Skoðun

Á tímamótum

Í hugmyndasnauð sinni og andlegri fátækt, hafa stjórnvöld innleitt álæði. Á sama tíma og þau eru að fullkomna mesta skemdarverk Íslandssögunnar á umhverfinu, hefja þau hvalveiðar og leiða þar með athygli þjóðarinnar frá stóru máli að minna. Auk þess að vekja upp drauga, egna þau viðskiptaþjóðirnar gegn sér. Hafin er veiði á stærstu og meinlausustu skepnu jarðar og sem lengst er að vaxa og er í mestri hættu. Háhyrninga, grimmustu og stærstu rándýr jarðar, má ekki veiða vegna tilfinningasemi. Líklegt er að þeir drepi þó fleiri langreyðar en maðurinn, fyrir utan svo allt fiskátið. Rembingur Bandaríkjamanna í málinu, er athyglisverður þegar haft er í huga að þeir eru mesta hvalveiðiþjóð veraldar. Bretar þora ekki einu sinni að nefna það, þó þeir mikli sig við okkur.

Álveri fylgir mikil mengun og er lýtir á umhverfi. Hafnfirðingar urðu fyrir því óláni, að álver var staðsett við bæjardyr þeirra, þar sem fegurst var. Síðan grúfir sífellt mengunarský yfir fólki og grasið er gult. Ljóst er að með uppsögn starfsmanna við starfslok, er álverinu í Straumsvík stjórnað með óttann að vopni. Þar sér þjóðin Íslendinga ganga erinda útlends auðvalds, til að halda vinnu sinni. Af hverju velja þau ekki heiðurinn. Nú eiga Hafnfirðingar kost á að losna við allan óþverrann, því eigendurnir hóta að fara, fái þeir ekki að stækka. Ef Fjarðarbúar veita álverinu brautargengi, verður Hafnarfjörður með menguðustu stöðum landsins, fyrir utan falska atvinnuöryggið.

Ég vona að Hafnfirðingar láti ekki óttann leiða slíkt ólán yfir sig og börn sín.

Höfundur er trésmiður.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×