Er Geir Haarde ábyrgðarlaus? 14. desember 2006 05:00 Fréttablaðið hefur gert einkavæðingu ríkisfyrirtækja ágæt skil á umliðnum árum, s.s. í úttekt Sigríðar Daggar Auðunsdóttur á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands. Sú einkavæðing var einkar sóðaleg þar sem eignir almennings lentu í hópi „fjárfesta“ úr innstu klíku Framsóknarflokksins, t.d. varaformanns flokksins Finns Ingólfssonar. Kaupendur greiddu ekki krónu fyrr en nokkrum mánuðum eftir að „kaup“ fóru fram og það með láni úr Landsbankanum sem enn var í eigu ríkisins. Aðrir áhugasamir kaupendur en þeir sem voru nátengdir og jafnvel tengdir formanni Framsóknarflokksins fjölskylduböndum voru útlokaðir vegna aðkomu þýsks banka sem átti að vera kjölfestufjárfestir. Skömmu eftir „kaupin“ gufaði síðan kjölfestan í eignarhaldi bankans upp og bankastjóri þýska bankans varðist allra frétta af aðkomu bankans að kaupunum. Nú hefur Fréttablaðið rifjað upp vægast sagt vafasama sölu á eign almennings á Íslenskum aðalverktökum til stjórnenda fyrirtækisins. Getur það talist tilviljun að fulltrúi Framsóknarflokksins í einkavæðingarnefnd, Jón Sveinsson, sem var falið það trúnaðarverkefni að selja hlut almennings í Íslenskum aðalverktökum væri eftir söluna orðinn stjórnarformaður sama fyrirtækis? Þessari spurningu er auðsvarað, hér er ekki um neina tilviljun að ræða heldur hreina og tæra spillingu. Umboðsmenn almennings seldu sjálfum sér eigur sem þeim sem var trúað fyrir að koma í verð. Það þarf ekki að velta þessu máli lengi fyrir sér til þess að sjá að formaður Sjálfstæðisflokksins Geir Haarde ber mesta ábyrgð á þessu máli. Hann sat ekki einungis sem fjármálaráðherra í ráðherranefndinni sem skipaði og bar ábyrgð á framkvæmdanefnd um einkavæðingu heldur gegndi hann algjöru lykilhlutverki í henni þar sem hann bar ábyrgð á öllum starfsmönnum nefndarinnar. Geir átti að vera fullkunnugt um að eitt og annað misjafnt færi fram þar sem fulltrúi hans Steingrímur Ari Arason sagði sig úr framkvæmdanefnd um einkavæðingu um það leyti sem umdeildar sölur ríkiseigna stóðu yfir. Einhverra hluta vegna hefur Geir Haarde komist algerlega hjá því að svara efnislega fyrir vægast sagt verulega vafasöm vinnubrögð sem hann ætti að bera alla pólitíska ábyrgð á. Frjálslyndi flokkurinn mun beita sér fyrir því að fram fari rannsókn á einkavæðingu ríkiseigna ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og að í eitt skipti fyrir öll verði komist til botns í þeirri spillingarsýki og sérgæsku sem ráðið hefur för. Nú hefur Fréttablaðið rifjað upp vægast sagt vafasama sölu á eign almennings á Íslenskum aðalverktökum til stjórnenda fyrirtækisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sigurjón Þórðarson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið hefur gert einkavæðingu ríkisfyrirtækja ágæt skil á umliðnum árum, s.s. í úttekt Sigríðar Daggar Auðunsdóttur á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands. Sú einkavæðing var einkar sóðaleg þar sem eignir almennings lentu í hópi „fjárfesta“ úr innstu klíku Framsóknarflokksins, t.d. varaformanns flokksins Finns Ingólfssonar. Kaupendur greiddu ekki krónu fyrr en nokkrum mánuðum eftir að „kaup“ fóru fram og það með láni úr Landsbankanum sem enn var í eigu ríkisins. Aðrir áhugasamir kaupendur en þeir sem voru nátengdir og jafnvel tengdir formanni Framsóknarflokksins fjölskylduböndum voru útlokaðir vegna aðkomu þýsks banka sem átti að vera kjölfestufjárfestir. Skömmu eftir „kaupin“ gufaði síðan kjölfestan í eignarhaldi bankans upp og bankastjóri þýska bankans varðist allra frétta af aðkomu bankans að kaupunum. Nú hefur Fréttablaðið rifjað upp vægast sagt vafasama sölu á eign almennings á Íslenskum aðalverktökum til stjórnenda fyrirtækisins. Getur það talist tilviljun að fulltrúi Framsóknarflokksins í einkavæðingarnefnd, Jón Sveinsson, sem var falið það trúnaðarverkefni að selja hlut almennings í Íslenskum aðalverktökum væri eftir söluna orðinn stjórnarformaður sama fyrirtækis? Þessari spurningu er auðsvarað, hér er ekki um neina tilviljun að ræða heldur hreina og tæra spillingu. Umboðsmenn almennings seldu sjálfum sér eigur sem þeim sem var trúað fyrir að koma í verð. Það þarf ekki að velta þessu máli lengi fyrir sér til þess að sjá að formaður Sjálfstæðisflokksins Geir Haarde ber mesta ábyrgð á þessu máli. Hann sat ekki einungis sem fjármálaráðherra í ráðherranefndinni sem skipaði og bar ábyrgð á framkvæmdanefnd um einkavæðingu heldur gegndi hann algjöru lykilhlutverki í henni þar sem hann bar ábyrgð á öllum starfsmönnum nefndarinnar. Geir átti að vera fullkunnugt um að eitt og annað misjafnt færi fram þar sem fulltrúi hans Steingrímur Ari Arason sagði sig úr framkvæmdanefnd um einkavæðingu um það leyti sem umdeildar sölur ríkiseigna stóðu yfir. Einhverra hluta vegna hefur Geir Haarde komist algerlega hjá því að svara efnislega fyrir vægast sagt verulega vafasöm vinnubrögð sem hann ætti að bera alla pólitíska ábyrgð á. Frjálslyndi flokkurinn mun beita sér fyrir því að fram fari rannsókn á einkavæðingu ríkiseigna ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og að í eitt skipti fyrir öll verði komist til botns í þeirri spillingarsýki og sérgæsku sem ráðið hefur för. Nú hefur Fréttablaðið rifjað upp vægast sagt vafasama sölu á eign almennings á Íslenskum aðalverktökum til stjórnenda fyrirtækisins.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar