Kaupmáttur eftir skatta og eldri borgarar 16. nóvember 2006 05:00 Eins og fram kom í síðustu grein hafa skattar á lægri tekjur allt frá árinu 1988 hækkað mikið vegna þess að skattleysismörkin hafa setið eftir að raungildi. Þannig greiðir sá sem nú hefur 110 þús kr. í tekjur á mánuði 10,3 prósent af þeim í tekjuskatta en hann greiddi ekki eina krónu í skatta af sambærilegum rauntekjum við upptöku staðgreiðslunnar. Hann greiðir því nú rúmlega 11.300 kr á mánuði í skatta en hann greiddi ekkert áður. Þetta er meira en heil mánaðarlaun á ári sem skattbyrði þyngist um. Skattleysismörkin eru nú aðeins 79.055 kr. á mánuði og verða 90.000 kr. á mánuði eftir áramót. Þau ættu hinsvegar að vera tæpar 111.000 kr. á mánuði nú þegar ef þau hefðu fylgt verðlagi og tæplega 137.000 kr. á mánuði ef þau hefðu fylgt launaþróun sem væri mjög eðlileg viðmiðun. Haustið 1995 var lögum breytt um greiðslur almannatrygginga þannig að ekki var lengur fylgt breytingu lágmarkslauna heldur skyldi taka mið af launaþróun eða verðlagi. Niðurstaðan á túlkun stjórnvalda á þessu hefur valdið því að bótaþegar hafa dregist aftur úr í tekjum sínum miðað við aðra hópa í þjóðfélaginu. Árið 1995 var ákveðið lágmark í kaupmætti ráðstöfunartekna í kjölfar kreppu og þjóðarsáttar. Þrátt fyrir einhverja hækkun á greiðslum almannatrygginga í ágúst síðastliðnum hefur sá ellilífeyrisþegi sem ekki býr einn hækkað í kaupmætti ráðstöfunartekna um minna en 20 prósent frá árinu 1995 -2007 hvort sem hann hafi aðeins greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) eða eins og dæmigerður ellilífeyrisþegi með um 55.000 kr. í tekjur frá lífeyrissjóði. Þetta er á sama tíma og ráðamenn segja að kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings hafi hækkað um 60 prósent. Þarna munar verulega miklu. Ef nýleg tillaga til þingsályktunar frá stjórnarandstöðunni næði fram að ganga myndi staðan vissulega skána, þ.e. kaupmáttur þessara aðila eftir skatta myndi aukast um 4-5 prósent en ef hann hefði atvinnutekjur upp á t.d. 55.000 kr. á mánuði myndi staða hans batna um u.þ.b. 15 prósent vegna þess að þar er gert ráð fyrir að hann megi hafa tekjur allt að 75.000 kr. á mánuði án þess að greiðslur hans frá TR skerðist nokkuð. Þetta skiptir vissulega miklu en eldri borgarar hafa líka lagt áherslu á frítekjumörk vegna lífeyrissjóðstekna því skerðingar hér á landi ganga allt of langt. Ólafur Ólafsson er formaður LEB og Einar Árnason er hagfræðingur LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og fram kom í síðustu grein hafa skattar á lægri tekjur allt frá árinu 1988 hækkað mikið vegna þess að skattleysismörkin hafa setið eftir að raungildi. Þannig greiðir sá sem nú hefur 110 þús kr. í tekjur á mánuði 10,3 prósent af þeim í tekjuskatta en hann greiddi ekki eina krónu í skatta af sambærilegum rauntekjum við upptöku staðgreiðslunnar. Hann greiðir því nú rúmlega 11.300 kr á mánuði í skatta en hann greiddi ekkert áður. Þetta er meira en heil mánaðarlaun á ári sem skattbyrði þyngist um. Skattleysismörkin eru nú aðeins 79.055 kr. á mánuði og verða 90.000 kr. á mánuði eftir áramót. Þau ættu hinsvegar að vera tæpar 111.000 kr. á mánuði nú þegar ef þau hefðu fylgt verðlagi og tæplega 137.000 kr. á mánuði ef þau hefðu fylgt launaþróun sem væri mjög eðlileg viðmiðun. Haustið 1995 var lögum breytt um greiðslur almannatrygginga þannig að ekki var lengur fylgt breytingu lágmarkslauna heldur skyldi taka mið af launaþróun eða verðlagi. Niðurstaðan á túlkun stjórnvalda á þessu hefur valdið því að bótaþegar hafa dregist aftur úr í tekjum sínum miðað við aðra hópa í þjóðfélaginu. Árið 1995 var ákveðið lágmark í kaupmætti ráðstöfunartekna í kjölfar kreppu og þjóðarsáttar. Þrátt fyrir einhverja hækkun á greiðslum almannatrygginga í ágúst síðastliðnum hefur sá ellilífeyrisþegi sem ekki býr einn hækkað í kaupmætti ráðstöfunartekna um minna en 20 prósent frá árinu 1995 -2007 hvort sem hann hafi aðeins greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) eða eins og dæmigerður ellilífeyrisþegi með um 55.000 kr. í tekjur frá lífeyrissjóði. Þetta er á sama tíma og ráðamenn segja að kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings hafi hækkað um 60 prósent. Þarna munar verulega miklu. Ef nýleg tillaga til þingsályktunar frá stjórnarandstöðunni næði fram að ganga myndi staðan vissulega skána, þ.e. kaupmáttur þessara aðila eftir skatta myndi aukast um 4-5 prósent en ef hann hefði atvinnutekjur upp á t.d. 55.000 kr. á mánuði myndi staða hans batna um u.þ.b. 15 prósent vegna þess að þar er gert ráð fyrir að hann megi hafa tekjur allt að 75.000 kr. á mánuði án þess að greiðslur hans frá TR skerðist nokkuð. Þetta skiptir vissulega miklu en eldri borgarar hafa líka lagt áherslu á frítekjumörk vegna lífeyrissjóðstekna því skerðingar hér á landi ganga allt of langt. Ólafur Ólafsson er formaður LEB og Einar Árnason er hagfræðingur LEB.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun