Áhugi fyrir framboði 24. nóvember 2006 05:00 Á almennum fundi Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB), sem haldinn var 17. nóvember sl., kom fram mikil óánægja eldri borgara með kjör aldraðra. Skýrt var frá því á fundinum, að ríkisstjórnin hefði ákveðið, að frítekjumark vegna atvinnutekna skyldi vera 25 þúsund krónur á mánuði. Félagsmönnum þótti þetta svo nánasarlegt hjá ríkisstjórninni, að meirihluti fundarmanna vildi skila þessu aftur til ríkisstjórnarinnar! Fram kom á fundinum mikill áhugi á því að eldri borgarar byðu fram í væntanlegum alþingiskosningum. Af hálfu kjaranefndar FEB var gerð grein fyrir tillögum kjaranefndar um kjaramál. Fram kom, að kjaranefnd hefði samþykkt, að lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum skyldi miðast við könnun Hagstofunnar um neysluútgjöld og leiðréttast í samræmi við hana í tveimur áföngum. Skyldi lífeyrir einhleypinga, sem ekki væru í lífeyrissjóði, hækka í 160 þúsund á mánuði um næstu áramót og leiðréttur að fullu 1.janúar 2008, þ.e. fara í 201 þúsund á mánuði. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar eru útgjöld einhleypinga nú 201 þúsund á mánuði, með vísitöluhækkun. Það er fyrir utan skatta. Tillaga þessi hefði verið lögð fyrir framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara en LEB hefði ekki viljað fara hærra en í 133 þúsund á mánuði frá næstu áramótum. Tillaga stjórnarandstöðunnar er hin sama, þ.e. að lífeyrir aldraðra hækki í 133 þúsund á mánuði hjá einhleypingum. Tillögur Landssambands eldri borgara og stjórnarandstöðunnar eru óviðunandi. Samkvæmt þeim vantar 68 þúsund á mánuði upp á, að þær nægi fyrir neysluútgjöldum einhleypinga samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands. Tillaga ríkisstjórnarinnar kveður á um, að lífeyrir aldraðra hækki í 126 þúsund um næstu áramót, þ.e. hækki um 3 þúsund krónur. Þetta er hlægilega lítil hækkun. Það er til skammar, að ríkisstjórnin skuli skammta öldruðum slíka hundurlús á sama tíma og stjórnarflokkarnir státa af því, að Ísland sé ein ríkasta þjóð í heimi. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Á almennum fundi Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB), sem haldinn var 17. nóvember sl., kom fram mikil óánægja eldri borgara með kjör aldraðra. Skýrt var frá því á fundinum, að ríkisstjórnin hefði ákveðið, að frítekjumark vegna atvinnutekna skyldi vera 25 þúsund krónur á mánuði. Félagsmönnum þótti þetta svo nánasarlegt hjá ríkisstjórninni, að meirihluti fundarmanna vildi skila þessu aftur til ríkisstjórnarinnar! Fram kom á fundinum mikill áhugi á því að eldri borgarar byðu fram í væntanlegum alþingiskosningum. Af hálfu kjaranefndar FEB var gerð grein fyrir tillögum kjaranefndar um kjaramál. Fram kom, að kjaranefnd hefði samþykkt, að lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum skyldi miðast við könnun Hagstofunnar um neysluútgjöld og leiðréttast í samræmi við hana í tveimur áföngum. Skyldi lífeyrir einhleypinga, sem ekki væru í lífeyrissjóði, hækka í 160 þúsund á mánuði um næstu áramót og leiðréttur að fullu 1.janúar 2008, þ.e. fara í 201 þúsund á mánuði. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar eru útgjöld einhleypinga nú 201 þúsund á mánuði, með vísitöluhækkun. Það er fyrir utan skatta. Tillaga þessi hefði verið lögð fyrir framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara en LEB hefði ekki viljað fara hærra en í 133 þúsund á mánuði frá næstu áramótum. Tillaga stjórnarandstöðunnar er hin sama, þ.e. að lífeyrir aldraðra hækki í 133 þúsund á mánuði hjá einhleypingum. Tillögur Landssambands eldri borgara og stjórnarandstöðunnar eru óviðunandi. Samkvæmt þeim vantar 68 þúsund á mánuði upp á, að þær nægi fyrir neysluútgjöldum einhleypinga samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands. Tillaga ríkisstjórnarinnar kveður á um, að lífeyrir aldraðra hækki í 126 þúsund um næstu áramót, þ.e. hækki um 3 þúsund krónur. Þetta er hlægilega lítil hækkun. Það er til skammar, að ríkisstjórnin skuli skammta öldruðum slíka hundurlús á sama tíma og stjórnarflokkarnir státa af því, að Ísland sé ein ríkasta þjóð í heimi. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar