Með fjölbreytni að vopni 26. október 2006 05:00 Nú þegar barátta vegna komandi prófkjara er í algleymingi gefst gott tækifæri til að staldra við og velta upp afar mikilvægri spurningu; hvers konar fólk viljum við sjá stjórna landinu okkar? Eðlismunur prófkjöra og þingkosninga liggur fyrst og fremst í þeirri staðreynd að annars vegar er kosið á milli einstaklinga og hins vegar fylkinga. Í prófkjöri beinist athyglin í ríkari mæli að því sem hver og einn frambjóðandi hefur fram að færa, á meðan alþingiskosningar snúast um málefnaágreining flokkanna. Það hlýtur að vera ósk allra þátttakenda að prófkjörið skili eins sterkum hópi og mögulegt er. Starf í stjórnmálum gengur fyrst og fremst út á að skapa jarðveg og aðstæður í samfélaginu sem hugnast þeim hugsjónum sem menn trúa á. Fólk sameinast í stjórnmálahreyfingum með þeim einstaklingum sem spila í takt við þeirra hugmyndir. Fyrir kosningar er síðan stillt upp taflborði leikmanna sem vinna í sameiningu að sigri. Í stað svarta og hvíta liðsins höfum við blátt, grænt, rautt, ljósblátt og vinstri grænt lið. Sterkur spilari þekkir kosti þess að hafa ólíka taflleikmenn á borðinu og nýtir sér það óspart. Það gefur honum ekki einungis kost á fleiri afbrigðum sóknar- og varnarleiks, heldur gerir honum kleyft að koma andstæðingnum á óvart. Það síðasta sem skákspilarinn myndi velja sér væri að stilla upp eintómum biskupum og riddurum ásamt kóngi sínum. Það myndi gera leikaðferðir hans einfaldari, fyrirsjáanlegri og óskilvirkari. Í prófkjöri er mikilvægt að velja sér einstaklinga með þetta að sjónarmiði. Stærsta hættan er sú að hópurinn verði einsleitur, fyrirsjáanlegur og óspennandi. Með því að sameina fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu en stefna að sama takmarki er hægt að margfalda árangurinn. Í gegnum tíðina hefur það loðað við íslensk stjórnmál að frambjóðendur eigi ekki greiða leið inn á lista nema hafa unnið sér þann sess í gegnum flokksstarf frá unga aldri. Flokksstarfið skal ekki vanmeta, en reynsla úr atvinnulífinu getur reynst ómetanleg í starfi stjórnmálanna enda geta þeir einstaklingar sem þaðan koma haft aðra sýn á mikilvæg málefni en hinn almenni stjórnmálamaður. Það er tvímælalaust til bóta að samþætting atvinnulífs og stjórnmála verði aukin til beggja átta. Eins og ráðning fyrrum stjórnmálamanns getur reynst fyrirtækjum heillavænleg mun innkoma fólks úr atvinnulífinu vera lyftistöng fyrir stjórnmálin. Það kom flestum á óvart þegar Guðfinna S. Bjarnadóttir, núverandi rektor Háskólans í Reykjavík bauð sig fram til starfa í stjórnmálum. Það er mikið fagnaðarefni að fólk á borð við Guðfinnu skuli gefa kost á sér til þingsetu og líklegt er að hún muni laða margan nýjan kjósandann að í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík sem og í kosningum í vor. Guðfinna hefur stýrt Háskólanum í Reykjavík í gegnum árangursríka uppbyggingu síðastliðin 8 ár og markað djúp spor í menntasögu okkar þjóðar. Áður starfaði Guðfinna um langt skeið sem ráðgjafi alþjóðlegra stórfyrirtækja í Bandaríkjunum eftir að hún lauk þaðan doktorsnámi í atferlisfræði. Guðfinna hefur hvarvetna getið sér gott orð fyrir góðan árangur, áræðni, kraft og bjartsýni. Innkoma hennar er öðrum öflugum einstaklingum hvatning til að stíga slíkt skref. Það er mikivlægt að við stöndum vörð um fjölbreytni. Stillum upp taflborði þar sem drottningar vinna með hrókum, riddarar vinna með peðum, biskupar berjast með og kóngurinn heldur velli. Skák og mát. Höfundur er framkvæmdastjóri Verslunarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Nú þegar barátta vegna komandi prófkjara er í algleymingi gefst gott tækifæri til að staldra við og velta upp afar mikilvægri spurningu; hvers konar fólk viljum við sjá stjórna landinu okkar? Eðlismunur prófkjöra og þingkosninga liggur fyrst og fremst í þeirri staðreynd að annars vegar er kosið á milli einstaklinga og hins vegar fylkinga. Í prófkjöri beinist athyglin í ríkari mæli að því sem hver og einn frambjóðandi hefur fram að færa, á meðan alþingiskosningar snúast um málefnaágreining flokkanna. Það hlýtur að vera ósk allra þátttakenda að prófkjörið skili eins sterkum hópi og mögulegt er. Starf í stjórnmálum gengur fyrst og fremst út á að skapa jarðveg og aðstæður í samfélaginu sem hugnast þeim hugsjónum sem menn trúa á. Fólk sameinast í stjórnmálahreyfingum með þeim einstaklingum sem spila í takt við þeirra hugmyndir. Fyrir kosningar er síðan stillt upp taflborði leikmanna sem vinna í sameiningu að sigri. Í stað svarta og hvíta liðsins höfum við blátt, grænt, rautt, ljósblátt og vinstri grænt lið. Sterkur spilari þekkir kosti þess að hafa ólíka taflleikmenn á borðinu og nýtir sér það óspart. Það gefur honum ekki einungis kost á fleiri afbrigðum sóknar- og varnarleiks, heldur gerir honum kleyft að koma andstæðingnum á óvart. Það síðasta sem skákspilarinn myndi velja sér væri að stilla upp eintómum biskupum og riddurum ásamt kóngi sínum. Það myndi gera leikaðferðir hans einfaldari, fyrirsjáanlegri og óskilvirkari. Í prófkjöri er mikilvægt að velja sér einstaklinga með þetta að sjónarmiði. Stærsta hættan er sú að hópurinn verði einsleitur, fyrirsjáanlegur og óspennandi. Með því að sameina fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu en stefna að sama takmarki er hægt að margfalda árangurinn. Í gegnum tíðina hefur það loðað við íslensk stjórnmál að frambjóðendur eigi ekki greiða leið inn á lista nema hafa unnið sér þann sess í gegnum flokksstarf frá unga aldri. Flokksstarfið skal ekki vanmeta, en reynsla úr atvinnulífinu getur reynst ómetanleg í starfi stjórnmálanna enda geta þeir einstaklingar sem þaðan koma haft aðra sýn á mikilvæg málefni en hinn almenni stjórnmálamaður. Það er tvímælalaust til bóta að samþætting atvinnulífs og stjórnmála verði aukin til beggja átta. Eins og ráðning fyrrum stjórnmálamanns getur reynst fyrirtækjum heillavænleg mun innkoma fólks úr atvinnulífinu vera lyftistöng fyrir stjórnmálin. Það kom flestum á óvart þegar Guðfinna S. Bjarnadóttir, núverandi rektor Háskólans í Reykjavík bauð sig fram til starfa í stjórnmálum. Það er mikið fagnaðarefni að fólk á borð við Guðfinnu skuli gefa kost á sér til þingsetu og líklegt er að hún muni laða margan nýjan kjósandann að í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík sem og í kosningum í vor. Guðfinna hefur stýrt Háskólanum í Reykjavík í gegnum árangursríka uppbyggingu síðastliðin 8 ár og markað djúp spor í menntasögu okkar þjóðar. Áður starfaði Guðfinna um langt skeið sem ráðgjafi alþjóðlegra stórfyrirtækja í Bandaríkjunum eftir að hún lauk þaðan doktorsnámi í atferlisfræði. Guðfinna hefur hvarvetna getið sér gott orð fyrir góðan árangur, áræðni, kraft og bjartsýni. Innkoma hennar er öðrum öflugum einstaklingum hvatning til að stíga slíkt skref. Það er mikivlægt að við stöndum vörð um fjölbreytni. Stillum upp taflborði þar sem drottningar vinna með hrókum, riddarar vinna með peðum, biskupar berjast með og kóngurinn heldur velli. Skák og mát. Höfundur er framkvæmdastjóri Verslunarráðs.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun