Stóriðja, er sátt í sjónmáli? 16. nóvember 2006 06:00 Víða um land virðist mikill áhugi á að byggja lítil álver. Of lítil álver ef marka má það sem fram hefur komið um rekstrarhagkvæmni álvera. Á Suðurnesjum og Húsavík vilja menn byggja álver með 250.000 tonna framleiðslugetu. Það hefur lengi legið fyrir að til þess að njóta hagkvæmni stærðarinnar þurfa álver að vera talsvert stærri en sem þessu nemur. Þetta kemur t.d. fram í skýrslu iðnaðar- og viðskiptaráðherra um framgang verkefna á sviði stóriðju sem lögð var fyrir Alþingi í október 1997. Þá hafði Hydro Aluminium lýst áhuga á að byggja álbræðslu með allt að 720.000 tonna framleiðslugetu í einingum sem hver um sig hefði um 240.000 tonna framleiðslugetu. Í skýrslu iðnaðarráðherra segir m.a: „Framleiðslugeta álversins yrði í upphafi að minnsta kosti 200.000 tonn á ári. Álver hafa farið stækkandi á undanförnum árum og til þess að nýta hagkvæmni stærðarinnar verður að gera ráð fyrir að tvöfalda megi framleiðslugetu álversins að nokkrum árum liðnum." Þörf álvera til þess að ná framleiðslugetu nærri 500.000 tonnum hefur einnig komið fram í tengslum við áformaða stækkun álversins í Straumsvík. Á NFS 3. mars sl. kom t.d. fram að forráðamenn Alcan höfðu í samtali við Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sagt að annaðhvort yrði álverið í Straumsvík stækkað eða það lagt niður. Í viðtali Fréttablaðsins við Rannveigu Rist, forstjóra ÍSAL, þann 12. nóvember sl. komu fram upplýsingar af svipuðu tagi þar sem Rannveig sagði: „Við höfum unnið markvisst að stækkuninni frá árinu 1999. Okkur er annt um að þessi áform nái fram að ganga því þau eru forsenda þess að hér verði blómlegur rekstur til langrar framtíðar. Til okkar eru gerðar miklar kröfur, ekki aðeins á sviði umhverfis- og öryggismála heldur einnig varðandi hagkvæmni í rekstri ..." Eins og fram hefur komið munu íbúar í Hafnarfirði fá að kjósa um stækkunina og í því samhengi segir Rannveig: „Fólk þarf hinsvegar að átta sig á því að það er mikil breyting frá því sem tíðkast hefur hér á landi að íbúar geti kosið fyrirtæki í burtu, eða niður, eins og gæti orðið raunin hér í Hafnarfirði." Af þessum orðum að dæma stefnir í að íbúum Hafnarfjarðar verði boðnir kostirnir stækkun eða lokun. Mikið hefur verið rætt um að ná þurfi sátt um hvað skuli virkjað og hvað skuli verndað. Nýlega var lögð fram skýrsla auðlindanefndar þar sem reynt er að finna leiðir til sátta. Samtök iðnaðarins stóðu fyrir fundi sem bar yfirskriftina „Náttúruvernd og nýting náttúruauðlinda" og framhaldsfundur með yfirskriftinni „Er sátt í sjónmáli?" verður haldinn 21. þ.m. Ef áform um álver í Helguvík og við Húsavík ná fram að ganga er útlit fyrir að við séum að eignast tvö ný álver sem gætu þurft að auka framleiðslugetu sína verulega, e.t.v. um u.þ.b. 250.000 tonn eða svo hvort um sig, til þess að njóta hagkvæmni stærðarinnar. Til þess að fullnægja þeirri vaxtarþörf þyrfti að virkja sem nemur um 1.000 MW í uppsettu afli en það samsvarar u.þ.b. 1,4 Kárahnjúkavirkjunum eða 7-10 jarðvarmavirkjunum með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Þá er ótalin vaxtarþörf annarra álvera s.s. álversins á Grundartanga og hugsanlegs álvers í Þorlákshöfn. Vonandi næst sátt í þessum málum en vandséð er að sáttin felist í því að fjölga álverum sem búast má við að síðar muni þrýsta á um stækkun, líkt og nú gerist í Straumsvík, og ekki er hægt að útiloka að hinn valkosturinn þá verði lokun eins og virðist geta orðið raunin í Straumsvík. Bergur Sigurðsson er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Víða um land virðist mikill áhugi á að byggja lítil álver. Of lítil álver ef marka má það sem fram hefur komið um rekstrarhagkvæmni álvera. Á Suðurnesjum og Húsavík vilja menn byggja álver með 250.000 tonna framleiðslugetu. Það hefur lengi legið fyrir að til þess að njóta hagkvæmni stærðarinnar þurfa álver að vera talsvert stærri en sem þessu nemur. Þetta kemur t.d. fram í skýrslu iðnaðar- og viðskiptaráðherra um framgang verkefna á sviði stóriðju sem lögð var fyrir Alþingi í október 1997. Þá hafði Hydro Aluminium lýst áhuga á að byggja álbræðslu með allt að 720.000 tonna framleiðslugetu í einingum sem hver um sig hefði um 240.000 tonna framleiðslugetu. Í skýrslu iðnaðarráðherra segir m.a: „Framleiðslugeta álversins yrði í upphafi að minnsta kosti 200.000 tonn á ári. Álver hafa farið stækkandi á undanförnum árum og til þess að nýta hagkvæmni stærðarinnar verður að gera ráð fyrir að tvöfalda megi framleiðslugetu álversins að nokkrum árum liðnum." Þörf álvera til þess að ná framleiðslugetu nærri 500.000 tonnum hefur einnig komið fram í tengslum við áformaða stækkun álversins í Straumsvík. Á NFS 3. mars sl. kom t.d. fram að forráðamenn Alcan höfðu í samtali við Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sagt að annaðhvort yrði álverið í Straumsvík stækkað eða það lagt niður. Í viðtali Fréttablaðsins við Rannveigu Rist, forstjóra ÍSAL, þann 12. nóvember sl. komu fram upplýsingar af svipuðu tagi þar sem Rannveig sagði: „Við höfum unnið markvisst að stækkuninni frá árinu 1999. Okkur er annt um að þessi áform nái fram að ganga því þau eru forsenda þess að hér verði blómlegur rekstur til langrar framtíðar. Til okkar eru gerðar miklar kröfur, ekki aðeins á sviði umhverfis- og öryggismála heldur einnig varðandi hagkvæmni í rekstri ..." Eins og fram hefur komið munu íbúar í Hafnarfirði fá að kjósa um stækkunina og í því samhengi segir Rannveig: „Fólk þarf hinsvegar að átta sig á því að það er mikil breyting frá því sem tíðkast hefur hér á landi að íbúar geti kosið fyrirtæki í burtu, eða niður, eins og gæti orðið raunin hér í Hafnarfirði." Af þessum orðum að dæma stefnir í að íbúum Hafnarfjarðar verði boðnir kostirnir stækkun eða lokun. Mikið hefur verið rætt um að ná þurfi sátt um hvað skuli virkjað og hvað skuli verndað. Nýlega var lögð fram skýrsla auðlindanefndar þar sem reynt er að finna leiðir til sátta. Samtök iðnaðarins stóðu fyrir fundi sem bar yfirskriftina „Náttúruvernd og nýting náttúruauðlinda" og framhaldsfundur með yfirskriftinni „Er sátt í sjónmáli?" verður haldinn 21. þ.m. Ef áform um álver í Helguvík og við Húsavík ná fram að ganga er útlit fyrir að við séum að eignast tvö ný álver sem gætu þurft að auka framleiðslugetu sína verulega, e.t.v. um u.þ.b. 250.000 tonn eða svo hvort um sig, til þess að njóta hagkvæmni stærðarinnar. Til þess að fullnægja þeirri vaxtarþörf þyrfti að virkja sem nemur um 1.000 MW í uppsettu afli en það samsvarar u.þ.b. 1,4 Kárahnjúkavirkjunum eða 7-10 jarðvarmavirkjunum með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Þá er ótalin vaxtarþörf annarra álvera s.s. álversins á Grundartanga og hugsanlegs álvers í Þorlákshöfn. Vonandi næst sátt í þessum málum en vandséð er að sáttin felist í því að fjölga álverum sem búast má við að síðar muni þrýsta á um stækkun, líkt og nú gerist í Straumsvík, og ekki er hægt að útiloka að hinn valkosturinn þá verði lokun eins og virðist geta orðið raunin í Straumsvík. Bergur Sigurðsson er framkvæmdastjóri Landverndar.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun