Valdníðsla Framsóknar er okkur dýr 14. desember 2006 05:00 Fjölmiðlar skýra frá því, að réttarsátt hafi náðst í máli Björns Friðfinnssonar ráðuneytisstjóra gegn ríkinu en ráðherrar Framsóknar höfðu af honum ráðuneytissjórastöðuna, sem hann var forsetaskipaður í. Verður iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið að greiða Birni ráðuneytissjóralaun til sjötugs þó hann sé ekki við störf í ráðuneytinu og að auki verður ráðuneytið að greiða 2 milljónir króna í miskabætur. Munu þetta einna hæstu miskabætur, sem dæmdar hafa verið. Þrír ráðherrar skrifuðu undir réttarsáttina og viðurkenndu þar með, að iðnaðar-og viðskiptaráðherra hefði brotið lög með því að hafa ráðuneytisstjórastöðuna af Birni. Gróf valdníðsla„Brottvikning" Björns úr embætti ráðuneytisstjóra er eitt nýjasta dæmið um grófa valdníðslu ráðherra Framsóknarflokksins. Björn Friðfinnsson var skipaður ráðuneytisstjóri 1989 ævilangt. Hann fékk leyfi frá störfum til þess að fara til starfa hjá ESA í Brussel en átti samkvæmt samkomulagi að taka við starfi sínu í ráðuneytinu aftur en það samkomulag var svikið. Var það dregið nokkrum sinnum, að hann fengi að taka við starfi sínu á ný. Hafði Björn sýnt mikinn samkomulagsvilja en samt var samkomulag við hann svikið. Björn er mjög hæfur embættismaður og hann hafði ekkert brotið af sér í starfi. Ekki var unnt að finna neitt að störfum hans.Hið eina sem ráðherrar Framsóknarflokksins gátu fundið að Birni var, að hann væri jafnaðarmaður! Þó eru mörg dæmi um það, að menn hafa gegnt háum embættum í Stjórnarráðinu þó þeir hafi ekki haft sömu stjórnmálaskoðanir og ráðherrarnir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra misbeitir valdi sínu við ákvarðanir um embætti og lætur stjórnmálaskoðanir ráða skipun og brottvikningu. Skammt er síðan sami ráðherra flæmdi Georg Ólafsson, frábæran forstjóra Samkeppnisstofnunar, úr starfi til þess að koma rétt ættuðum Framsóknarmanni að. Það virðist ekki skipta ráðherra ríkisstjórnarinnar neinu máli, þó þeir baki ríkissjóði mikið fjárhagstjón með embættisfærslum sínum og embættisafglöpum. Þeir afgreiða starfslokasamninga á færibandi og senda ríkissjóði reikninginn. Miklar skaðabætur skipta þá ekki máli. Ríkið borgar. Önnur misbeiting valdsMörg önnur dæmi mætti nefna um valdníðslu og misbeitingu valds ráðherra Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Í utanríkisráðuneytinu hefur flokksgæðingum þessara flokka verið raðað í sendiherrastöður og önnur embætti. Báðir stjórnarflokkarnir hafa verið drjúgir í því efni en Framsókn hefur haft vinninginn og alltaf „passað" vel upp á sína menn og sennilega á Framsókn metið í því að troða sínum mönnum í embætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar skýra frá því, að réttarsátt hafi náðst í máli Björns Friðfinnssonar ráðuneytisstjóra gegn ríkinu en ráðherrar Framsóknar höfðu af honum ráðuneytissjórastöðuna, sem hann var forsetaskipaður í. Verður iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið að greiða Birni ráðuneytissjóralaun til sjötugs þó hann sé ekki við störf í ráðuneytinu og að auki verður ráðuneytið að greiða 2 milljónir króna í miskabætur. Munu þetta einna hæstu miskabætur, sem dæmdar hafa verið. Þrír ráðherrar skrifuðu undir réttarsáttina og viðurkenndu þar með, að iðnaðar-og viðskiptaráðherra hefði brotið lög með því að hafa ráðuneytisstjórastöðuna af Birni. Gróf valdníðsla„Brottvikning" Björns úr embætti ráðuneytisstjóra er eitt nýjasta dæmið um grófa valdníðslu ráðherra Framsóknarflokksins. Björn Friðfinnsson var skipaður ráðuneytisstjóri 1989 ævilangt. Hann fékk leyfi frá störfum til þess að fara til starfa hjá ESA í Brussel en átti samkvæmt samkomulagi að taka við starfi sínu í ráðuneytinu aftur en það samkomulag var svikið. Var það dregið nokkrum sinnum, að hann fengi að taka við starfi sínu á ný. Hafði Björn sýnt mikinn samkomulagsvilja en samt var samkomulag við hann svikið. Björn er mjög hæfur embættismaður og hann hafði ekkert brotið af sér í starfi. Ekki var unnt að finna neitt að störfum hans.Hið eina sem ráðherrar Framsóknarflokksins gátu fundið að Birni var, að hann væri jafnaðarmaður! Þó eru mörg dæmi um það, að menn hafa gegnt háum embættum í Stjórnarráðinu þó þeir hafi ekki haft sömu stjórnmálaskoðanir og ráðherrarnir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra misbeitir valdi sínu við ákvarðanir um embætti og lætur stjórnmálaskoðanir ráða skipun og brottvikningu. Skammt er síðan sami ráðherra flæmdi Georg Ólafsson, frábæran forstjóra Samkeppnisstofnunar, úr starfi til þess að koma rétt ættuðum Framsóknarmanni að. Það virðist ekki skipta ráðherra ríkisstjórnarinnar neinu máli, þó þeir baki ríkissjóði mikið fjárhagstjón með embættisfærslum sínum og embættisafglöpum. Þeir afgreiða starfslokasamninga á færibandi og senda ríkissjóði reikninginn. Miklar skaðabætur skipta þá ekki máli. Ríkið borgar. Önnur misbeiting valdsMörg önnur dæmi mætti nefna um valdníðslu og misbeitingu valds ráðherra Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Í utanríkisráðuneytinu hefur flokksgæðingum þessara flokka verið raðað í sendiherrastöður og önnur embætti. Báðir stjórnarflokkarnir hafa verið drjúgir í því efni en Framsókn hefur haft vinninginn og alltaf „passað" vel upp á sína menn og sennilega á Framsókn metið í því að troða sínum mönnum í embætti.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar