Fífl og heimskingi 3. nóvember 2006 05:00 Það hefur komið í hlut okkar nútímamanna að taka virkan þátt í sjúkdómavæðingunni. Skilin á milli sjúkleika og heilbrigði eru sífellt að verða óljósari, og er sá maður orðinn vandfundinn sem alheilbrigður er, nema hann sé þá nýfæddur. Sá er siðurinn orðinn hjá lærðum sem leikum að taka virkan þátt í sjúkdómagreiningum. Þannig sjúkdómsgreinum við einkum fólk sem okkur líkar illa eða fólk sem við þurfum að hafna eða sniðganga á einhvern hátt. Hlutverk sjúkdómsgreininga hefur því fengið á sig nokkurn siðferðislegan blæ, og vísar til hins neikvæða eða hins lægra og verra eðli sem í mannskepnunni býr. Ef nokkur ögrar okkur í starfi eða leik, er ófyrirleitinn á einhvern hátt, höfum við ríka þörf fyrir að útskýra ósköpin, og gerum það gjarnan með sjúkdómsgreiningum. Við þekkjum það hjá börnunum og ungmennunum, því ef þau vilja segja eitthvað hræðilegt við félaga sína, segja þau gjarnan; „þú ert vangefinn, þroskaheftur, spastískur, geðveikur,“ og svo mætti lengi telja. En börn eru börn af því að þau skortir þroska, og ætla mætti að fullorðið fólk hagaði sér ekki eins og þeir sem minni þroska hafa. Fullorðið fólk; atvinnurekendur, undirmenn, heilbrigðir sem og sjúkir, haga sér, þótt undarlega megi virðast, ósköp svipað eins og börnin gera og ungmennin. Við segjum ekki lengur að einhver sé fífl og heimskingi, heldur að hann sé þunglyndur, karaktertruflaður, siðblindur, alkóhólisti, meðvirkur eða geðveikur. Sennilega er ástæðan fyrir þessu sú að hitt þykir óheflað og barnalegt að kalla fólk úti í bæ heimskingja og fífl. En þegar allt er á botninn hvolft þykir mér þó meira vit í því, en að setja bresti annarra inn í sjúkdómsskilninginn. Sjúk-dómshugtakið er gert til að efla samkennd og skilning á meðal fólks, og ef það er notað í öðrum tilgangi, hvort sem er af lærðum eða leikum, er það að mínu viti misnotað, og hluti af sjúkdómavæðingunni. Orðin heimskingi og fífl eru góð og gild hugtök sem eiga sér langa sögu. Rekja má merkingu þessara orða óralangt aftur í tímann, í gegnum viskubókmenntir kristni og gyðingdóms, sem og í spekiritum Austurlanda, og þó víðar væri leitað. Hér áður og fyrr, einkum í hinum helleníska heimi, var talið að bústaður hugsunarinnar væri í hjartanu, og tilfinningarnar væru í maganum, og skynfærin í höfðinu. Eftir að raunhyggjumenn upplýsingarinnar uppgötvuðu heilann og undur hans, flissa menn nú yfir þessum skilningi fornmanna og líta svo á að aðsetur hugsana sé í heilanum, og jafnvel tilfinninganna einnig. Ég held þó að raunvísindamenn hafi nú uppskrúfast í anatómíunni og um hvimleiðan misskilning sé hjá þeim að ræða. Ástæðan fyrir þessum misskilningi raunhyggjumanna tel ég vera þá, að hér áður fyrr hugsuðu menn með hjartanu, en ekki með rassinum eins og nú tíðkast. David Hume, heimspekingur, sagði eitt sinn að skynsemin væri ambátt ástríðanna, og finnst mér það gáfulegt. Því skynsemi okkar og dómgreind hefur meira með tilfinningaástand okkar að gera en abstrakt rökvísi. Reyndar er ekkert til að mínu viti sem heitir skynsemi eða rökvísi sem óháð er tilfinningum og ástríðum. Orðin fífl og heimskingi fólu þá merkingu í sér að viðkomandi hafði ekki dómgreind til að breyta rétt og siðlega gagnvart sjálfum sér og náunga sínum.Þetta vísaði til gæða hjartans og hæfileika einstaklingsins til samkenndar með öðrum. Þeir sem ekki höfðu þessi gæði voru kallaðir fífl og heimskingjar. Nú er ég ekki maður sem vill hvetja fólk til að ala á reiði eða gremju, en er það ekki heilbrigðara að taka upp notkun á þessum hugtökum í stað þess að sverta orðstír þeirra sem raunverulega sjúkir eru með því að hengja á þá breyskleika sem annars myndu flokkast sem heimska eða flónska. Geðlæknar hafa krotað hjá sér handbók þar sem allar hugsanlegar geðgreiningar er að finna og heitir DSM IV. Ég veit ekki hver lausnin við sjúkdómavæðingunni er, en ég varpa þeirri vangaveltu fram, í gríni og alvöru, hvort mál væri að setja í næstu útgáfu, DSM V, hugtökin fífl og heimskingi. Að minnsta kosti þykir mér það heilbrigðara og eðlilegra en að láta þessa sjúkdómavæðingu rísa til höfuðs á fólki, þannig að orðstír sjúkra skaðist, og úr verði einhvers konar heilbrigðisfasismi, þar sem hinir réttlátu, farsælu og góðu eru heilbrigðir, og hinir vondu og vesælu eru sjúkir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það hefur komið í hlut okkar nútímamanna að taka virkan þátt í sjúkdómavæðingunni. Skilin á milli sjúkleika og heilbrigði eru sífellt að verða óljósari, og er sá maður orðinn vandfundinn sem alheilbrigður er, nema hann sé þá nýfæddur. Sá er siðurinn orðinn hjá lærðum sem leikum að taka virkan þátt í sjúkdómagreiningum. Þannig sjúkdómsgreinum við einkum fólk sem okkur líkar illa eða fólk sem við þurfum að hafna eða sniðganga á einhvern hátt. Hlutverk sjúkdómsgreininga hefur því fengið á sig nokkurn siðferðislegan blæ, og vísar til hins neikvæða eða hins lægra og verra eðli sem í mannskepnunni býr. Ef nokkur ögrar okkur í starfi eða leik, er ófyrirleitinn á einhvern hátt, höfum við ríka þörf fyrir að útskýra ósköpin, og gerum það gjarnan með sjúkdómsgreiningum. Við þekkjum það hjá börnunum og ungmennunum, því ef þau vilja segja eitthvað hræðilegt við félaga sína, segja þau gjarnan; „þú ert vangefinn, þroskaheftur, spastískur, geðveikur,“ og svo mætti lengi telja. En börn eru börn af því að þau skortir þroska, og ætla mætti að fullorðið fólk hagaði sér ekki eins og þeir sem minni þroska hafa. Fullorðið fólk; atvinnurekendur, undirmenn, heilbrigðir sem og sjúkir, haga sér, þótt undarlega megi virðast, ósköp svipað eins og börnin gera og ungmennin. Við segjum ekki lengur að einhver sé fífl og heimskingi, heldur að hann sé þunglyndur, karaktertruflaður, siðblindur, alkóhólisti, meðvirkur eða geðveikur. Sennilega er ástæðan fyrir þessu sú að hitt þykir óheflað og barnalegt að kalla fólk úti í bæ heimskingja og fífl. En þegar allt er á botninn hvolft þykir mér þó meira vit í því, en að setja bresti annarra inn í sjúkdómsskilninginn. Sjúk-dómshugtakið er gert til að efla samkennd og skilning á meðal fólks, og ef það er notað í öðrum tilgangi, hvort sem er af lærðum eða leikum, er það að mínu viti misnotað, og hluti af sjúkdómavæðingunni. Orðin heimskingi og fífl eru góð og gild hugtök sem eiga sér langa sögu. Rekja má merkingu þessara orða óralangt aftur í tímann, í gegnum viskubókmenntir kristni og gyðingdóms, sem og í spekiritum Austurlanda, og þó víðar væri leitað. Hér áður og fyrr, einkum í hinum helleníska heimi, var talið að bústaður hugsunarinnar væri í hjartanu, og tilfinningarnar væru í maganum, og skynfærin í höfðinu. Eftir að raunhyggjumenn upplýsingarinnar uppgötvuðu heilann og undur hans, flissa menn nú yfir þessum skilningi fornmanna og líta svo á að aðsetur hugsana sé í heilanum, og jafnvel tilfinninganna einnig. Ég held þó að raunvísindamenn hafi nú uppskrúfast í anatómíunni og um hvimleiðan misskilning sé hjá þeim að ræða. Ástæðan fyrir þessum misskilningi raunhyggjumanna tel ég vera þá, að hér áður fyrr hugsuðu menn með hjartanu, en ekki með rassinum eins og nú tíðkast. David Hume, heimspekingur, sagði eitt sinn að skynsemin væri ambátt ástríðanna, og finnst mér það gáfulegt. Því skynsemi okkar og dómgreind hefur meira með tilfinningaástand okkar að gera en abstrakt rökvísi. Reyndar er ekkert til að mínu viti sem heitir skynsemi eða rökvísi sem óháð er tilfinningum og ástríðum. Orðin fífl og heimskingi fólu þá merkingu í sér að viðkomandi hafði ekki dómgreind til að breyta rétt og siðlega gagnvart sjálfum sér og náunga sínum.Þetta vísaði til gæða hjartans og hæfileika einstaklingsins til samkenndar með öðrum. Þeir sem ekki höfðu þessi gæði voru kallaðir fífl og heimskingjar. Nú er ég ekki maður sem vill hvetja fólk til að ala á reiði eða gremju, en er það ekki heilbrigðara að taka upp notkun á þessum hugtökum í stað þess að sverta orðstír þeirra sem raunverulega sjúkir eru með því að hengja á þá breyskleika sem annars myndu flokkast sem heimska eða flónska. Geðlæknar hafa krotað hjá sér handbók þar sem allar hugsanlegar geðgreiningar er að finna og heitir DSM IV. Ég veit ekki hver lausnin við sjúkdómavæðingunni er, en ég varpa þeirri vangaveltu fram, í gríni og alvöru, hvort mál væri að setja í næstu útgáfu, DSM V, hugtökin fífl og heimskingi. Að minnsta kosti þykir mér það heilbrigðara og eðlilegra en að láta þessa sjúkdómavæðingu rísa til höfuðs á fólki, þannig að orðstír sjúkra skaðist, og úr verði einhvers konar heilbrigðisfasismi, þar sem hinir réttlátu, farsælu og góðu eru heilbrigðir, og hinir vondu og vesælu eru sjúkir.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun