Árangur lyfjaeftirlits á Íslandi 24. nóvember 2006 05:45 Mig langar að koma á framfæri leiðréttingu og athugasemd vegna fréttar Fréttablaðsins 18. nóvember síðastliðinn um steranotkun í fitness. Þar er ranglega haft eftir mér um að 60% iðkenda í fitness falli á lyfjaprófum í keppni, það sem var sagt var að um 60% fall væri í prófum í fitness keppni og þar sem aðeins lítill hluti þátttakenda í hverri keppni er prófaður er ekki hægt að heimfæra þá tölu upp á heildina. Eftir þessa fullyrðingu hefur mér hinsvegar orðið ljóst að þarna hef ég farið ranglega með tölur sem er verulega óheppilegt og setur rangan stimpil á stóran hóp íþróttafólks sem stundar fitness á Íslandi. En Alþjóðasamband líkamsræktarmanna (IFBB) á Íslandi, sem heldur flest fitness mótin á Íslandi hefur reglulega fengið lyfjaeftirlit á mótum sínum síðan árið 2000 og þar hefur fall ekki verið nálægt því að vera 60%. Það starf sem IFBB hefur unnið að eigin frumkvæði hérna á Íslandi síðustu ár tengt lyfjaeftirliti á keppendum á mótum sínum er mjög gott og hefur borið sýnilegan árangur í baráttu við notkun ólöglegra árangursbætandi efna innan þeirra raða og væri vonandi að aðrar líkamsræktargreinar og keppnishaldarar í landinu tækju þá til fyrirmyndar og hefðu virkt eftirlit í sínum greinum. IFBB er aðili að samkomulagi Alþjóða lyfjaeftirlitsnefndarinnar (WADA) og sem slíkt framkvæmir það reglulegt lyfjaeftirlit á sínu íþróttafólki. Þótt IFBB á Íslandi sé ekki aðili að ÍSÍ þá hefur það sjálft séð um kostun lyfjaeftirlitsins á sínum mótum ásamt framlagi frá ÍSÍ að hluta. Ég vil því biðja forsvarsmenn IFBB á Íslandi afsökunar á þessari rangfærslu hjá mér og vona að samstarf okkar við þá verði gott hér eftir sem hingað til. Á síðustu árum hefur lyfja-eftirlit í íþróttum á Íslandi á vegum ÍSÍ aukist verulega og reynt hefur verið að gera starfið sýnilegra. Þessi þróun heldur áfram og er ég í engum vafa um að þetta starf eigi eftir að skila sér vel á næstu árum. Íþróttafólk fagnar þessu því með þessu er stuðlað að því að standa vörð um jafnréttisgrundvöllinn í íþróttum og einnig tækifæri fyrir íþróttamenn sem lenda í umtali að hreinsa sig af gróusögum. Notkun ólöglegra árangursbætandi efna er hinsvegar ekki bundin við skipulagða íþróttaiðkun og það þarf einnig að sporna við almennri notkun með aukinni fræðslu og forvarnarstarfi í samfélaginu. Höfundur er formaður Lyfjaráðs ÍSÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að koma á framfæri leiðréttingu og athugasemd vegna fréttar Fréttablaðsins 18. nóvember síðastliðinn um steranotkun í fitness. Þar er ranglega haft eftir mér um að 60% iðkenda í fitness falli á lyfjaprófum í keppni, það sem var sagt var að um 60% fall væri í prófum í fitness keppni og þar sem aðeins lítill hluti þátttakenda í hverri keppni er prófaður er ekki hægt að heimfæra þá tölu upp á heildina. Eftir þessa fullyrðingu hefur mér hinsvegar orðið ljóst að þarna hef ég farið ranglega með tölur sem er verulega óheppilegt og setur rangan stimpil á stóran hóp íþróttafólks sem stundar fitness á Íslandi. En Alþjóðasamband líkamsræktarmanna (IFBB) á Íslandi, sem heldur flest fitness mótin á Íslandi hefur reglulega fengið lyfjaeftirlit á mótum sínum síðan árið 2000 og þar hefur fall ekki verið nálægt því að vera 60%. Það starf sem IFBB hefur unnið að eigin frumkvæði hérna á Íslandi síðustu ár tengt lyfjaeftirliti á keppendum á mótum sínum er mjög gott og hefur borið sýnilegan árangur í baráttu við notkun ólöglegra árangursbætandi efna innan þeirra raða og væri vonandi að aðrar líkamsræktargreinar og keppnishaldarar í landinu tækju þá til fyrirmyndar og hefðu virkt eftirlit í sínum greinum. IFBB er aðili að samkomulagi Alþjóða lyfjaeftirlitsnefndarinnar (WADA) og sem slíkt framkvæmir það reglulegt lyfjaeftirlit á sínu íþróttafólki. Þótt IFBB á Íslandi sé ekki aðili að ÍSÍ þá hefur það sjálft séð um kostun lyfjaeftirlitsins á sínum mótum ásamt framlagi frá ÍSÍ að hluta. Ég vil því biðja forsvarsmenn IFBB á Íslandi afsökunar á þessari rangfærslu hjá mér og vona að samstarf okkar við þá verði gott hér eftir sem hingað til. Á síðustu árum hefur lyfja-eftirlit í íþróttum á Íslandi á vegum ÍSÍ aukist verulega og reynt hefur verið að gera starfið sýnilegra. Þessi þróun heldur áfram og er ég í engum vafa um að þetta starf eigi eftir að skila sér vel á næstu árum. Íþróttafólk fagnar þessu því með þessu er stuðlað að því að standa vörð um jafnréttisgrundvöllinn í íþróttum og einnig tækifæri fyrir íþróttamenn sem lenda í umtali að hreinsa sig af gróusögum. Notkun ólöglegra árangursbætandi efna er hinsvegar ekki bundin við skipulagða íþróttaiðkun og það þarf einnig að sporna við almennri notkun með aukinni fræðslu og forvarnarstarfi í samfélaginu. Höfundur er formaður Lyfjaráðs ÍSÍ.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun