Eru Íslendingar pakk? 12. desember 2006 05:00 Opið bréf til íslensku þjóðarinnar. Einhverra hluta vegna hef ég alltaf haldið að Íslendingar væru bestir. Við erum svo frábær. Frekjan í Frökkum er fræg og hugsa ég oft að svona myndi fólk nú aldrei haga sér á Íslandi. Nei, á Íslandi eru allir kurteisir, hjálpsamir og góðir við hvern annan því við erum svo einangruð að við höfum bara okkur sjálf og þurfum að rækta eigin garð. Já, ég hef alltaf haldið að hið íslenska hjarta væri það besta og hinn íslenski náungi væri kurteis og góður við aðra. En það er misskilningur. Um daginn lenti ég í því að það sprakk dekk á bílnum mínum. Ég hafði aldrei skipt um dekk sjálf en ætlaði að reyna eins og ég gæti. En boltarnir högguðust ekki. Og þarna var ég í þrjá tíma í nístandi frosti að reyna að losa bolta, juðaði, hamaðist á lyklinum, datt og allan þennan tíma var mér aldrei boðin hjálp. Þetta var í Vesturbænum þar sem búa margir gamlir eða vangefnir en ég var ekki einu sinni að búast við hjálp frá þeim þar sem þau horfðu á mig í hóp meðan þau biðu eftir strætó. Mér fannst sjálfsagt að þeir vangefnu myndu ekki bjóða fram aðstoð en um það bil þrjátíu karlmenn á aldrinum tuttugu til fimmtíu ára gengu framhjá mér meðan ég var að reyna að skipta um dekk. Af hverju bauð enginn fram aðstoð? Og þetta var meira að segja daginn eftir að það kom grein í Blaðinu um hvað ég væri mikil dama. Hvaða fífl gengur framhjá dömu í kröggum og býður ekki fram aðstoð? Á fjórða tímanum hringdi ég í frænda minn sem uppgötvaði að græjurnar sem ég var með væru ónothæfar. Við fórum inn í Olís í Ánanaustum og báðum um að fá „kross" lánaðan. Mér var neitað vegna þess að þau selja „krossa" og eru þá náttúrulega ekkert að lána þá. Ég fer þá inn í verslunarkjarnann rétt hjá og spyr fjórtán starfsmenn hvort þeir séu með skiptilykil í bílnum sínum. Hver einn og einasti neitaði án þess að tékka á því. (Eru ekki verkfæri til að skipta um dekk í flestum seldum bílum?) Þetta eru Íslendingar og ég er einfaldlega í áfalli yfir þessari leti og framtaksleysi en þess má geta að eini ókunnugi maðurinn sem nennti að hjálpa mér var útlendingur! Þarf maður að vera alinn einhvern veginn sérstaklega upp til að bjóða fram aðstoð eða finnast sjálfsagt að skutla gömlum konum með Bónuspoka heim? Erum við orðin svo rík að við týnumst í efnishyggjunni og verðum pakk sem pælir ekkert í náungakærleik? Eða eru allir orðnir skíthræddir við að bregða út af vananum í hræðslu við að vera Tekinn í falinni myndavél? Mér finnst þetta glatað. Sorglegt og glatað. Eitt er að vera það stolt og töff að hópast ekki að frægum þegar þeir koma til landsins en að ganga framhjá fólki í vandræðum án þess að láta sér detta í hug að hægt væri að hjálpa ber vott um sjálfumglatt samfélag á niðurleið. Og við eigum að skammast okkar! Elsku Íslendingar. Látum þennan jólamánuð verða þann sem við gleymum afskiptaleysinu. Brosum til hvors annars. Hjálpum hvort öðru. Gefum stefnuljós. Þökkum fyrir með veifi ef einhver hleypir okkur inn í bílaröð. Blikkum fólk sem gleymdi að setja ljósin á. Stöndum upp fyrir gömlum í strætó. Þökkum fyrir í búðinni með brosi og síðast en ekki síst ... bjóðum fram aðstoð ef við sjáum einhvern sem gæti þarfnast hennar. Já, og látum alltaf laga bílana okkar hjá Nesdekkjum á Suðurströnd því þar vinna dásamlegir menn sem þekkja dömu þegar þeir sjá hana og hjálpa henni. Takk fyrir. Gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til íslensku þjóðarinnar. Einhverra hluta vegna hef ég alltaf haldið að Íslendingar væru bestir. Við erum svo frábær. Frekjan í Frökkum er fræg og hugsa ég oft að svona myndi fólk nú aldrei haga sér á Íslandi. Nei, á Íslandi eru allir kurteisir, hjálpsamir og góðir við hvern annan því við erum svo einangruð að við höfum bara okkur sjálf og þurfum að rækta eigin garð. Já, ég hef alltaf haldið að hið íslenska hjarta væri það besta og hinn íslenski náungi væri kurteis og góður við aðra. En það er misskilningur. Um daginn lenti ég í því að það sprakk dekk á bílnum mínum. Ég hafði aldrei skipt um dekk sjálf en ætlaði að reyna eins og ég gæti. En boltarnir högguðust ekki. Og þarna var ég í þrjá tíma í nístandi frosti að reyna að losa bolta, juðaði, hamaðist á lyklinum, datt og allan þennan tíma var mér aldrei boðin hjálp. Þetta var í Vesturbænum þar sem búa margir gamlir eða vangefnir en ég var ekki einu sinni að búast við hjálp frá þeim þar sem þau horfðu á mig í hóp meðan þau biðu eftir strætó. Mér fannst sjálfsagt að þeir vangefnu myndu ekki bjóða fram aðstoð en um það bil þrjátíu karlmenn á aldrinum tuttugu til fimmtíu ára gengu framhjá mér meðan ég var að reyna að skipta um dekk. Af hverju bauð enginn fram aðstoð? Og þetta var meira að segja daginn eftir að það kom grein í Blaðinu um hvað ég væri mikil dama. Hvaða fífl gengur framhjá dömu í kröggum og býður ekki fram aðstoð? Á fjórða tímanum hringdi ég í frænda minn sem uppgötvaði að græjurnar sem ég var með væru ónothæfar. Við fórum inn í Olís í Ánanaustum og báðum um að fá „kross" lánaðan. Mér var neitað vegna þess að þau selja „krossa" og eru þá náttúrulega ekkert að lána þá. Ég fer þá inn í verslunarkjarnann rétt hjá og spyr fjórtán starfsmenn hvort þeir séu með skiptilykil í bílnum sínum. Hver einn og einasti neitaði án þess að tékka á því. (Eru ekki verkfæri til að skipta um dekk í flestum seldum bílum?) Þetta eru Íslendingar og ég er einfaldlega í áfalli yfir þessari leti og framtaksleysi en þess má geta að eini ókunnugi maðurinn sem nennti að hjálpa mér var útlendingur! Þarf maður að vera alinn einhvern veginn sérstaklega upp til að bjóða fram aðstoð eða finnast sjálfsagt að skutla gömlum konum með Bónuspoka heim? Erum við orðin svo rík að við týnumst í efnishyggjunni og verðum pakk sem pælir ekkert í náungakærleik? Eða eru allir orðnir skíthræddir við að bregða út af vananum í hræðslu við að vera Tekinn í falinni myndavél? Mér finnst þetta glatað. Sorglegt og glatað. Eitt er að vera það stolt og töff að hópast ekki að frægum þegar þeir koma til landsins en að ganga framhjá fólki í vandræðum án þess að láta sér detta í hug að hægt væri að hjálpa ber vott um sjálfumglatt samfélag á niðurleið. Og við eigum að skammast okkar! Elsku Íslendingar. Látum þennan jólamánuð verða þann sem við gleymum afskiptaleysinu. Brosum til hvors annars. Hjálpum hvort öðru. Gefum stefnuljós. Þökkum fyrir með veifi ef einhver hleypir okkur inn í bílaröð. Blikkum fólk sem gleymdi að setja ljósin á. Stöndum upp fyrir gömlum í strætó. Þökkum fyrir í búðinni með brosi og síðast en ekki síst ... bjóðum fram aðstoð ef við sjáum einhvern sem gæti þarfnast hennar. Já, og látum alltaf laga bílana okkar hjá Nesdekkjum á Suðurströnd því þar vinna dásamlegir menn sem þekkja dömu þegar þeir sjá hana og hjálpa henni. Takk fyrir. Gleðileg jól.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun