Blóðugar hendur 14. nóvember 2006 05:00 Hægrimenn á Íslandi, hvort heldur í Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki eða Samfylkingu, hafa löngum legið flatir fyrir bandarískum stjórnvöldum og þjónað þeim jafnt til góðra sem vondra verka. Bandaríkjunum var leyft að hafa hér herstöðvar meðan þeim þóknaðist og logið að þjóðinni að það væri greiði og gustukarverk fyrir Íslendinga, til að tryggja öryggi okkar. Þegar kanahernum þóknaðist loks að pakka niður og hypja sig fólu dindlarnir í ríkisstjórninni þeim eftir sem áður sjálfdæmi um að gæta öryggis þjóðarinnar. Sjálfsagt felst í því leyfi til að njósna um íslenska borgara, eftirleiðis sem hingað til, með aðstoð íslenskra dindilmenna. Versta óhæfuverkið hin síðari ár var að styðja innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak. Það var gert í blóra við íslensku þjóðina og ekki hlustað á ótal viðvaranir. Innrásin var í trássi við alþjóðalög, Sameinuðu þjóðirnar og heilbrigða skynsemi. Allflestir sáu hvílíkt feigðarflan þetta var og efasemdirnar náðu langt inn í hægri klíkurnar. Fljótlega kom t.d. í ljós að hættan sem umheiminum átti að stafa af kjarnavopnum harðstjórans Saddam Hussein var helber lygi, eða í besta falli misskilningur. En Davíð og Halldór fóru sínu fram vel studdir af Morgunblaðinu. Öryggishagsmunum og heiðri íslensku þjóðarinnar var fórnað. Nú vilja fæstir þá Lilju kveðið hafa sem innrásin í Írak er. Ríkisstjórnir, þingflokkar og þingmenn víða um heim snúa baki við Bush og Blair eftir því sem óöldin í Írak magnast og minnir æ meir á hörmungarnar í Víetnam fyrir fjórum áratugum. En hvorki Davíð né Halldór viðurkenna mistök sín og er ólíklegt að afsökunarbeiðni þeirra berist úr þessu. Báðir hafa þeir hlotið feit embætti og sitja þar óáreittir meðan hundruð manna týna lífi dag hvern og milljónir þjást fyrir þeirra tilstuðlan. Það má kalla það tilræði við norræna samvinnu að senda Halldór til Kaupmannahafnar með óþvegnar, blóðugar hendur. Vinsti hreyfingin - grænt framboð er eini flokkurinn sem berst heill fyrir sjálfstæðri, friðsamlegri utanríkisstefnu Íslands og hefur hafnað stuðningi við stríðsrekstur Bandaríkjanna og Bretlands í Írak og Afganistan alla tíð. Nú er það verkefni allra friðelskandi Íslendinga að gera veg VG sem mestan í alþingiskosningunum í vor svo hægt verði að koma íslenskri utanríkisstefnu aftur á réttan kjöl. Eflum VG í vor! Þorvaldur Örn Árnason er formaður VG á Suðurnesjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Sjá meira
Hægrimenn á Íslandi, hvort heldur í Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki eða Samfylkingu, hafa löngum legið flatir fyrir bandarískum stjórnvöldum og þjónað þeim jafnt til góðra sem vondra verka. Bandaríkjunum var leyft að hafa hér herstöðvar meðan þeim þóknaðist og logið að þjóðinni að það væri greiði og gustukarverk fyrir Íslendinga, til að tryggja öryggi okkar. Þegar kanahernum þóknaðist loks að pakka niður og hypja sig fólu dindlarnir í ríkisstjórninni þeim eftir sem áður sjálfdæmi um að gæta öryggis þjóðarinnar. Sjálfsagt felst í því leyfi til að njósna um íslenska borgara, eftirleiðis sem hingað til, með aðstoð íslenskra dindilmenna. Versta óhæfuverkið hin síðari ár var að styðja innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak. Það var gert í blóra við íslensku þjóðina og ekki hlustað á ótal viðvaranir. Innrásin var í trássi við alþjóðalög, Sameinuðu þjóðirnar og heilbrigða skynsemi. Allflestir sáu hvílíkt feigðarflan þetta var og efasemdirnar náðu langt inn í hægri klíkurnar. Fljótlega kom t.d. í ljós að hættan sem umheiminum átti að stafa af kjarnavopnum harðstjórans Saddam Hussein var helber lygi, eða í besta falli misskilningur. En Davíð og Halldór fóru sínu fram vel studdir af Morgunblaðinu. Öryggishagsmunum og heiðri íslensku þjóðarinnar var fórnað. Nú vilja fæstir þá Lilju kveðið hafa sem innrásin í Írak er. Ríkisstjórnir, þingflokkar og þingmenn víða um heim snúa baki við Bush og Blair eftir því sem óöldin í Írak magnast og minnir æ meir á hörmungarnar í Víetnam fyrir fjórum áratugum. En hvorki Davíð né Halldór viðurkenna mistök sín og er ólíklegt að afsökunarbeiðni þeirra berist úr þessu. Báðir hafa þeir hlotið feit embætti og sitja þar óáreittir meðan hundruð manna týna lífi dag hvern og milljónir þjást fyrir þeirra tilstuðlan. Það má kalla það tilræði við norræna samvinnu að senda Halldór til Kaupmannahafnar með óþvegnar, blóðugar hendur. Vinsti hreyfingin - grænt framboð er eini flokkurinn sem berst heill fyrir sjálfstæðri, friðsamlegri utanríkisstefnu Íslands og hefur hafnað stuðningi við stríðsrekstur Bandaríkjanna og Bretlands í Írak og Afganistan alla tíð. Nú er það verkefni allra friðelskandi Íslendinga að gera veg VG sem mestan í alþingiskosningunum í vor svo hægt verði að koma íslenskri utanríkisstefnu aftur á réttan kjöl. Eflum VG í vor! Þorvaldur Örn Árnason er formaður VG á Suðurnesjum.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar