óhætt er að segja að það skýtur skökku við, að frjáls félagasamtök sem með söfnunum og sjálfboðastarfi létta á útgjöldum ríkisins skuli þurfa að greiða því háar upphæðir í skatta af vaxtatekjum.Líknarfélög, eins og Umhyggja, Styrktarsjóður hjartveikra barna, Krabbameinsfélagið og SKB svo eitthvað sé nefnt, vinna að verðugum félagslegum verkefnum, sem opinberar stofnanir þyrftu annars að sinna. Hið opinbera þyrfti þá að verja til þess meira af fjármagni skattborgaranna en ella. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að það væri æskilegt að frjáls líknarsamtök og góðgerðarsamtök tækju að sér meira hlutverk í samfélaginu í framtíðinni. Þau vinna af hugsjónum.Starf þeirra er yfirleitt ólaunað sjálfboðaliðastarf. Þau eiga betur með að hjálpa einstaklingum er ópersónulegar stofnanir, hversu góðir einstaklingarnir eru sem þar vinna. Þess vegna eiga stjórnvöld að auðvelda þeim tilveruna með því að létta af þeim skatti, og beita skattareglum til að örva almenning til að láta fé renna til þeirra.Ferns konar breytingarTilgangur minn með tillögunni er því að fá stjórnvöld til að breyta skattalögum með ferns konar hætti: Líknarfélög ættu ekki að þurfa að greiða fjármagnstekjuskatt og erfðafjárskatt. Auk þess ættu þau að fá lagalegan rétt til endurgreiðslu á virðisaukaskatti á aðföngum, og einstaklingar ættu að fá rúma heimild til að draga frá skattstofni sínum framlög til líknarfélaga.Höfundur er varaþingmaður og frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun