Björn á leikinn Hreinn Loftsson skrifar 19. nóvember 2006 05:00 Í leiðara Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í gær kemur fram áskorun til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um viðbrögð við grein Arnars Jenssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá embætti ríkislögreglustjóra, sem birtist í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Í leiðaranum bendir Þorsteinn á að grein Arnars feli í sér þá aðdróttun,að dómstólar hafi brugðist í „Baugsmálinu". Grein Arnars verði ekki skilin öðruvísi en svo, að dómstólar mismuni borgurum landsins, gangi erinda auðmanna og „Baugsmálið" sé sönnun þess. Orðrétt segir Arnar í greininni: „Við búum við þróaðar réttarreglur sem eiga að vera nægilega traustar til þess að tryggja að allir fái sömu réttlátu málsmeðferðina, hvort sem um er að ræða auðmann, fjölmiðlakóng, einstætt foreldri eða öryrkja. Hvort sem í hlut á Jón eða séra Jón. Baugsmálið er dæmi um að svo er ekki. Þessi þróun er óþolandi og ég kalla á viðbrögð yfirvalda þessa lands." Hér hafa þung orð verið látin falla af háttsettum lögreglumanni hjá embætti ríkislögreglustjóra, sem er æðsti yfirmaður lögreglu í landinu. Undir greininni kemur fram starfsheiti Arnars hjá embættinu, hann hefur lýst því yfir í sjónvarpsviðtali, að hann hafi kynnt yfirmönnum sínum efni greinarinnar áður en hún birtist og þeir ekki gert athugasemdir. Hann setur því fram ásakanir sínar að höfðu samráði við yfirmenn sína. Hér hafa því gerst tíðindi, sem dómsmálaráðherra hlýtur að bregðast við. Einu viðbrögð hans til þessa eru þau, að vekja athygli á grein Arnars á heimasíðu sinni. Alþingismenn hljóta að taka þetta mál upp og krefja ráðherrann um viðbrögð og afstöðu. Annaðhvort stendur hann með dómstólunum gagnvart þessari atlögu lögreglunnar eða ekki. Líkt og Þorsteinn Pálsson bendir á, þá getur aðeins tvennt gerst í þeirri stöðu, sem upp er komin eftir grein Arnars. Annaðhvort metur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra þessa gagnrýni einskis og aðhefst þá ekkert eða lýsir því yfir, að hann hafi fulla trú á dómstólunum. Sú afstaða gengisfellir þá embætti ríkislögreglustjórans og jafngildir vantrausti ráðherrans á embættið. Taki hann á hinn bóginn mark á þessari gagnrýni, þá hlýtur hann að bregðast við skjótt, en hann er það yfirvald í landinu, sem Arnar ákallar í grein sinni. Líkt og Þorsteinn bendir á í leiðaranum yrði Björn þá, að „grípa umsvifalaust til mjög róttækra aðgerða". Þá dugi ekkert minna en „endurreisn dómstóla með nýrri löggjöf". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í leiðara Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í gær kemur fram áskorun til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um viðbrögð við grein Arnars Jenssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá embætti ríkislögreglustjóra, sem birtist í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Í leiðaranum bendir Þorsteinn á að grein Arnars feli í sér þá aðdróttun,að dómstólar hafi brugðist í „Baugsmálinu". Grein Arnars verði ekki skilin öðruvísi en svo, að dómstólar mismuni borgurum landsins, gangi erinda auðmanna og „Baugsmálið" sé sönnun þess. Orðrétt segir Arnar í greininni: „Við búum við þróaðar réttarreglur sem eiga að vera nægilega traustar til þess að tryggja að allir fái sömu réttlátu málsmeðferðina, hvort sem um er að ræða auðmann, fjölmiðlakóng, einstætt foreldri eða öryrkja. Hvort sem í hlut á Jón eða séra Jón. Baugsmálið er dæmi um að svo er ekki. Þessi þróun er óþolandi og ég kalla á viðbrögð yfirvalda þessa lands." Hér hafa þung orð verið látin falla af háttsettum lögreglumanni hjá embætti ríkislögreglustjóra, sem er æðsti yfirmaður lögreglu í landinu. Undir greininni kemur fram starfsheiti Arnars hjá embættinu, hann hefur lýst því yfir í sjónvarpsviðtali, að hann hafi kynnt yfirmönnum sínum efni greinarinnar áður en hún birtist og þeir ekki gert athugasemdir. Hann setur því fram ásakanir sínar að höfðu samráði við yfirmenn sína. Hér hafa því gerst tíðindi, sem dómsmálaráðherra hlýtur að bregðast við. Einu viðbrögð hans til þessa eru þau, að vekja athygli á grein Arnars á heimasíðu sinni. Alþingismenn hljóta að taka þetta mál upp og krefja ráðherrann um viðbrögð og afstöðu. Annaðhvort stendur hann með dómstólunum gagnvart þessari atlögu lögreglunnar eða ekki. Líkt og Þorsteinn Pálsson bendir á, þá getur aðeins tvennt gerst í þeirri stöðu, sem upp er komin eftir grein Arnars. Annaðhvort metur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra þessa gagnrýni einskis og aðhefst þá ekkert eða lýsir því yfir, að hann hafi fulla trú á dómstólunum. Sú afstaða gengisfellir þá embætti ríkislögreglustjórans og jafngildir vantrausti ráðherrans á embættið. Taki hann á hinn bóginn mark á þessari gagnrýni, þá hlýtur hann að bregðast við skjótt, en hann er það yfirvald í landinu, sem Arnar ákallar í grein sinni. Líkt og Þorsteinn bendir á í leiðaranum yrði Björn þá, að „grípa umsvifalaust til mjög róttækra aðgerða". Þá dugi ekkert minna en „endurreisn dómstóla með nýrri löggjöf".
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun